Herinn gefst upp á Bouteflika Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2019 16:45 Gaid Salah, yfirmaður herafla Alsír. AP/Anis Belghoul Gaid Salah, yfirmaður herafla Alsír, segir að beita þurfi 102. grein stjórnarskrár landsins til að koma forsetanum Abdelaziz Bouteflika frá völdum. Sú grein fjallar um hvað grípa skuli til bragðs ef forseti landsins er ófær um að sinna skyldum sínum. Undanfarnar vikur hafa fjölmenn mótmæli átt sér stað víða um landið þar sem Bouteflika og stjórn hans var mótmælt. Mótmælin blossuðu upp eftir að hinn 82 ára forseti tilkynnti að hann myndi sækjast eftir endurkjöri í kosningunum sem fram fara 18. apríl. Bouteflika hefur gegnt embætti forseta Alsírs frá árinu 1999 og er alkunna að hann er mjög heilsuveill. Hann hlaut heilablóðfall árið 2013 og hélt hélt síðast opinbert ávarp árið 2014 þegar hann þakkaði stuðningsmönnum sínum fyrir endurkjörið. Hann tilkynnti í síðasta mánuði að hann myndi ekki bjóða sig fram aftur. Mótmælin hafa þrátt fyrir það haldið áfram. Stjórnarandstaðan í landinu, sem hefur verið sundruð um árabil, heldur því fram að Bouteflika sé ekki í neinu standi til að stýra landinu og sé hann frekar orðinn strengjabrúða fámennrar valdaklíku í landinu. Beiting 102. greinar stjórnarskrárinnar felur í sér að stjórnarskrárráð Alsír þarf að koma saman og lýsa því yfir að forsetinn get ekki sinnt skyldum sínum. Þingið þarf einnig að lýsa því yfir og forseti efri þingdeildar Alsír verður forseti í 45 daga. Geti forsetinn ekki enn sinnt skyldum sínum verður að boða til kosninga innan annarra 45 daga. Þetta yrði því 90 daga ferli í heildina. Salah sagði að þetta væri besta lausnin í stöðunni. Hingað til hefur herinn stutt við bakið á forsetanum og þá sérstaklega Salah. Hann er sagður vera hornsteinn í grunni ráðandi stétta í Alsír. Til marks um það bendir BBC á að mótmælendur hafi verið að kalla eftir því að Salah láti sig líka hverfa. Alsír Tengdar fréttir Bouteflika situr áfram en lofar að sitja ekki út kjörtímabilið Alsíringar hafa undanfarið mótmælt því að forseti landsins, hinn 82 ára gamli Abdelaziz Bouteflika, ætli sér að sitja eitt kjörtímabil enn. 4. mars 2019 08:00 Bouteflika stígur til hliðar Abdelaziz Bouteflika, forseti Alsír, er hættur við að gefa aftur kost á sér. 11. mars 2019 19:02 Dómarar snúa baki við hinum heilsuveila Bouteflika Á annað þúsund alsírskra dómara segjast ekki ætla að taka þátt í eftirliti með fyrirhuguðum kosningum í landinu, bjóði forsetinn Abdelaziz Bouteflika sig fram til endurkjörs. 11. mars 2019 11:25 Forseti Alsír snúinn heim þar sem mótmæli bíða hans Abdelaziz Bouteflika, forseti Alsír, sem gefið hefur út að þrátt fyrir heilsuvandamál sín ætli hann að gefa kost á sér í komandi forsetakosningu, er kominn aftur til landsins. 10. mars 2019 19:36 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Gaid Salah, yfirmaður herafla Alsír, segir að beita þurfi 102. grein stjórnarskrár landsins til að koma forsetanum Abdelaziz Bouteflika frá völdum. Sú grein fjallar um hvað grípa skuli til bragðs ef forseti landsins er ófær um að sinna skyldum sínum. Undanfarnar vikur hafa fjölmenn mótmæli átt sér stað víða um landið þar sem Bouteflika og stjórn hans var mótmælt. Mótmælin blossuðu upp eftir að hinn 82 ára forseti tilkynnti að hann myndi sækjast eftir endurkjöri í kosningunum sem fram fara 18. apríl. Bouteflika hefur gegnt embætti forseta Alsírs frá árinu 1999 og er alkunna að hann er mjög heilsuveill. Hann hlaut heilablóðfall árið 2013 og hélt hélt síðast opinbert ávarp árið 2014 þegar hann þakkaði stuðningsmönnum sínum fyrir endurkjörið. Hann tilkynnti í síðasta mánuði að hann myndi ekki bjóða sig fram aftur. Mótmælin hafa þrátt fyrir það haldið áfram. Stjórnarandstaðan í landinu, sem hefur verið sundruð um árabil, heldur því fram að Bouteflika sé ekki í neinu standi til að stýra landinu og sé hann frekar orðinn strengjabrúða fámennrar valdaklíku í landinu. Beiting 102. greinar stjórnarskrárinnar felur í sér að stjórnarskrárráð Alsír þarf að koma saman og lýsa því yfir að forsetinn get ekki sinnt skyldum sínum. Þingið þarf einnig að lýsa því yfir og forseti efri þingdeildar Alsír verður forseti í 45 daga. Geti forsetinn ekki enn sinnt skyldum sínum verður að boða til kosninga innan annarra 45 daga. Þetta yrði því 90 daga ferli í heildina. Salah sagði að þetta væri besta lausnin í stöðunni. Hingað til hefur herinn stutt við bakið á forsetanum og þá sérstaklega Salah. Hann er sagður vera hornsteinn í grunni ráðandi stétta í Alsír. Til marks um það bendir BBC á að mótmælendur hafi verið að kalla eftir því að Salah láti sig líka hverfa.
Alsír Tengdar fréttir Bouteflika situr áfram en lofar að sitja ekki út kjörtímabilið Alsíringar hafa undanfarið mótmælt því að forseti landsins, hinn 82 ára gamli Abdelaziz Bouteflika, ætli sér að sitja eitt kjörtímabil enn. 4. mars 2019 08:00 Bouteflika stígur til hliðar Abdelaziz Bouteflika, forseti Alsír, er hættur við að gefa aftur kost á sér. 11. mars 2019 19:02 Dómarar snúa baki við hinum heilsuveila Bouteflika Á annað þúsund alsírskra dómara segjast ekki ætla að taka þátt í eftirliti með fyrirhuguðum kosningum í landinu, bjóði forsetinn Abdelaziz Bouteflika sig fram til endurkjörs. 11. mars 2019 11:25 Forseti Alsír snúinn heim þar sem mótmæli bíða hans Abdelaziz Bouteflika, forseti Alsír, sem gefið hefur út að þrátt fyrir heilsuvandamál sín ætli hann að gefa kost á sér í komandi forsetakosningu, er kominn aftur til landsins. 10. mars 2019 19:36 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Bouteflika situr áfram en lofar að sitja ekki út kjörtímabilið Alsíringar hafa undanfarið mótmælt því að forseti landsins, hinn 82 ára gamli Abdelaziz Bouteflika, ætli sér að sitja eitt kjörtímabil enn. 4. mars 2019 08:00
Bouteflika stígur til hliðar Abdelaziz Bouteflika, forseti Alsír, er hættur við að gefa aftur kost á sér. 11. mars 2019 19:02
Dómarar snúa baki við hinum heilsuveila Bouteflika Á annað þúsund alsírskra dómara segjast ekki ætla að taka þátt í eftirliti með fyrirhuguðum kosningum í landinu, bjóði forsetinn Abdelaziz Bouteflika sig fram til endurkjörs. 11. mars 2019 11:25
Forseti Alsír snúinn heim þar sem mótmæli bíða hans Abdelaziz Bouteflika, forseti Alsír, sem gefið hefur út að þrátt fyrir heilsuvandamál sín ætli hann að gefa kost á sér í komandi forsetakosningu, er kominn aftur til landsins. 10. mars 2019 19:36