Finnst Efling ganga æði langt með tilmælum til ferðamanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. mars 2019 10:41 Þóri Garðarssyni, stjórnarformanni hjá Gray Line Iceland, finnst Efling stéttarfélag ganga æði langt með einblöðungum sem hefur verið dreift í höfuðborginni þar sem þeim tilmælum er beint til ferðamanna að velja aðra samgöngumáta en hópferðabíla vegna verkfallsins sem er á fimmtudag og föstudag. Vísir/Þorbjörn Þóri Garðarssyni, stjórnarformanni hjá Gray Line Iceland, finnst Efling stéttarfélag ganga æði langt með einblöðungum sem hefur verið dreift í höfuðborginni þar sem þeim tilmælum er beint til ferðamanna að velja aðra samgöngumáta en hópferðabíla vegna verkfallsins sem er á fimmtudag og föstudag. „Mér finnst Efling ganga æði langt og í raun og veru jaðrar þetta við stríðsyfirlýsingu gagnvart þeim sem löglega eru að aka þegar Efling er í verkfalli. Það er látið að því liggja að allir séu að stunda lögbrot og það er bara sorglegt þegar menn fara fram með þessum hætti. Það er bara óskiljanlegt og fordæmalaust,“ segir Þórir um einblöðunga sem Efling lét gera þar sem ferðamönnum er ráðlagt að nota aðra samgöngumáta en hópferðabíla. „Ég á varla orð til að lýsa þessu. Þetta er komið út í mjög sérstaka baráttu núna. Þetta er hætt að snúast um að ræða kaup og kjör og að ná árangri og farið að snúast um að reyna að skaða sem mest og það sem er verra, gera lítið úr viðsemjendum.“Líður þér eins og verið sé að gera lítið úr þér?Efling ráðleggur ferðamönnum að velja aðra samgöngumáta vegna verkfallsins á fimmtudag og föstudag.„Já, okkur finnst að með þessum bæklingi og eins og Efling hefur talað, því miður, þá hafa þau verið að tala atvinnurekendur niður. Þau hafa verið að kalla atvinnurekendur nöfnum sem ekki er hægt að hafa eftir og eru ekki boðleg og alls ekki til þess falli að leysa þessa deilu,“ svarar Þórir. Gray Line, ferðaskrifstofa og hópferðafyrirtæki, hefur lokað fyrir bókanir í dagsferðir á fimmtudag og föstudag en Þórir segist ætla, líkt og síðasta föstudag, ætla að fara nokkrar ferðir á Keflavíkurflugvöll. Verkfallið nær til 80 starfsmanna fyrirtækisins og þá verður ferðaskrifstofan, sem rekin er á sömu kennitölu, einnig lokuð á fimmtudag og föstudag. Aðspurður hvort það séu margir sem séu utan félaga hjá fyrirtækinu svarar Þórir: „Við erum með nokkra starfsmenn sem eru utan Eflingar og VR sem ganga bara í sín störf en við erum ekki að kalla inn aukastarfsmenn úr öðru félagi til að taka aukavaktir á þessum dögum.“Þið gerið það ekki?„Nei, við ákváðum strax að taka mjúku leiðina á þetta og við fáum það svona snyrtilega til baka aftur,“ segir Þórir.Viðar Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri Eflingar, segist vera ánægður með að auglýsingin hafi vakið athygli. Það hafi einmitt verið ætlunin.Vísir/VilhelmTúlkunin grundvallist á lögum og siðferði Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, er ánægður með að gulu miðarnir séu að vekja athygli. Það hafi verið tilgangurinn með auglýsingunni. „Við viljum bara axla ábyrgð á því að ferðamenn séu rétt upplýstir um það sem er í vændum núna á fimmtudag og föstudag,“ segir Viðar. Forsvarsmenn Eflingar ætlist til þess að hópbifreiðaakstur falli niður með þeirri undantekningu að forstjórar og æðstu yfirmenn geti gengið í störfin. „Við gerum þá kröfu að okkar verkfallsboðun, sem er lögleg og hefur verið rækilega tilkynnt til allra hlutaðeigandi aðila samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, sé virt og það eru okkar skilaboð.“ Viðar segir að túlkun Eflingar á vinnulöggjöfinni hafi alltaf legið fyrir. Hún sé grundvölluð á lögum, hefðum, venjum og siðferðissjónarmiðum. „Við förum með samningsumboð fyrir hópbifreiðaakstur á þessu félagssvæði og þar af leiðir að þegar við förum í verkfallsaðgerðir þá eru þær til þess að verja kjör þeirra sem þar starfa og mér finnst í fyrsta lagi siðlaust og í öðru lagi líka á skjön við vinnulöggjöfina að atvinnurekendur séu að lýsa því yfir að þeir ætli að láta einstaklinga sem eru ranglega skráðir til félags vinna vinnu eins og ekkert hafi í skorist. Mér finnst það líka ábyrgðarlaust í ljósi þess að við erum búin að lýsa því yfir að við munum viðhafa verkfallsvörslu að þessir aðilar séu að láta þau boð út ganga til þá til að mynda væntanlega ferðamanna að þeir geti átt von á óskertri þjónustu á þessum verkfallsdögum.“Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá Viðari Þorsteinssyni klukkan 12:03. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Eina markmið VR að ná samningum fyrir næstu verkföll Formaður VR leyfir sér að vera bjartsýnn og vongóður um framhaldið í kjarabaráttunni. 23. mars 2019 13:45 Atvinnurekendur hafa ekki lagt fram nýjar hugmyndir í kjaraviðræðum Samninganefnd Starfsgreinasambandsins skoðar möguleg verkföll ef viðræðum við atvinnurekendur verður slitið á morgun eins og sambandið hefur hótað að gera. Samtök atvinnulífsins hafa um helgina ekki lagt fram neinar nýjar hugmyndir. 17. mars 2019 18:30 Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00 Erlend fyrirtæki nýta sér verkföllin Erlend hópferðafyrirtæki taka viðskipti frá íslenskum fyrirtækjum með því að bjóðast til að veita þjónustu meðan á verkföllum stendur. 14. mars 2019 08:00 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Sjá meira
Þóri Garðarssyni, stjórnarformanni hjá Gray Line Iceland, finnst Efling stéttarfélag ganga æði langt með einblöðungum sem hefur verið dreift í höfuðborginni þar sem þeim tilmælum er beint til ferðamanna að velja aðra samgöngumáta en hópferðabíla vegna verkfallsins sem er á fimmtudag og föstudag. „Mér finnst Efling ganga æði langt og í raun og veru jaðrar þetta við stríðsyfirlýsingu gagnvart þeim sem löglega eru að aka þegar Efling er í verkfalli. Það er látið að því liggja að allir séu að stunda lögbrot og það er bara sorglegt þegar menn fara fram með þessum hætti. Það er bara óskiljanlegt og fordæmalaust,“ segir Þórir um einblöðunga sem Efling lét gera þar sem ferðamönnum er ráðlagt að nota aðra samgöngumáta en hópferðabíla. „Ég á varla orð til að lýsa þessu. Þetta er komið út í mjög sérstaka baráttu núna. Þetta er hætt að snúast um að ræða kaup og kjör og að ná árangri og farið að snúast um að reyna að skaða sem mest og það sem er verra, gera lítið úr viðsemjendum.“Líður þér eins og verið sé að gera lítið úr þér?Efling ráðleggur ferðamönnum að velja aðra samgöngumáta vegna verkfallsins á fimmtudag og föstudag.„Já, okkur finnst að með þessum bæklingi og eins og Efling hefur talað, því miður, þá hafa þau verið að tala atvinnurekendur niður. Þau hafa verið að kalla atvinnurekendur nöfnum sem ekki er hægt að hafa eftir og eru ekki boðleg og alls ekki til þess falli að leysa þessa deilu,“ svarar Þórir. Gray Line, ferðaskrifstofa og hópferðafyrirtæki, hefur lokað fyrir bókanir í dagsferðir á fimmtudag og föstudag en Þórir segist ætla, líkt og síðasta föstudag, ætla að fara nokkrar ferðir á Keflavíkurflugvöll. Verkfallið nær til 80 starfsmanna fyrirtækisins og þá verður ferðaskrifstofan, sem rekin er á sömu kennitölu, einnig lokuð á fimmtudag og föstudag. Aðspurður hvort það séu margir sem séu utan félaga hjá fyrirtækinu svarar Þórir: „Við erum með nokkra starfsmenn sem eru utan Eflingar og VR sem ganga bara í sín störf en við erum ekki að kalla inn aukastarfsmenn úr öðru félagi til að taka aukavaktir á þessum dögum.“Þið gerið það ekki?„Nei, við ákváðum strax að taka mjúku leiðina á þetta og við fáum það svona snyrtilega til baka aftur,“ segir Þórir.Viðar Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri Eflingar, segist vera ánægður með að auglýsingin hafi vakið athygli. Það hafi einmitt verið ætlunin.Vísir/VilhelmTúlkunin grundvallist á lögum og siðferði Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, er ánægður með að gulu miðarnir séu að vekja athygli. Það hafi verið tilgangurinn með auglýsingunni. „Við viljum bara axla ábyrgð á því að ferðamenn séu rétt upplýstir um það sem er í vændum núna á fimmtudag og föstudag,“ segir Viðar. Forsvarsmenn Eflingar ætlist til þess að hópbifreiðaakstur falli niður með þeirri undantekningu að forstjórar og æðstu yfirmenn geti gengið í störfin. „Við gerum þá kröfu að okkar verkfallsboðun, sem er lögleg og hefur verið rækilega tilkynnt til allra hlutaðeigandi aðila samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, sé virt og það eru okkar skilaboð.“ Viðar segir að túlkun Eflingar á vinnulöggjöfinni hafi alltaf legið fyrir. Hún sé grundvölluð á lögum, hefðum, venjum og siðferðissjónarmiðum. „Við förum með samningsumboð fyrir hópbifreiðaakstur á þessu félagssvæði og þar af leiðir að þegar við förum í verkfallsaðgerðir þá eru þær til þess að verja kjör þeirra sem þar starfa og mér finnst í fyrsta lagi siðlaust og í öðru lagi líka á skjön við vinnulöggjöfina að atvinnurekendur séu að lýsa því yfir að þeir ætli að láta einstaklinga sem eru ranglega skráðir til félags vinna vinnu eins og ekkert hafi í skorist. Mér finnst það líka ábyrgðarlaust í ljósi þess að við erum búin að lýsa því yfir að við munum viðhafa verkfallsvörslu að þessir aðilar séu að láta þau boð út ganga til þá til að mynda væntanlega ferðamanna að þeir geti átt von á óskertri þjónustu á þessum verkfallsdögum.“Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá Viðari Þorsteinssyni klukkan 12:03.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Eina markmið VR að ná samningum fyrir næstu verkföll Formaður VR leyfir sér að vera bjartsýnn og vongóður um framhaldið í kjarabaráttunni. 23. mars 2019 13:45 Atvinnurekendur hafa ekki lagt fram nýjar hugmyndir í kjaraviðræðum Samninganefnd Starfsgreinasambandsins skoðar möguleg verkföll ef viðræðum við atvinnurekendur verður slitið á morgun eins og sambandið hefur hótað að gera. Samtök atvinnulífsins hafa um helgina ekki lagt fram neinar nýjar hugmyndir. 17. mars 2019 18:30 Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00 Erlend fyrirtæki nýta sér verkföllin Erlend hópferðafyrirtæki taka viðskipti frá íslenskum fyrirtækjum með því að bjóðast til að veita þjónustu meðan á verkföllum stendur. 14. mars 2019 08:00 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Sjá meira
Eina markmið VR að ná samningum fyrir næstu verkföll Formaður VR leyfir sér að vera bjartsýnn og vongóður um framhaldið í kjarabaráttunni. 23. mars 2019 13:45
Atvinnurekendur hafa ekki lagt fram nýjar hugmyndir í kjaraviðræðum Samninganefnd Starfsgreinasambandsins skoðar möguleg verkföll ef viðræðum við atvinnurekendur verður slitið á morgun eins og sambandið hefur hótað að gera. Samtök atvinnulífsins hafa um helgina ekki lagt fram neinar nýjar hugmyndir. 17. mars 2019 18:30
Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00
Erlend fyrirtæki nýta sér verkföllin Erlend hópferðafyrirtæki taka viðskipti frá íslenskum fyrirtækjum með því að bjóðast til að veita þjónustu meðan á verkföllum stendur. 14. mars 2019 08:00