Capital Management tapaði 203 milljónum króna fyrir skatta á síðasta ári, að því er fram kemur í lýsingu sem móðurfélagið, Kvika banki, gaf út í gær vegna skráningar fjárfestingarbankans á aðallista Kauphallarinnar.
Til samanburðar hagnaðist verðbréfafyrirtækið um 626 milljónir króna árið 2017.
Heildartekjur GAMMA voru 1.443 milljónir króna á síðasta ári og drógust saman um ríflega 36 prósent frá fyrra ári þegar þær voru samanlagt 2.264 milljónir króna.
Þá kemur fram í lýsingunni að eignir í stýringu GAMMA hafi numið 135 milljörðum króna í lok síðasta árs en þær voru tæpir 139 milljarðar króna í lok árs 2017.
Kvika banki og hluthafar GAMMA skrifuðu sem kunnugt er undir samning um viðskiptin í nóvember í fyrra og lá samþykki hluthafa bankans og viðeigandi eftirlitsstofnana fyrir 6. mars síðastliðinn.
Samanlagðar eignir í stýringu hjá Kviku og rekstrarfélögum í eigu bankans verða um 400 milljarðar króna í kjölfar kaupanna á GAMMA.
Eins og fram kemur í lýsingunni er kaupverðið á GAMMA tæplega 2,6 milljarðar króna miðað við bókfært virði árangurstengdra þóknana hjá verðbréfafyrirtækinu í lok síðasta árs en verðið getur breyst til hækkunar eða lækkunar eftir því hvernig rekstur og verðmæti fyrirtækisins þróast á næstu misserum.
Gert er ráð fyrir að áhrif kaupanna á afkomu Kviku fyrir skatta verði um 300 til 400 milljónir króna á ársgrundvelli.
GAMMA tapaði 203 milljónum í fyrra

Tengdar fréttir

Með 15 til 20 prósenta hlutdeild á markaði fyrir eignastýringu
Í kjölfar kaupa Kviku banka á GAMMA Capital Management verður sameinað félag með 15 til 20 prósenta hlutdeild, eða áþekka hlutdeild og samstæða Landsbankans, á eignastýringarmarkaði.

Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Kviku á Gamma
Kaupin enn háð samþykki breska fjármálaeftirlitsins.