Skúli um Indigo Partners: „Ég ber gríðarlega virðingu fyrir þeim“ Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 26. mars 2019 17:13 Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, segist bera mikla virðingu fyrir Indigo Partners. fréttablaðið/anton brink Skúli Mogensen, fostjóri WOW air, vill ekki tjá sig um það hvort að bandaríska fjárfestingafélagið Indigo Partners sé komið aftur að borðinu sem mögulegur fjárfestir í flugfélaginu. Heimildir Vísis herma þó að ljóst sé að Indigo Partners sé á lista yfir þá fjárfesta sem nú sé haft samband við enda sé staða WOW air í dag nokkuð breytt frá því sem var í síðustu viku þegar bandaríska fjárfestingafélagið sleit viðræðum. Viðræðurnar höfðu staðið frá því í desember. Þannig er Skúli ekki lengur eini eigandi WOW air þar sem kröfuhafar hafa tekið félagið yfir eftir að skuldabréfaeigendur samþykktu að breyta skuldum WOW í hlutafé. Þá er skuldastaða félagsins einnig breytt eftir að kröfuhafar samþykktu þessa breytingu en komið hefur fram að slæm skuldastaða WOW air hafi verið ástæða þess að viðræðum við Indigo Partners var slitið. Aðspurður hvort að honum finnist Indigo Partners hafa svikið segir hann svo alls ekki vera. „Nei, alls ekki. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir þeim og þetta er tvímælalaust einn öflugasti fjárfestir í flugheiminum sem hefur náð frábærum árangri. Við lærðum mjög mikið af þessari vegferð sem nýtist okkur í framtíðinni,“ segir Skúli. Fjallað var um það í fréttaskýringu á Kjarnanum í gær að Bill Franke, eigandi Indigo Partners, hafi aldrei ætlað sér að kaupa WOW air heldur hafi hann verið að nýta tímann til þess að tryggja sér lendingarleyfi félagsins á Gatwick-flugvelli. Spurður út í þetta og hvort að ekkert óeðlilegt hafi verið við söluna á stæðunum til Indigo segir Skúli þetta annan misskilning sem sýni hvað fólk setji sig lítið inn í málin. „Þessi Gatwick-slott fóru í almenn útboð þar sem við sendum út útboðsgögn á fjölda flugfélaga og það var þegar ákveðið hverjum við myndum selja slottin. Wizz Air keypti tvö af fjórum slottum frá okkur þannig að Indigo kom ekkert nálægt þessu,“ segir Skúli en rétt er að geta þess að Wizz Air er að stærstum hluta í eigu Indigo Partners. Vísir hefur sent upplýsingafulltrúa Indigo Partners fyrirspurn varðandi mögulegar viðræður við WOW air nú. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Fundi aftur frestað vegna WOW air Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA vegna stöðunnar hjá WOW air. 26. mars 2019 11:07 Skúli bjartsýnn á framhaldið Það var gott hljóð í Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW air, þegar fréttastofan náði tali af honum í höfuðstöðvum WOW air nú á þriðja tímanum í dag. 26. mars 2019 14:59 Kröfuhafi í WOW hefur mikla trú á félaginu Forstjóri Airport Associates segist styðja Skúla áfram sem forstjóra. 26. mars 2019 13:45 Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Viðskipti innlent „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Neytendur Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Sjá meira
Skúli Mogensen, fostjóri WOW air, vill ekki tjá sig um það hvort að bandaríska fjárfestingafélagið Indigo Partners sé komið aftur að borðinu sem mögulegur fjárfestir í flugfélaginu. Heimildir Vísis herma þó að ljóst sé að Indigo Partners sé á lista yfir þá fjárfesta sem nú sé haft samband við enda sé staða WOW air í dag nokkuð breytt frá því sem var í síðustu viku þegar bandaríska fjárfestingafélagið sleit viðræðum. Viðræðurnar höfðu staðið frá því í desember. Þannig er Skúli ekki lengur eini eigandi WOW air þar sem kröfuhafar hafa tekið félagið yfir eftir að skuldabréfaeigendur samþykktu að breyta skuldum WOW í hlutafé. Þá er skuldastaða félagsins einnig breytt eftir að kröfuhafar samþykktu þessa breytingu en komið hefur fram að slæm skuldastaða WOW air hafi verið ástæða þess að viðræðum við Indigo Partners var slitið. Aðspurður hvort að honum finnist Indigo Partners hafa svikið segir hann svo alls ekki vera. „Nei, alls ekki. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir þeim og þetta er tvímælalaust einn öflugasti fjárfestir í flugheiminum sem hefur náð frábærum árangri. Við lærðum mjög mikið af þessari vegferð sem nýtist okkur í framtíðinni,“ segir Skúli. Fjallað var um það í fréttaskýringu á Kjarnanum í gær að Bill Franke, eigandi Indigo Partners, hafi aldrei ætlað sér að kaupa WOW air heldur hafi hann verið að nýta tímann til þess að tryggja sér lendingarleyfi félagsins á Gatwick-flugvelli. Spurður út í þetta og hvort að ekkert óeðlilegt hafi verið við söluna á stæðunum til Indigo segir Skúli þetta annan misskilning sem sýni hvað fólk setji sig lítið inn í málin. „Þessi Gatwick-slott fóru í almenn útboð þar sem við sendum út útboðsgögn á fjölda flugfélaga og það var þegar ákveðið hverjum við myndum selja slottin. Wizz Air keypti tvö af fjórum slottum frá okkur þannig að Indigo kom ekkert nálægt þessu,“ segir Skúli en rétt er að geta þess að Wizz Air er að stærstum hluta í eigu Indigo Partners. Vísir hefur sent upplýsingafulltrúa Indigo Partners fyrirspurn varðandi mögulegar viðræður við WOW air nú.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Fundi aftur frestað vegna WOW air Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA vegna stöðunnar hjá WOW air. 26. mars 2019 11:07 Skúli bjartsýnn á framhaldið Það var gott hljóð í Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW air, þegar fréttastofan náði tali af honum í höfuðstöðvum WOW air nú á þriðja tímanum í dag. 26. mars 2019 14:59 Kröfuhafi í WOW hefur mikla trú á félaginu Forstjóri Airport Associates segist styðja Skúla áfram sem forstjóra. 26. mars 2019 13:45 Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Viðskipti innlent „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Neytendur Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Sjá meira
Fundi aftur frestað vegna WOW air Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA vegna stöðunnar hjá WOW air. 26. mars 2019 11:07
Skúli bjartsýnn á framhaldið Það var gott hljóð í Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW air, þegar fréttastofan náði tali af honum í höfuðstöðvum WOW air nú á þriðja tímanum í dag. 26. mars 2019 14:59
Kröfuhafi í WOW hefur mikla trú á félaginu Forstjóri Airport Associates segist styðja Skúla áfram sem forstjóra. 26. mars 2019 13:45