Kvöldmaturinn stóð í íbúa Kópaskers í skjálftahrinunni: „Eins og einhver sé að keyra á húsið“ Birgir Olgeirsson skrifar 27. mars 2019 11:30 Frá Kópaskeri. FBL/Pjetur „Kvöldmaturinn stóð í mér,“ segir Guðmundur Magnússon, hafnarvörður á Kópaskeri þegar skjálfti að stærð 3,1 reið yfir klukkan hálfníu í gærkvöldi. Guðmundur og kona hans Rannveig Halldórsdóttir voru nýkomin heim eftir vinnu og sátu fyrir framan sjónvarpið þar sem þau snæddu kvöldverð. Guðmundur lýsir því að þau hjónin hafi fundið fyrir þremur skjálftum um hálfníu leytið. Fyrst kom undanfarinn, svo mikill skellur og síðan minni eftirskjálfti. „Skáparnir byrjuðu að glamra við hliðina á okkur og svo kom höggið. Þetta er eins og einhver sé að keyra á húsið hjá manni. Það kom svona smá hvinur og svo dynkur. Svo titrar allt á eftir,“ segir Guðmundur. Skjálftahrina hefur staðið yfir í Öxarfirði suðvestur af Kópaskeri frá laugardegi. Tæplega 500 skjálftar hafa mælst í þessari hrinu í heildina en bara eftir miðnætti bættust 200 skjálftar við.Upptök hrinunnar hafa veriði Öxafirði, suðvestur af Kópaskeri.map.isTveir hafa mælst af stærðinni 3,1, annar um hálfníu gærkvöld og hinn á fjórða tímanum í nótt. Guðmundur segir það misjafnt hvort að íbúar finni fyrir skjálftunum. Þeir þurfa oftast að vera í kringum 2 að stærð og verða flestir varir við þá ef þeir eru ekki í miklum atgangi. Skjálfti af stærð 5,5 til 6 reið yfir í janúar árið 1976 þar sem miklar skemmdir urðu á húsum og börn, konur og gamalmenni voru flutt í burtu. Hann var rifjaður upp í fréttum Stöðvar 2 fyrir þremur árum. Guðmundur segir þennan mikla skjálfta sitja í þeim íbúum Kópaskers sem upplifðu hann og svona hrinur minna íbúana rækilega á þann kraft sem býr í náttúrunni.Guðmundur Magnússon, hafnarvörður á Kópaskeri.„Konan mín var hérna á svæðinu þegar þetta var. Ég sjálfur er ekki uppalinn hérna. En hún man vel eftir þessu, var í gamla grunnskólanum á Kópaskeri og það var mikill hamagangur þegar þau voru að hlaupa út. Þetta situr í þeim sem lentu í þessu en aðrir hafa ekkert lent í þessum skjálftum og vita því ekki alveg hvernig það var,“ segir Guðmundur. Hann segir íbúa á Kópaskeri öllu vana þegar kemur að jarðskjálftum. Sú hrina sem hefur gengið yfir síðustu daga á sér fordæmi en svipaðar hrinur hafa riðið yfir. Það var í maí árið 1997, apríl 2007, apríl 2009 og í október árið 2014. Guðmundur segir að það hafi verið mikill ófriður dögum saman þegar jarðskjálftahrina gekk yfir nærri Grímsey árið 2013. Íbúar á Kópaskeri hafa verið beðnir um að huga að innanstokksmunum og viðbragðsáætlunum en Guðmundur segir íbúa ávallt með þetta í huga þegar hrinur ganga yfir. „Þá fara menn að setja hespurnar á aftur. Ég er ekki búinn að festa allt en skápana er ég með fasta og yfir hurðunum. En myndir og annað, það kemur þá bara niður ef það verður eitthvað stórt. Fólk er aðeins farið að tala um þetta í morgun. Ég er ekki búinn að tala um þetta við marga en tveir þeirra höfðu ekki hugmynd um þetta.“ Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Tengdar fréttir Tvö hundruð skjálftar bættust í hrinuna eftir miðnætti Tveir skjálftar mælst 3,1 að stærð og íbúar á Kópaskeri beðnir um að huga að innanstokksmunum og viðbragðsáætlunum. 27. mars 2019 10:38 Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Sjá meira
„Kvöldmaturinn stóð í mér,“ segir Guðmundur Magnússon, hafnarvörður á Kópaskeri þegar skjálfti að stærð 3,1 reið yfir klukkan hálfníu í gærkvöldi. Guðmundur og kona hans Rannveig Halldórsdóttir voru nýkomin heim eftir vinnu og sátu fyrir framan sjónvarpið þar sem þau snæddu kvöldverð. Guðmundur lýsir því að þau hjónin hafi fundið fyrir þremur skjálftum um hálfníu leytið. Fyrst kom undanfarinn, svo mikill skellur og síðan minni eftirskjálfti. „Skáparnir byrjuðu að glamra við hliðina á okkur og svo kom höggið. Þetta er eins og einhver sé að keyra á húsið hjá manni. Það kom svona smá hvinur og svo dynkur. Svo titrar allt á eftir,“ segir Guðmundur. Skjálftahrina hefur staðið yfir í Öxarfirði suðvestur af Kópaskeri frá laugardegi. Tæplega 500 skjálftar hafa mælst í þessari hrinu í heildina en bara eftir miðnætti bættust 200 skjálftar við.Upptök hrinunnar hafa veriði Öxafirði, suðvestur af Kópaskeri.map.isTveir hafa mælst af stærðinni 3,1, annar um hálfníu gærkvöld og hinn á fjórða tímanum í nótt. Guðmundur segir það misjafnt hvort að íbúar finni fyrir skjálftunum. Þeir þurfa oftast að vera í kringum 2 að stærð og verða flestir varir við þá ef þeir eru ekki í miklum atgangi. Skjálfti af stærð 5,5 til 6 reið yfir í janúar árið 1976 þar sem miklar skemmdir urðu á húsum og börn, konur og gamalmenni voru flutt í burtu. Hann var rifjaður upp í fréttum Stöðvar 2 fyrir þremur árum. Guðmundur segir þennan mikla skjálfta sitja í þeim íbúum Kópaskers sem upplifðu hann og svona hrinur minna íbúana rækilega á þann kraft sem býr í náttúrunni.Guðmundur Magnússon, hafnarvörður á Kópaskeri.„Konan mín var hérna á svæðinu þegar þetta var. Ég sjálfur er ekki uppalinn hérna. En hún man vel eftir þessu, var í gamla grunnskólanum á Kópaskeri og það var mikill hamagangur þegar þau voru að hlaupa út. Þetta situr í þeim sem lentu í þessu en aðrir hafa ekkert lent í þessum skjálftum og vita því ekki alveg hvernig það var,“ segir Guðmundur. Hann segir íbúa á Kópaskeri öllu vana þegar kemur að jarðskjálftum. Sú hrina sem hefur gengið yfir síðustu daga á sér fordæmi en svipaðar hrinur hafa riðið yfir. Það var í maí árið 1997, apríl 2007, apríl 2009 og í október árið 2014. Guðmundur segir að það hafi verið mikill ófriður dögum saman þegar jarðskjálftahrina gekk yfir nærri Grímsey árið 2013. Íbúar á Kópaskeri hafa verið beðnir um að huga að innanstokksmunum og viðbragðsáætlunum en Guðmundur segir íbúa ávallt með þetta í huga þegar hrinur ganga yfir. „Þá fara menn að setja hespurnar á aftur. Ég er ekki búinn að festa allt en skápana er ég með fasta og yfir hurðunum. En myndir og annað, það kemur þá bara niður ef það verður eitthvað stórt. Fólk er aðeins farið að tala um þetta í morgun. Ég er ekki búinn að tala um þetta við marga en tveir þeirra höfðu ekki hugmynd um þetta.“
Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Tengdar fréttir Tvö hundruð skjálftar bættust í hrinuna eftir miðnætti Tveir skjálftar mælst 3,1 að stærð og íbúar á Kópaskeri beðnir um að huga að innanstokksmunum og viðbragðsáætlunum. 27. mars 2019 10:38 Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Sjá meira
Tvö hundruð skjálftar bættust í hrinuna eftir miðnætti Tveir skjálftar mælst 3,1 að stærð og íbúar á Kópaskeri beðnir um að huga að innanstokksmunum og viðbragðsáætlunum. 27. mars 2019 10:38