Viðskipti innlent

Sjö af stærstu lífeyrissjóðum landsins tóku ekki þátt í skuldabréfaútboðinu

Birgir Olgeirsson skrifar
Skúli segir að rætt verði við alla líklega fjárfesta til að koma inn sem hluthafa, þar á meðal lífeyrissjóði.
Skúli segir að rætt verði við alla líklega fjárfesta til að koma inn sem hluthafa, þar á meðal lífeyrissjóði. Vísir/EPA
Sjö af stærstu lífeyrissjóðum landsins tóku ekki þátt í skuldabréfaútboði WOW air síðastliðið haust. Vísir sendi fyrirspurn á nokkra af stærstu lífeyrissjóðunum hvort að þeir hefðu tekið þátt í skuldabréfaútboði WOW og hve stór hlutur sjóðanna hefði verið.

Fyrirspurnir voru sendar á sjö sjóði sem allir sögðust ekki hafa tekið þátt í skuldabréfaútboðinu en þeir eru lífeyrissjóðurinn Festa, LSR, Frjálsi, Lífeyrissjóður Verzlunarmanna, Birta, Almenni lífeyrissjóðurinn og Gildi.

Skúli sagði við fréttastofu fyrr í dag að WOW væri í viðræðum við fjölda fjárfesta og sé með nokkra öfluga ráðgjafa sem vinna hörðum höndum að því.

Sagði Skúli að viðræður stæðu yfir við innlenda og erlenda fjárfesta, stóra sem og einstaka. Spurður hvort að WOW stæði í viðræðum við lífeyrissjóði sagði Skúli að rætt væri við alla líklega fjárfesta, þar með talið lífeyrissjóði.

„Að sjálfsögðu myndum við ræða við þá,“ sagði Skúli.

Kröfuhafar samþykktu í dag að breyta skuldum sínum í hlutafé í WOW sem telur 49 prósent. Til sendur að bjóða 51 prósenta hlut til sölu og hefur verið rætt um að sá hlutur fáist fyrir fimm milljarða króna.

Skúli sagði þá tölu rétta og ætti að geta tryggt að félagið hafi góðar framtíðarhorfur. 


Tengdar fréttir

Skúli bjartsýnn á framhaldið

Það var gott hljóð í Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW air, þegar fréttastofan náði tali af honum í höfuðstöðvum WOW air nú á þriðja tímanum í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×