Segir að Liverpool sé meira lið en Manchester City og Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2019 13:30 Virgil Van Dijk fer fyrir liði Liverpool. getty/Andrew Powell Louis van Gaal, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, hefur trú á Liverpool í Meistaradeildinni og er mjög hrifinn af liðsheildinni hjá Jürgen Klopp þó að hann sé enginn sérstakur aðdáandi fótboltans sem Liverpool liðið spilar. Van Gaal ræddi marga hluti í viðtali við breska ríkisútvarpið og þar á meðal kom hann inn á hvaða lið hann telji að sé það sigurstranglegasta í Meistaradeildinni í ár. Sigurstrangleg lið eins og Paris Saint-Germain og Real Madrid eru úr leik og Atletico Madrid og Bayern München eru tvö önnur öflug lið sem eru úr leik. England á helming liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Margir telja að baráttan standi á milli liða eins og Manchester City, Barcelona, Liverpool eða Juventus en ekki má heldur gleyma liði Manchester United undir stjórn Ole Gunnar Solskjær. Flestir spá þó Lionel Messi og félögum í Barcelona sigri í Meistaradeildinni í byrjun júní.HITC: Louis van Gaal gives verdict on who is better, Liverpool or Barcelona https://t.co/1NYE8yWR73#lfc#ynwapic.twitter.com/ZHPZM2QPd6 — Liverpool News 365 (@iLiverpoolApp) March 27, 2019Louis van Gaal er hins vegar ekki einn af þeim. Að hans mati er Barcelona ekki sigurstranglegasta liðið af þeim átta sem eru eftir í Meistaradeildinni. Í viðtalinu við BBC segir Van Gaal að Manchester City sé betra lið en Barcelona og að Liverpool sé síðan betra en þau bæði. „Fólk heldur að Barcelona sé með besta liðið en svo er ekki. Manchester City og Liverpool eru meira lið en Barcelona og Liverpool er síðan meira lið en City,“ sagði Louis van Gaal.Liverpool are better than Man City, and both are better than Barcelona – Van Gaal https://t.co/9N07VJ4rEypic.twitter.com/MdjWGHDAym — Goal Nigeria (@GoalcomNigeria) March 26, 2019 Louis van Gaal ýjar síðan að því að Liverpool vinni Meistaradeildina í ár en segist aftur á móti vona að Manchester City vinni hana. „Besta liðið á að vinna en ég vona að Manchester City vinni þetta því þeir spila besta fótboltann,“ sagði Van Gaal. Liverpool mætir Porto frá Portúgal í átta liða úrslitunum Meistaradeildarinnar en Manchester City spilar við Tottenham. Barcelona lenti aftur á móti á móti Manchester United og síðasta viðureignin er síðan á milli Ajax og Juventus. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Sjá meira
Louis van Gaal, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, hefur trú á Liverpool í Meistaradeildinni og er mjög hrifinn af liðsheildinni hjá Jürgen Klopp þó að hann sé enginn sérstakur aðdáandi fótboltans sem Liverpool liðið spilar. Van Gaal ræddi marga hluti í viðtali við breska ríkisútvarpið og þar á meðal kom hann inn á hvaða lið hann telji að sé það sigurstranglegasta í Meistaradeildinni í ár. Sigurstrangleg lið eins og Paris Saint-Germain og Real Madrid eru úr leik og Atletico Madrid og Bayern München eru tvö önnur öflug lið sem eru úr leik. England á helming liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Margir telja að baráttan standi á milli liða eins og Manchester City, Barcelona, Liverpool eða Juventus en ekki má heldur gleyma liði Manchester United undir stjórn Ole Gunnar Solskjær. Flestir spá þó Lionel Messi og félögum í Barcelona sigri í Meistaradeildinni í byrjun júní.HITC: Louis van Gaal gives verdict on who is better, Liverpool or Barcelona https://t.co/1NYE8yWR73#lfc#ynwapic.twitter.com/ZHPZM2QPd6 — Liverpool News 365 (@iLiverpoolApp) March 27, 2019Louis van Gaal er hins vegar ekki einn af þeim. Að hans mati er Barcelona ekki sigurstranglegasta liðið af þeim átta sem eru eftir í Meistaradeildinni. Í viðtalinu við BBC segir Van Gaal að Manchester City sé betra lið en Barcelona og að Liverpool sé síðan betra en þau bæði. „Fólk heldur að Barcelona sé með besta liðið en svo er ekki. Manchester City og Liverpool eru meira lið en Barcelona og Liverpool er síðan meira lið en City,“ sagði Louis van Gaal.Liverpool are better than Man City, and both are better than Barcelona – Van Gaal https://t.co/9N07VJ4rEypic.twitter.com/MdjWGHDAym — Goal Nigeria (@GoalcomNigeria) March 26, 2019 Louis van Gaal ýjar síðan að því að Liverpool vinni Meistaradeildina í ár en segist aftur á móti vona að Manchester City vinni hana. „Besta liðið á að vinna en ég vona að Manchester City vinni þetta því þeir spila besta fótboltann,“ sagði Van Gaal. Liverpool mætir Porto frá Portúgal í átta liða úrslitunum Meistaradeildarinnar en Manchester City spilar við Tottenham. Barcelona lenti aftur á móti á móti Manchester United og síðasta viðureignin er síðan á milli Ajax og Juventus.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Sjá meira