Fundi aftur frestað vegna WOW air Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 26. mars 2019 11:07 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að loknum fundi hjá sáttasemjara í morgun. vísir/vilhelm Fundi í kjaradeilu sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins sem hófst klukkan 10 í morgun var frestað til morguns eftir tæplega klukkustundarlangan fund. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA vegna stöðunnar hjá WOW air. „Fundi er frestað aftur þangað til á morgun að beiðni Samtaka atvinnulífsins vegna þess sem þau leggja mikla áherslu á það er staðan hjá WOW air,“ segir Sólveig Anna. Spurð hvort þau hafi þolinmæði gagnvart því að SA séu að fresta fundi vegna WOW air segir Sólveig Anna að sér finnist það undarlegt að slíkt sé gert. „Hér eru kjarasamningar undir fyrir gríðarlega stóran hóp fólk þannig að já, ég verð að segja að mér finnst það pínku undarlegt að við getum enn eftir þennan ógnarlanga tíma sem liðinn er þá erum við ekki enn farin að ræða launalið en við skulum sjá hvað gerist í dag.“ Hún segir að SA hafi lagt fram beiðni um að VR og Efling myndu fresta verkfallsaðgerðum sem eiga að hefjast í þessari viku. „En í ljósi þess að viðræður hafa ekkert mjakast þá er ekki forsenda til þess að okkar mati,“ segir Sólveig Anna. „Aðilar við samningaborðið voru bara sammála um það að það væri óvissa uppi núna í umhverfinu og efnahagslífinu þannig að það væri eðlilegt að hinkra aðeins og sjá hvernig það myndi þróast,“ segir Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, í samtali við fréttastofu. Hvað verður því gefinn langur tími áður en þið getið farið að ræða launaliðinn? „Það fer bara eftir því hvernig hlutirnir þróast hér áfram þannig að ég vil ekki vera með einhverjar dagsetningar í því. Það er bara þannig að við sitjum við þetta samningaborð til þess að ljúka samningum. Það mun koma að þeim hlutum þegar við sjáum hvað við höfum úr að spila.“Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Áfram fundað í Karphúsinu Fundur í kjaradeilu sex verkalýðsfélaga, þar á meðal Eflingar og VR, við Samtök atvinnulífsins hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara núna klukkan 10. 26. mars 2019 10:20 Fundi slitið hjá sáttasemjara vegna WOW air Sáttafundi sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins lauk hjá ríkissáttasemjara núna klukkan 13:30. 25. mars 2019 13:49 Segir VR ekki ætla að slá af kröfum sínum vegna stöðu WOW air Formaðurinn hefur áhyggjur af stöðu heimilanna fari allt á versta veg og því þurfi frekar að skerpa á kröfunum. 25. mars 2019 14:01 Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Sjá meira
Fundi í kjaradeilu sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins sem hófst klukkan 10 í morgun var frestað til morguns eftir tæplega klukkustundarlangan fund. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA vegna stöðunnar hjá WOW air. „Fundi er frestað aftur þangað til á morgun að beiðni Samtaka atvinnulífsins vegna þess sem þau leggja mikla áherslu á það er staðan hjá WOW air,“ segir Sólveig Anna. Spurð hvort þau hafi þolinmæði gagnvart því að SA séu að fresta fundi vegna WOW air segir Sólveig Anna að sér finnist það undarlegt að slíkt sé gert. „Hér eru kjarasamningar undir fyrir gríðarlega stóran hóp fólk þannig að já, ég verð að segja að mér finnst það pínku undarlegt að við getum enn eftir þennan ógnarlanga tíma sem liðinn er þá erum við ekki enn farin að ræða launalið en við skulum sjá hvað gerist í dag.“ Hún segir að SA hafi lagt fram beiðni um að VR og Efling myndu fresta verkfallsaðgerðum sem eiga að hefjast í þessari viku. „En í ljósi þess að viðræður hafa ekkert mjakast þá er ekki forsenda til þess að okkar mati,“ segir Sólveig Anna. „Aðilar við samningaborðið voru bara sammála um það að það væri óvissa uppi núna í umhverfinu og efnahagslífinu þannig að það væri eðlilegt að hinkra aðeins og sjá hvernig það myndi þróast,“ segir Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, í samtali við fréttastofu. Hvað verður því gefinn langur tími áður en þið getið farið að ræða launaliðinn? „Það fer bara eftir því hvernig hlutirnir þróast hér áfram þannig að ég vil ekki vera með einhverjar dagsetningar í því. Það er bara þannig að við sitjum við þetta samningaborð til þess að ljúka samningum. Það mun koma að þeim hlutum þegar við sjáum hvað við höfum úr að spila.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Áfram fundað í Karphúsinu Fundur í kjaradeilu sex verkalýðsfélaga, þar á meðal Eflingar og VR, við Samtök atvinnulífsins hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara núna klukkan 10. 26. mars 2019 10:20 Fundi slitið hjá sáttasemjara vegna WOW air Sáttafundi sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins lauk hjá ríkissáttasemjara núna klukkan 13:30. 25. mars 2019 13:49 Segir VR ekki ætla að slá af kröfum sínum vegna stöðu WOW air Formaðurinn hefur áhyggjur af stöðu heimilanna fari allt á versta veg og því þurfi frekar að skerpa á kröfunum. 25. mars 2019 14:01 Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Sjá meira
Áfram fundað í Karphúsinu Fundur í kjaradeilu sex verkalýðsfélaga, þar á meðal Eflingar og VR, við Samtök atvinnulífsins hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara núna klukkan 10. 26. mars 2019 10:20
Fundi slitið hjá sáttasemjara vegna WOW air Sáttafundi sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins lauk hjá ríkissáttasemjara núna klukkan 13:30. 25. mars 2019 13:49
Segir VR ekki ætla að slá af kröfum sínum vegna stöðu WOW air Formaðurinn hefur áhyggjur af stöðu heimilanna fari allt á versta veg og því þurfi frekar að skerpa á kröfunum. 25. mars 2019 14:01