Ríkjum Evrópusambandsins verður gert skylt að deila gögnum sín á milli um netöryggisógnir við uppbyggingu 5G-farsímanetkerfis og þannig móta stefnu í hvernig á að takast á við slíkar ógnir fyrir lok árs. Þetta sagði í tilkynningu frá framkvæmdastjórn ESB í gær.
Með þessari stefnu hefur framkvæmdastjórnin ákveðið að verða ekki við kröfu Bandaríkjamanna um að meina kínverska tæknirisanum Huawei að koma að uppbyggingunni.
Lengi hafa bandarískar öryggisstofnanir rætt um að Huawei stundi njósnir fyrir kínversk yfirvöld en því hefur Huawei alla tíð neitað.
Kínverska fyrirtækið fagnaði ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB í gær. Í tilkynningu frá Abraham Liu, tengilið Huawei við ESB, sagði að stefnan væri hlutlaus og að Huawei hefði fullan skilning á áhyggjum Evrópuríkja.
„Huawei hlakkar til samvinnunnar við að koma upp rammaáætlun um netöryggi. Við erum staðráðin í því að vinna með öllum viðeigandi aðilum að 5G-uppbyggingu í Evrópu.
