Segir fjórtán verkfallsbrot staðfest innan hótelgeirans og fleiri til skoðunar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. mars 2019 11:47 Fjórtán verkfallsbrot eru staðfest innan hótelgeirans og fleiri tilfelli eru til skoðunar hjá lögfræðingum Eflingar að sögn Valgerðar Árnadóttur, félagsfulltrúa hjá Eflingu. Vísir/Vilhelm Fjórtán verkfallsbrot eru staðfest innan hótelgeirans og fleiri tilfelli eru til skoðunar hjá lögfræðingum Eflingar að sögn Valgerðar Árnadóttur, félagsfulltrúa hjá Eflingu. Valgerður og aðrir starfsmenn Eflingar vinna þessa dagana að því meta umfang verfallsbrota sem voru framin í sólarhringsverkfalli VR og Eflingar síðasta föstudag. Lögfræðingar stéttarfélagsins skoða nú hvaða málum verður vísað til félagsdóms. Valgerður telur að alvarlegustu brotunum verði vísað til félagsdóms. „Þetta er mjög yfirgripsmikill listi,“ segir Valgerður sem segist vera í áfalli vegna þess einbeitta brotavilja sem hún segir að hafi verið sýndur í verkfallinu. Það hafi verið eitthvað um verkfallsbrot á nánast öllum hótelum. Algengasta dæmið um verkfallsbrot segir Valgerður vera að yfirþernur og móttökustjórar hafi gengið í störf herbergisþerna í verkfalli.Valgerður segir að verkfallsvörðum hafi verið meinaður aðgangur á sumum stöðum.Vísir/vilhelmÞá segir hún að nokkrir stjórnendur hótelanna hafi sýnt mikinn mótþróa og ekki viljað hleypa verkfallsvörðum að til að gaumgæfa aðstæður. „Tvær hótelkeðjur sem sýndu mestu andstöðuna við verkfallsverði og það voru því miður stóru hótelkeðjurnar Icelandair Hotels og Center Hotels,“ segir Valgerður. Hún segir að Dagar-hreinlætisfyrirtæki hefði þrifið á öllum hótelunum. Verkfallsvörðum hafi þá verið meinaður aðgangur þegar til stóð að athuga hvort starfsfólk hreinlætisfyrirtækisins væri að þrífa herbergin því þeim var sagt að eingöngu væri verið að þrífa anddyri hótelanna. „Öll Center-hótelin höfðu ráðið öryggisverði fyrir þennan dag og þeirra helsta hlutverk var að meina verkfallsvörðum aðgöngu. Það var mjög mikill dónaskapur sem mætti verkfallsvörðum á þessum hótelum,“ segir Valgerður.Hyggjast efla verkfallsvörslu til muna Hún segir að Efling muni efla verkfallsvörslu til muna fyrir næstu verkföll og sérstaklega á þeim stöðum þar sem mikið var um brot. Valgerður segir að það hafi komið á óvart hversu margar ábendingar Efling hafi fengið frá ferðamönnum sem séu greinilega meðvitaðir um mikilvægi verkfalla fyrir verkafólk. Starfsmenn Eflingar hafa ekki lokið við að meta umfang verkfallsbrota hjá hópbifreiðabílstjórum en Valgerður gat þó sagt að það hefði verið mikið um verkfallsbrot í þeim geira. Kristófer Oliversson, eigandi Center-hótela segist ekki kannast við þessar lýsingar og segir þetta vera ósannindi. Hann hafi sjálfur boðið þremur verkfallsvörðum inn og gengið með þeim um allt hús. Þá segist Kristófer ekki heldur hafa óskað eftir aðstoð Daga-hreinlætisfyrirtækis. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hóteleigendur hóti starfsfólki og reyni á verkfallslöggjöf Efling hefur fengið margar ábendingar frá félagsmönnum um verkfallsbrot vinnuveitenda. Félagsfulltrúi hjá Eflingu segir dæmi um að hótelstarfsfólki hafi verið hótað að vinnustaður þeirra verði gjaldþrota ef til verkfalls kemur. 21. mars 2019 19:15 Margar tilkynningar um verkfallsbrot Töluverður fjöldi mögulegra verkfallsbrota var tilkynntur til Eflingar í gær. Formaður félagsins telur að efla þurfi verkfallsvörslu komi til boðaðra verkfallsaðgerða í næstu viku. Deiluaðilar munu hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara á mánudagsmorgun. 23. mars 2019 07:45 Djarfari verkfallsbrot vegna skilaboða frá atvinnurekendum Formaður Eflingar telur að Samtök atvinnulífsins hafi sent skilaboð til atvinnurekenda um að láta reyna á verkfallsbrot í aðgerðum gærdagsins. Atvinnurekendur segjast þvert á móti hvetja sitt fólk til að hlýta lögum um vinnudeilur. 23. mars 2019 18:15 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Sjá meira
Fjórtán verkfallsbrot eru staðfest innan hótelgeirans og fleiri tilfelli eru til skoðunar hjá lögfræðingum Eflingar að sögn Valgerðar Árnadóttur, félagsfulltrúa hjá Eflingu. Valgerður og aðrir starfsmenn Eflingar vinna þessa dagana að því meta umfang verfallsbrota sem voru framin í sólarhringsverkfalli VR og Eflingar síðasta föstudag. Lögfræðingar stéttarfélagsins skoða nú hvaða málum verður vísað til félagsdóms. Valgerður telur að alvarlegustu brotunum verði vísað til félagsdóms. „Þetta er mjög yfirgripsmikill listi,“ segir Valgerður sem segist vera í áfalli vegna þess einbeitta brotavilja sem hún segir að hafi verið sýndur í verkfallinu. Það hafi verið eitthvað um verkfallsbrot á nánast öllum hótelum. Algengasta dæmið um verkfallsbrot segir Valgerður vera að yfirþernur og móttökustjórar hafi gengið í störf herbergisþerna í verkfalli.Valgerður segir að verkfallsvörðum hafi verið meinaður aðgangur á sumum stöðum.Vísir/vilhelmÞá segir hún að nokkrir stjórnendur hótelanna hafi sýnt mikinn mótþróa og ekki viljað hleypa verkfallsvörðum að til að gaumgæfa aðstæður. „Tvær hótelkeðjur sem sýndu mestu andstöðuna við verkfallsverði og það voru því miður stóru hótelkeðjurnar Icelandair Hotels og Center Hotels,“ segir Valgerður. Hún segir að Dagar-hreinlætisfyrirtæki hefði þrifið á öllum hótelunum. Verkfallsvörðum hafi þá verið meinaður aðgangur þegar til stóð að athuga hvort starfsfólk hreinlætisfyrirtækisins væri að þrífa herbergin því þeim var sagt að eingöngu væri verið að þrífa anddyri hótelanna. „Öll Center-hótelin höfðu ráðið öryggisverði fyrir þennan dag og þeirra helsta hlutverk var að meina verkfallsvörðum aðgöngu. Það var mjög mikill dónaskapur sem mætti verkfallsvörðum á þessum hótelum,“ segir Valgerður.Hyggjast efla verkfallsvörslu til muna Hún segir að Efling muni efla verkfallsvörslu til muna fyrir næstu verkföll og sérstaklega á þeim stöðum þar sem mikið var um brot. Valgerður segir að það hafi komið á óvart hversu margar ábendingar Efling hafi fengið frá ferðamönnum sem séu greinilega meðvitaðir um mikilvægi verkfalla fyrir verkafólk. Starfsmenn Eflingar hafa ekki lokið við að meta umfang verkfallsbrota hjá hópbifreiðabílstjórum en Valgerður gat þó sagt að það hefði verið mikið um verkfallsbrot í þeim geira. Kristófer Oliversson, eigandi Center-hótela segist ekki kannast við þessar lýsingar og segir þetta vera ósannindi. Hann hafi sjálfur boðið þremur verkfallsvörðum inn og gengið með þeim um allt hús. Þá segist Kristófer ekki heldur hafa óskað eftir aðstoð Daga-hreinlætisfyrirtækis.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hóteleigendur hóti starfsfólki og reyni á verkfallslöggjöf Efling hefur fengið margar ábendingar frá félagsmönnum um verkfallsbrot vinnuveitenda. Félagsfulltrúi hjá Eflingu segir dæmi um að hótelstarfsfólki hafi verið hótað að vinnustaður þeirra verði gjaldþrota ef til verkfalls kemur. 21. mars 2019 19:15 Margar tilkynningar um verkfallsbrot Töluverður fjöldi mögulegra verkfallsbrota var tilkynntur til Eflingar í gær. Formaður félagsins telur að efla þurfi verkfallsvörslu komi til boðaðra verkfallsaðgerða í næstu viku. Deiluaðilar munu hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara á mánudagsmorgun. 23. mars 2019 07:45 Djarfari verkfallsbrot vegna skilaboða frá atvinnurekendum Formaður Eflingar telur að Samtök atvinnulífsins hafi sent skilaboð til atvinnurekenda um að láta reyna á verkfallsbrot í aðgerðum gærdagsins. Atvinnurekendur segjast þvert á móti hvetja sitt fólk til að hlýta lögum um vinnudeilur. 23. mars 2019 18:15 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Sjá meira
Hóteleigendur hóti starfsfólki og reyni á verkfallslöggjöf Efling hefur fengið margar ábendingar frá félagsmönnum um verkfallsbrot vinnuveitenda. Félagsfulltrúi hjá Eflingu segir dæmi um að hótelstarfsfólki hafi verið hótað að vinnustaður þeirra verði gjaldþrota ef til verkfalls kemur. 21. mars 2019 19:15
Margar tilkynningar um verkfallsbrot Töluverður fjöldi mögulegra verkfallsbrota var tilkynntur til Eflingar í gær. Formaður félagsins telur að efla þurfi verkfallsvörslu komi til boðaðra verkfallsaðgerða í næstu viku. Deiluaðilar munu hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara á mánudagsmorgun. 23. mars 2019 07:45
Djarfari verkfallsbrot vegna skilaboða frá atvinnurekendum Formaður Eflingar telur að Samtök atvinnulífsins hafi sent skilaboð til atvinnurekenda um að láta reyna á verkfallsbrot í aðgerðum gærdagsins. Atvinnurekendur segjast þvert á móti hvetja sitt fólk til að hlýta lögum um vinnudeilur. 23. mars 2019 18:15