Formaður VR: Auðsvarað hvort fresta eigi verkföllum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. mars 2019 12:23 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR mæta til fundar hjá Ríkissáttasemjara í morgun. Vísir/Vilhelm Samningafundi í kjaraviðræðum sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins var frestað um hálftíma eftir að þær hófust í morgun að beiðni samtakanna vegna stöðunnar sem uppi er vegna WOW Air. Lögð var fram beiðni um frestun á boðuðum verkföllum sem eiga hefjast eftir tvo daga. Samningafundi verkalýðsfélaganna sex, Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Grindavíkur, Landssambands íslenskra verslunarmanna og Framsýn á Húsavík við Samtök atvinnulífsins hófust klukkan tíu í morgun en fundi þessara aðila var frestað í gær að beiðni Samtakanna, vegna óvissunnar sem er uppi vegna flugfélagsins WOW Air. Ljóst var strax í morgun að fundurinn yrði ekki langur en eftir rúmar þrjátíu mínútur var fundinum frestað. Það mátti greina óþreyju hjá formönnum verkalýðsfélaganna eftir að fundinum lauk. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í húsakynnum Ríkissáttasemjara í morgunVísir/VilhelmUndarlegt að fresta viðræðum vegna WOW AirHafið þið þolinmæði gagnvart því að samtökin séu að fresta fundi vegna WOW Air? „Mér finnst það undarlegt. Ég verð að segja það. Hér eru kjarasamningar undir fyrir gríðarlega stóran hóp fólks þannig að já ég verða að segja að mér finnst það undarlegt að við getum en, eftir allan þennan ógnarlanga tíma sem liðinn er frá því að samningar voru lausir að þá erum við enn ekki farin að ræða launalið,“ sagði Sólveg Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar að loknum fundi. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir Samtök atvinnulífsins hafa lagt fram beiðni á fundinum. „SA fóru fram á að við myndum fresta verkfallsaðgerðum og því var auðsvarað að það komi ekki til greina nema að við fáum eitthvað að borðinu til þess að geta tekið afstöðu til, það er að segja launaliðinn. það hefur ekki enn gerst þrátt fyrir alla þessa fundi. Þetta var fimmtándi fundurinn okkar hjá ríkissáttasemjara og við erum ekki enn komin á þann stað sem að við teljum okkur þurfa til þess að geta tekið afstöðu,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VRVídir/VilhelmFormaður VR á von á harðari aðgerðum á fimmtudag og föstudag Ragnar Þór á von á harðari aðgerðum í boðuðum verkföllum. „Já ég á von á því. Við nýttum tímann mjög vel til þess að kortleggja aðgerðirnar síðast og sáum svona hvar brotalamir voru og hvar þarf að skerpa bæði á vörslu og eftirliti,“ sagði Ragnar Þór. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins vonar að verkföllum verði frestað í ljósi stöðunnar. „Ef að þessi óvissa heldur áfram að þá komi nú okkar viðsemjendur til baka og ljái máls á því að það verði gert. Við lítum á það sem svona eðlilega og ábyrga aðgerð í raun og veru að gefa færi á slíku,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins.Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í fundarherbergi Ríkissáttasemjara í morgunVísir/Vilhelm Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Sjá meira
Samningafundi í kjaraviðræðum sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins var frestað um hálftíma eftir að þær hófust í morgun að beiðni samtakanna vegna stöðunnar sem uppi er vegna WOW Air. Lögð var fram beiðni um frestun á boðuðum verkföllum sem eiga hefjast eftir tvo daga. Samningafundi verkalýðsfélaganna sex, Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Grindavíkur, Landssambands íslenskra verslunarmanna og Framsýn á Húsavík við Samtök atvinnulífsins hófust klukkan tíu í morgun en fundi þessara aðila var frestað í gær að beiðni Samtakanna, vegna óvissunnar sem er uppi vegna flugfélagsins WOW Air. Ljóst var strax í morgun að fundurinn yrði ekki langur en eftir rúmar þrjátíu mínútur var fundinum frestað. Það mátti greina óþreyju hjá formönnum verkalýðsfélaganna eftir að fundinum lauk. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í húsakynnum Ríkissáttasemjara í morgunVísir/VilhelmUndarlegt að fresta viðræðum vegna WOW AirHafið þið þolinmæði gagnvart því að samtökin séu að fresta fundi vegna WOW Air? „Mér finnst það undarlegt. Ég verð að segja það. Hér eru kjarasamningar undir fyrir gríðarlega stóran hóp fólks þannig að já ég verða að segja að mér finnst það undarlegt að við getum en, eftir allan þennan ógnarlanga tíma sem liðinn er frá því að samningar voru lausir að þá erum við enn ekki farin að ræða launalið,“ sagði Sólveg Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar að loknum fundi. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir Samtök atvinnulífsins hafa lagt fram beiðni á fundinum. „SA fóru fram á að við myndum fresta verkfallsaðgerðum og því var auðsvarað að það komi ekki til greina nema að við fáum eitthvað að borðinu til þess að geta tekið afstöðu til, það er að segja launaliðinn. það hefur ekki enn gerst þrátt fyrir alla þessa fundi. Þetta var fimmtándi fundurinn okkar hjá ríkissáttasemjara og við erum ekki enn komin á þann stað sem að við teljum okkur þurfa til þess að geta tekið afstöðu,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VRVídir/VilhelmFormaður VR á von á harðari aðgerðum á fimmtudag og föstudag Ragnar Þór á von á harðari aðgerðum í boðuðum verkföllum. „Já ég á von á því. Við nýttum tímann mjög vel til þess að kortleggja aðgerðirnar síðast og sáum svona hvar brotalamir voru og hvar þarf að skerpa bæði á vörslu og eftirliti,“ sagði Ragnar Þór. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins vonar að verkföllum verði frestað í ljósi stöðunnar. „Ef að þessi óvissa heldur áfram að þá komi nú okkar viðsemjendur til baka og ljái máls á því að það verði gert. Við lítum á það sem svona eðlilega og ábyrga aðgerð í raun og veru að gefa færi á slíku,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins.Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í fundarherbergi Ríkissáttasemjara í morgunVísir/Vilhelm
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Sjá meira