Forstjóri Icelandair Group segir fásinnu að tala um ríkisábyrgð Kristinn Ingi Jónsson skrifar 27. mars 2019 06:00 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir það fásinnu að tala um ríkisábyrgð í samhengi við lán sem Landsbankinn veitti flugfélaginu nýverið. Bæði erlendir og innlendir fjármögnunaraðilar hafi sóst eftir viðskiptum við félagið enda séu góðar tryggingar fyrir hendi og fjárhagsstaða félagsins sé sterk. Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, vakti athygli á því í viðtölum við fjölmiðla í gær að í sögulegu samhengi hefði Icelandair fengið „miklar ívilnanir og fyrirgreiðslur með margvíslegum hætti“ frá ríkinu, nú síðast fyrr í mánuðinum þegar Landsbankinn hefði lánað félaginu hátt í tíu milljarða króna „á kostakjörum“. Þó svo að ríkið teldi ekki rétt að fjárfesta með beinum hætti í flugrekstri væri öllum ljóst að ríkið kæmi að slíkum rekstri á ýmsan máta. Bogi Nils bendir á að Landsbankinn og Icelandair Group hafi átt í áratuga viðskiptasambandi og að bankinn hafi um árabil leitað eftir því að auka þau viðskipti, ekki síst á sviði langtímalána. „Um nokkurra mánaða skeið hefur Icelandair Group unnið að endurfjármögnun á hluta af skuldum félagsins og hafði félagið marga kosti í þeim efnum enda efnahagsreikningur félagsins mjög sterkur og svo til allar flugvélar félagsins óveðsettar,“ nefnir hann. Margir hafi sóst eftir viðskiptunum og niðurstaðan hafi verið sú að ganga til samninga við Landsbankann.Landsbankinn veitti Icelandair hátt í 10 milljarða lán á dögunum, á kostakjörum að sögn forstjóra WOW air.vísir/vilhelm„Það er því fásinna að tala um ríkisábyrgð eða ríkisaðstoð í þessu samhengi,“ segir hann. Bogi Nils segist vonast til þess að endurskipulagning WOW air gangi eftir og að flugfélagið bjargi sér í gegnum þá erfiðleika sem það glími við. Hins vegar hljómi þau viðskipti sem um sé rætt óneitanlega einkennilega. „Af fréttum að dæma er fyrirtækið ekki gjaldfært og eigið fé verulega neikvætt. Það segir sig því sjálft að ótryggðar kröfur á félagið eru verðlausar. Að þeir sem leggja nýtt áhættufjármagn til félagsins á þessum tímapunkti eignist það ekki að fullu er erfitt að skilja,“ nefnir hann. Það sé jafnframt mun ódýrara að stofna nýtt flugfélag frá grunni með þennan fjölda leiguvéla sem talað sé um en nemur þeirri fjárhæð sem fréttir segja að félagið vanti. „Að mínu mati væri því mun skynsamlegra að stofna nýtt félag fyrir mun lægri fjárhæð og eiga það að fullu,“ segir Bogi Nils. Hann segist auk þess hafa áhyggjur af viðskiptalíkani WOW air. Ísland sé mjög dýrt land fyrir fyrirtækjarekstur. Keflavíkurflugvöllur sé auk þess einn dýrasti flugvöllur Evrópu og eðli málsins samkvæmt sé helmingur lendinga og flugtaka héðan. Jafnframt sé mikil stærðarhagkvæmni í flugrekstri. Alþjóðlegu lággjaldaflugfélögin sem séu í góðum rekstri séu flest með nokkur hundruð flugvéla. „Ég tel því að það sé mjög erfitt að reka lítið lággjaldaflugfélag frá Íslandi svo ekki sé minnst á svokölluð últra-lággjaldaflugfélög sem einhvers staðar hefur verið talað um í þessu samhengi. Þetta er frekar einfalt: Til lengri tíma verða tekjurnar að vera hærri en kostnaðurinn. En ég ítreka að ég vona að WOW air takist að leysa sín vandamál og verði í rekstri áfram,“ segir forstjóri Icelandair Group. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Íslenskir bankar Tengdar fréttir Óvíst með áformað útboð Icelandair Forstjóri Icelandair Group segir að eins og staðan sé núna líti tilboðin í Icelandair Hotels ágætlega út. 13. mars 2019 06:15 Greinendur spá að Icelandair verði rekið með sex milljarða tapi Icelandair Group mun birta afkomu sína á fimmtudag. 6. febrúar 2019 07:15 WOW air falast eftir ríkisábyrgð Settu fram hugmyndir um ríkisábyrgð á láni frá Arion. Ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Þreifingar á milli WOW air og Icelandair. Þarf ávallt að vera með eina vél tiltæka sem tryggingu vegna skuldar við Isavia. 20. mars 2019 06:15 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir það fásinnu að tala um ríkisábyrgð í samhengi við lán sem Landsbankinn veitti flugfélaginu nýverið. Bæði erlendir og innlendir fjármögnunaraðilar hafi sóst eftir viðskiptum við félagið enda séu góðar tryggingar fyrir hendi og fjárhagsstaða félagsins sé sterk. Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, vakti athygli á því í viðtölum við fjölmiðla í gær að í sögulegu samhengi hefði Icelandair fengið „miklar ívilnanir og fyrirgreiðslur með margvíslegum hætti“ frá ríkinu, nú síðast fyrr í mánuðinum þegar Landsbankinn hefði lánað félaginu hátt í tíu milljarða króna „á kostakjörum“. Þó svo að ríkið teldi ekki rétt að fjárfesta með beinum hætti í flugrekstri væri öllum ljóst að ríkið kæmi að slíkum rekstri á ýmsan máta. Bogi Nils bendir á að Landsbankinn og Icelandair Group hafi átt í áratuga viðskiptasambandi og að bankinn hafi um árabil leitað eftir því að auka þau viðskipti, ekki síst á sviði langtímalána. „Um nokkurra mánaða skeið hefur Icelandair Group unnið að endurfjármögnun á hluta af skuldum félagsins og hafði félagið marga kosti í þeim efnum enda efnahagsreikningur félagsins mjög sterkur og svo til allar flugvélar félagsins óveðsettar,“ nefnir hann. Margir hafi sóst eftir viðskiptunum og niðurstaðan hafi verið sú að ganga til samninga við Landsbankann.Landsbankinn veitti Icelandair hátt í 10 milljarða lán á dögunum, á kostakjörum að sögn forstjóra WOW air.vísir/vilhelm„Það er því fásinna að tala um ríkisábyrgð eða ríkisaðstoð í þessu samhengi,“ segir hann. Bogi Nils segist vonast til þess að endurskipulagning WOW air gangi eftir og að flugfélagið bjargi sér í gegnum þá erfiðleika sem það glími við. Hins vegar hljómi þau viðskipti sem um sé rætt óneitanlega einkennilega. „Af fréttum að dæma er fyrirtækið ekki gjaldfært og eigið fé verulega neikvætt. Það segir sig því sjálft að ótryggðar kröfur á félagið eru verðlausar. Að þeir sem leggja nýtt áhættufjármagn til félagsins á þessum tímapunkti eignist það ekki að fullu er erfitt að skilja,“ nefnir hann. Það sé jafnframt mun ódýrara að stofna nýtt flugfélag frá grunni með þennan fjölda leiguvéla sem talað sé um en nemur þeirri fjárhæð sem fréttir segja að félagið vanti. „Að mínu mati væri því mun skynsamlegra að stofna nýtt félag fyrir mun lægri fjárhæð og eiga það að fullu,“ segir Bogi Nils. Hann segist auk þess hafa áhyggjur af viðskiptalíkani WOW air. Ísland sé mjög dýrt land fyrir fyrirtækjarekstur. Keflavíkurflugvöllur sé auk þess einn dýrasti flugvöllur Evrópu og eðli málsins samkvæmt sé helmingur lendinga og flugtaka héðan. Jafnframt sé mikil stærðarhagkvæmni í flugrekstri. Alþjóðlegu lággjaldaflugfélögin sem séu í góðum rekstri séu flest með nokkur hundruð flugvéla. „Ég tel því að það sé mjög erfitt að reka lítið lággjaldaflugfélag frá Íslandi svo ekki sé minnst á svokölluð últra-lággjaldaflugfélög sem einhvers staðar hefur verið talað um í þessu samhengi. Þetta er frekar einfalt: Til lengri tíma verða tekjurnar að vera hærri en kostnaðurinn. En ég ítreka að ég vona að WOW air takist að leysa sín vandamál og verði í rekstri áfram,“ segir forstjóri Icelandair Group.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Íslenskir bankar Tengdar fréttir Óvíst með áformað útboð Icelandair Forstjóri Icelandair Group segir að eins og staðan sé núna líti tilboðin í Icelandair Hotels ágætlega út. 13. mars 2019 06:15 Greinendur spá að Icelandair verði rekið með sex milljarða tapi Icelandair Group mun birta afkomu sína á fimmtudag. 6. febrúar 2019 07:15 WOW air falast eftir ríkisábyrgð Settu fram hugmyndir um ríkisábyrgð á láni frá Arion. Ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Þreifingar á milli WOW air og Icelandair. Þarf ávallt að vera með eina vél tiltæka sem tryggingu vegna skuldar við Isavia. 20. mars 2019 06:15 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Óvíst með áformað útboð Icelandair Forstjóri Icelandair Group segir að eins og staðan sé núna líti tilboðin í Icelandair Hotels ágætlega út. 13. mars 2019 06:15
Greinendur spá að Icelandair verði rekið með sex milljarða tapi Icelandair Group mun birta afkomu sína á fimmtudag. 6. febrúar 2019 07:15
WOW air falast eftir ríkisábyrgð Settu fram hugmyndir um ríkisábyrgð á láni frá Arion. Ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Þreifingar á milli WOW air og Icelandair. Þarf ávallt að vera með eina vél tiltæka sem tryggingu vegna skuldar við Isavia. 20. mars 2019 06:15