Telur rekstraraðila hafa sýnt ákveðið ábyrgðarleysi Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 27. mars 2019 12:59 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir rekstaraðila ferðaþjónustunnar með vafasaman túlkun á vinnulöggjöfinni. vísir/vilhelm Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir ekkert gefa til kynna að yfirvofandi verkföllum verði frestað. Efling hefur dreift einblöðungum til ferðamanna og óskað eftir að þeir nýti aðra ferðamáta en hópbifreiðar á meðan á verkfalli stendur. Að öllu óbreyttu hefjast tveggja sólarhringa verkföll á hótelum og hjá rútufyrirtækjum á miðnætti hjá félagsmönnum Eflingar og félagsmönnum VR sem starfa í hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur látið hafa eftir sér að eina markmiðið þessa dagana sé að ná samningum fyrir næstu verkföll. Fundur er hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. Viðar Þorsteinsson kveðst ekki bjartsýnn. „Það hefur ekkert komið fram til að sjá fyrir sér frestanir á verkfallsaðgerðum, því miður,“ segir Viðar.Hægagangur við samningaborðið Hann segir mikinn hægagang við samningaborðið. „Það er mjög mikil fyrirstaða hjá okkar viðsemjendum að ræða um launaliðinn. Við bara förum inn á þessa fundi með sömu von að við getum fengið umræðu um mál málanna. Sem er það markmið að geta lokað kjarasamningum sem bjóða upp viðeigandi kjör fyrir okkar fólk,“ segir hann. Fundum hefur tvívegis verið slitið hjá ríkissáttasemjara síðustu daga vegna óvissu með flugfélagið WOW air og óskað eftir að verkföllum yrði frestað. Viðar segir Eflingu taka undir yfirlýsingu sem ASÍ sendi frá sér í gær varðandi málið, þar sem bent er á að þrátt fyrir umrótið í kringum flugfélagið WOW er ekki tilefni til annars en að halda ótrauð áfram kjaraviðræðum á grunni kröfugerða aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands. „Ég held að rekstrarerfiðleikar hjá einu einstaka fyrirtæki, þótt að maður auðvitað geri ekki lítið úr áhrifum þess á atvinnuástandið til skamms tíma og eitthvað slíkt, hefur ekki áhrif á grundvallarforsendur okkar í þessari kjarasamningagerð. Við bara köllum eftir því að fólk haldi ró sinni og fókusi á okkar raunverulega verkefni,“ segir hann.Hert verkfallsvarsla Viðar segir að verkfallsvarsla verði hert en nokkuð bar á verkfallsbrotum í síðasta verkfalli. Verkfallsaðgerðirnar séu hugsaðar þannig að þær stigmagnist. Ekki sé ætlun að ná hámarksáhrifum strax. Planið nái út aprílmánuð og svo í maí hefjist ótímabundin verkföll. Fólk geti búið sig undir það að sjá hertari verkfallsvörslu. Efling undirbýr aðgerðirnar sem stefnt er á að hefjist á miðnætti og hefur dreift einblöðungum til ferðamanna í höfuðborginni og mælst til að þeir nýti ekki hópferðabíla á meðan á verkfalli stendur. „Að mínu mati hafa rekstraraðilar sýnt ákveðið ábyrgðarleysi. Ég held að það sé ábyrgðarleysi að gefa það út að það sé hægt að halda úti hér óskertri þjónustu með mjög vafsömum túlkunum á vinnulögjöfinni. Þá á þann veg að fólk sem er ranglega skráð í félag eða fólk sem er sjálfstætt starfandi verktakar geti bara fengið að starfa óáreitt. Við viljum bara forða því að ferðamenn lendi í ófyrirséðum og óþörfum vanda,“ segir hann um ástæðu dreifingarinnar. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Finnst Efling ganga æði langt með tilmælum til ferðamanna Þóri Garðarssyni, stjórnarformanni hjá Gray Line Iceland, finnst Efling stéttarfélag ganga æði langt með einblöðungum sem hefur verið dreift í höfuðborginni þar sem þeim tilmælum er beint til ferðamanna að velja aðra samgöngumáta en hópferðabíla vegna verkfallsins sem er á fimmtudag og föstudag. 27. mars 2019 10:41 Túlkunin grundvallist á lögum og siðferðissjónarmiðum Viðar Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri Eflingar, segist vera ánægður með að auglýsingin hafi vakið athygli. Það hafi einmitt verið ætlunin. 27. mars 2019 12:14 SAF vilja að VR og Efling taki tillit til viðkvæmrar stöðu Fundi Samtaka atvinnulífsins (SA) og stéttarfélaganna sex hjá ríkissáttasemjara var í gær frestað annan daginn í röð vegna óvissu um framtíð WOW air. 27. mars 2019 06:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir ekkert gefa til kynna að yfirvofandi verkföllum verði frestað. Efling hefur dreift einblöðungum til ferðamanna og óskað eftir að þeir nýti aðra ferðamáta en hópbifreiðar á meðan á verkfalli stendur. Að öllu óbreyttu hefjast tveggja sólarhringa verkföll á hótelum og hjá rútufyrirtækjum á miðnætti hjá félagsmönnum Eflingar og félagsmönnum VR sem starfa í hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur látið hafa eftir sér að eina markmiðið þessa dagana sé að ná samningum fyrir næstu verkföll. Fundur er hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. Viðar Þorsteinsson kveðst ekki bjartsýnn. „Það hefur ekkert komið fram til að sjá fyrir sér frestanir á verkfallsaðgerðum, því miður,“ segir Viðar.Hægagangur við samningaborðið Hann segir mikinn hægagang við samningaborðið. „Það er mjög mikil fyrirstaða hjá okkar viðsemjendum að ræða um launaliðinn. Við bara förum inn á þessa fundi með sömu von að við getum fengið umræðu um mál málanna. Sem er það markmið að geta lokað kjarasamningum sem bjóða upp viðeigandi kjör fyrir okkar fólk,“ segir hann. Fundum hefur tvívegis verið slitið hjá ríkissáttasemjara síðustu daga vegna óvissu með flugfélagið WOW air og óskað eftir að verkföllum yrði frestað. Viðar segir Eflingu taka undir yfirlýsingu sem ASÍ sendi frá sér í gær varðandi málið, þar sem bent er á að þrátt fyrir umrótið í kringum flugfélagið WOW er ekki tilefni til annars en að halda ótrauð áfram kjaraviðræðum á grunni kröfugerða aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands. „Ég held að rekstrarerfiðleikar hjá einu einstaka fyrirtæki, þótt að maður auðvitað geri ekki lítið úr áhrifum þess á atvinnuástandið til skamms tíma og eitthvað slíkt, hefur ekki áhrif á grundvallarforsendur okkar í þessari kjarasamningagerð. Við bara köllum eftir því að fólk haldi ró sinni og fókusi á okkar raunverulega verkefni,“ segir hann.Hert verkfallsvarsla Viðar segir að verkfallsvarsla verði hert en nokkuð bar á verkfallsbrotum í síðasta verkfalli. Verkfallsaðgerðirnar séu hugsaðar þannig að þær stigmagnist. Ekki sé ætlun að ná hámarksáhrifum strax. Planið nái út aprílmánuð og svo í maí hefjist ótímabundin verkföll. Fólk geti búið sig undir það að sjá hertari verkfallsvörslu. Efling undirbýr aðgerðirnar sem stefnt er á að hefjist á miðnætti og hefur dreift einblöðungum til ferðamanna í höfuðborginni og mælst til að þeir nýti ekki hópferðabíla á meðan á verkfalli stendur. „Að mínu mati hafa rekstraraðilar sýnt ákveðið ábyrgðarleysi. Ég held að það sé ábyrgðarleysi að gefa það út að það sé hægt að halda úti hér óskertri þjónustu með mjög vafsömum túlkunum á vinnulögjöfinni. Þá á þann veg að fólk sem er ranglega skráð í félag eða fólk sem er sjálfstætt starfandi verktakar geti bara fengið að starfa óáreitt. Við viljum bara forða því að ferðamenn lendi í ófyrirséðum og óþörfum vanda,“ segir hann um ástæðu dreifingarinnar.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Finnst Efling ganga æði langt með tilmælum til ferðamanna Þóri Garðarssyni, stjórnarformanni hjá Gray Line Iceland, finnst Efling stéttarfélag ganga æði langt með einblöðungum sem hefur verið dreift í höfuðborginni þar sem þeim tilmælum er beint til ferðamanna að velja aðra samgöngumáta en hópferðabíla vegna verkfallsins sem er á fimmtudag og föstudag. 27. mars 2019 10:41 Túlkunin grundvallist á lögum og siðferðissjónarmiðum Viðar Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri Eflingar, segist vera ánægður með að auglýsingin hafi vakið athygli. Það hafi einmitt verið ætlunin. 27. mars 2019 12:14 SAF vilja að VR og Efling taki tillit til viðkvæmrar stöðu Fundi Samtaka atvinnulífsins (SA) og stéttarfélaganna sex hjá ríkissáttasemjara var í gær frestað annan daginn í röð vegna óvissu um framtíð WOW air. 27. mars 2019 06:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Finnst Efling ganga æði langt með tilmælum til ferðamanna Þóri Garðarssyni, stjórnarformanni hjá Gray Line Iceland, finnst Efling stéttarfélag ganga æði langt með einblöðungum sem hefur verið dreift í höfuðborginni þar sem þeim tilmælum er beint til ferðamanna að velja aðra samgöngumáta en hópferðabíla vegna verkfallsins sem er á fimmtudag og föstudag. 27. mars 2019 10:41
Túlkunin grundvallist á lögum og siðferðissjónarmiðum Viðar Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri Eflingar, segist vera ánægður með að auglýsingin hafi vakið athygli. Það hafi einmitt verið ætlunin. 27. mars 2019 12:14
SAF vilja að VR og Efling taki tillit til viðkvæmrar stöðu Fundi Samtaka atvinnulífsins (SA) og stéttarfélaganna sex hjá ríkissáttasemjara var í gær frestað annan daginn í röð vegna óvissu um framtíð WOW air. 27. mars 2019 06:00