Árlegt eftirlit með fjárhag flugfélaga getur orðið viðvarandi Sighvatur Jónsson skrifar 26. mars 2019 12:30 Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, gagnrýnir Samgöngustofu vegna eftirlits með WOW air. Vísir/Vilhelm Samskiptastjóri Samgöngustofu segir að eftirlit með flugfélögum geti tekið breytingum eftir aðstæðum. Árlegt eftirlit með fjárhag flugfélaga til að tryggja flugöryggi geti orðið viðvarandi ef þörf krefur. Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, gagnrýndi í Bítinu á Bylgjunni í morgun að Samgöngustofa hafi ekki sinnt eftirlitsskyldu sinni gagnvart WOW air. Vísaði Björgólfur þar til upplýsinga sem hafa birst í fjölmiðlum um 22 milljarða króna taprekstur WOW air á síðasta ári. Björgólfur nefndi sem dæmi að bresk flugmálayfirvöld hafi svipt breska flugfélagið Monarch Airlines flugrekstrarleyfi fyrir tæpum tveimur árum eftir að skoðun leiddi í ljós að félagið hafði ekki fjármagn til að standa undir skuldbindingum sínum. Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segist ekki geta veitt upplýsingar um málefni einstakra flugfélaga. Höfuðmarkmið fjárhagslegs eftirlits stofnunarinnar með flugfélögum sé flugöryggi. „Það hefur aldrei borið nokkurn skugga á flugöryggi og það er það sem við horfum á,“ segir Þórhildur Elín vegna frétta af óvissu um stöðu WOW air. „Fjárhagslega eftirlitið getur tekið breytingum á breytingatímum og orðið umfangsmeira heldur en þegar rekstur er með venjubundnari hætti.“ Aðspurð hvort eftirlit með fjárhag flugfélags geti orðið daglegt í ákveðnum tilfellum segir hún að það geti tekið breytingum eftir aðstæðum. „Samkvæmt reglugerðinni er árlegt eftirlit að minnsta kosti en það getur orðið mun tíðara. Það getur orðið viðvarandi ef aðstæður eru með þeim hætti.“ Þórhildur Elín segir að eftirlit með fjárhag flugfélaga til að tryggja flugöryggi geti verið mjög ítarlegt. „Það fer eftir þeim aðstæðum sem uppi eru hverju sinni, hvort það eru breytingar á rekstri, endurskipulagningar á rekstri eða annað slíkt.“ Bítið Fréttir af flugi Samgöngur WOW Air Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Sjá meira
Samskiptastjóri Samgöngustofu segir að eftirlit með flugfélögum geti tekið breytingum eftir aðstæðum. Árlegt eftirlit með fjárhag flugfélaga til að tryggja flugöryggi geti orðið viðvarandi ef þörf krefur. Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, gagnrýndi í Bítinu á Bylgjunni í morgun að Samgöngustofa hafi ekki sinnt eftirlitsskyldu sinni gagnvart WOW air. Vísaði Björgólfur þar til upplýsinga sem hafa birst í fjölmiðlum um 22 milljarða króna taprekstur WOW air á síðasta ári. Björgólfur nefndi sem dæmi að bresk flugmálayfirvöld hafi svipt breska flugfélagið Monarch Airlines flugrekstrarleyfi fyrir tæpum tveimur árum eftir að skoðun leiddi í ljós að félagið hafði ekki fjármagn til að standa undir skuldbindingum sínum. Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segist ekki geta veitt upplýsingar um málefni einstakra flugfélaga. Höfuðmarkmið fjárhagslegs eftirlits stofnunarinnar með flugfélögum sé flugöryggi. „Það hefur aldrei borið nokkurn skugga á flugöryggi og það er það sem við horfum á,“ segir Þórhildur Elín vegna frétta af óvissu um stöðu WOW air. „Fjárhagslega eftirlitið getur tekið breytingum á breytingatímum og orðið umfangsmeira heldur en þegar rekstur er með venjubundnari hætti.“ Aðspurð hvort eftirlit með fjárhag flugfélags geti orðið daglegt í ákveðnum tilfellum segir hún að það geti tekið breytingum eftir aðstæðum. „Samkvæmt reglugerðinni er árlegt eftirlit að minnsta kosti en það getur orðið mun tíðara. Það getur orðið viðvarandi ef aðstæður eru með þeim hætti.“ Þórhildur Elín segir að eftirlit með fjárhag flugfélaga til að tryggja flugöryggi geti verið mjög ítarlegt. „Það fer eftir þeim aðstæðum sem uppi eru hverju sinni, hvort það eru breytingar á rekstri, endurskipulagningar á rekstri eða annað slíkt.“
Bítið Fréttir af flugi Samgöngur WOW Air Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Sjá meira