„Mikil gróska og kraftur er í faginu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. mars 2019 16:30 Kristín Eva segir að kraftur sé í faginu. Ljósmynd/Magnús Elvar Jónsson Alls voru 370 verk innsend til FÍT-verðlaunanna 2019. Innsend verk í keppnina hafa aldrei verið fleiri en verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Tjarnarbíói miðvikudaginn 27. mars. Öll verðlaunuð og viðurkennd verk verða til sýnis í Hafnarhúsinu í kringum HönnunarMars. „Tilnefningum fjölgar töluvert á milli ára og ljóst að mikil gróska og kraftur er í faginu,“ segir Kristín Eva Ólafsdóttir, formaður Félags íslenskra teiknara. „Keppnin nýtur sívaxandi vinsælda og virðingar meðal hönnuða og félagsmanna FÍT, enda skipta tilnefningarnar máli því öll tilnefnd verkefni öðlast þátttökurétt í Evrópuverðlunum fagfélega ADCE (Art Directors Club of Europe).“ Tilnefnt er í 21 flokki og ná þeir yfir helstu undirflokka grafískrar hönnunar. Má þar nefna skjágrafík, vefhönnun, prentverk, hönnun auglýsinga og myndlýsingar. Að auki eru veitt sérstök verðlaun til þess verks sem þótti skara fram úr á meðal allra verðlaunaðra verka. Formenn dómnefnda í ár voru Arnar Ólafsson (skjáhönnun), Atli Hilmarsson (mörkun), Hildur Siguðardóttir (prent) og Hjörvar Harðarsson (auglýsingar).Hönnunarmars Félag íslenskra teiknara stendur fyrir veglegri samsýningu á HönnunarMars sem sýnd verður í porti Listasafns Reykjavíkur-Hafnarhúsi, þriðja árið í röð og hefur viðburðurinn verið einn sá mest sótti yfir hátíðina undanfarin ár. Viðburðurinn markar upphaf HönnunarMars sem verður haldinn 28. til 31. mars. Becky Forsythe verður listrænn stjórnandi sýningar FÍT 2019 í Hafnarhúsinu en hún starfar sem sýningarstjóri og rithöfundur. Félag íslenskra teiknara er félagsskapur grafískra hönnuða og myndhöfunda á Íslandi. Aðalmarkmið FÍT er að efla starfsstéttina, kynna hana út á við og auka samstöðu félagsmanna. Formaður FÍT er Kristín Eva Ólafsdóttir. HönnunarMars Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Alls voru 370 verk innsend til FÍT-verðlaunanna 2019. Innsend verk í keppnina hafa aldrei verið fleiri en verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Tjarnarbíói miðvikudaginn 27. mars. Öll verðlaunuð og viðurkennd verk verða til sýnis í Hafnarhúsinu í kringum HönnunarMars. „Tilnefningum fjölgar töluvert á milli ára og ljóst að mikil gróska og kraftur er í faginu,“ segir Kristín Eva Ólafsdóttir, formaður Félags íslenskra teiknara. „Keppnin nýtur sívaxandi vinsælda og virðingar meðal hönnuða og félagsmanna FÍT, enda skipta tilnefningarnar máli því öll tilnefnd verkefni öðlast þátttökurétt í Evrópuverðlunum fagfélega ADCE (Art Directors Club of Europe).“ Tilnefnt er í 21 flokki og ná þeir yfir helstu undirflokka grafískrar hönnunar. Má þar nefna skjágrafík, vefhönnun, prentverk, hönnun auglýsinga og myndlýsingar. Að auki eru veitt sérstök verðlaun til þess verks sem þótti skara fram úr á meðal allra verðlaunaðra verka. Formenn dómnefnda í ár voru Arnar Ólafsson (skjáhönnun), Atli Hilmarsson (mörkun), Hildur Siguðardóttir (prent) og Hjörvar Harðarsson (auglýsingar).Hönnunarmars Félag íslenskra teiknara stendur fyrir veglegri samsýningu á HönnunarMars sem sýnd verður í porti Listasafns Reykjavíkur-Hafnarhúsi, þriðja árið í röð og hefur viðburðurinn verið einn sá mest sótti yfir hátíðina undanfarin ár. Viðburðurinn markar upphaf HönnunarMars sem verður haldinn 28. til 31. mars. Becky Forsythe verður listrænn stjórnandi sýningar FÍT 2019 í Hafnarhúsinu en hún starfar sem sýningarstjóri og rithöfundur. Félag íslenskra teiknara er félagsskapur grafískra hönnuða og myndhöfunda á Íslandi. Aðalmarkmið FÍT er að efla starfsstéttina, kynna hana út á við og auka samstöðu félagsmanna. Formaður FÍT er Kristín Eva Ólafsdóttir.
HönnunarMars Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira