Ný leið til að fyrirbyggja mígreni
Florealis býður upp á jurtalyfið Glitinum en lyfið er eina viðurkennda meðferðin til að fyrirbyggja mígreni sem fæst án lyfseðils á Íslandi.
,,Mígreni er flókinn taugasjúkdómur og einkennist af slæmum höfuðverkjaköstum sem geta varað í nokkra daga þó að algengast sé að köstin gangi yfir á nokkrum klukkustundum. Köstin eru oft það slæm að fólk er rúmfast á meðan þau ganga yfir,” segir Elsa Steinunn Halldórsdóttir, doktor í lyfjafræði og þróunarstjóri hjá Florealis. ,,Fólk getur upplifað mikla ógleði á meðan köstunum stendur og kastar jafnvel upp. Þá er algengt að verða sérstaklega viðkvæmur fyrir ljósi, hljóðum og öðru áreiti. Sumir fá tvö til fjögur köst á mánuði og eiga þá erfitt með að sinna daglegu lífi á meðan. Þetta getur því haft gífurleg áhrif á fólk.”

Glitinum er viðurkennt af Lyfjastofnun og inniheldur þurrkaða glitbrá. Glitbrá er mikið rannsökuð og hefur verið notuð sem lyf til að fyrirbyggja mígreni í yfir 40 ár. Klínískar rannsóknir sýna að glitbráin í Glitinum getur fyrirbyggt mígreniköst, fækkað köstum og lengt tímann á milli kasta.
,,Það er í raun fátt í boði fyrir fólk með mígreni annað en að taka verkjalyf og reyna að forðast áreiti sem getur komið kasti af stað,» segir Elsa. „Í alvarlegri tilfellum eru gefin sérstök mígrenilyf en þau henta ekki öllum. Takmörkuð úrræði voru okkur hvatning til að kynna jurtalyfið Glitinum til leiks en það er eina lyfið til að fækka mígreniköstum sem fæst án lyfseðils í apótekum.”.
Sérstaklega algengt hjá konum
Mígreni er sérstaklega algengt á meðal kvenna en allt að 18% kvenna eru með mígreni samanborið við 6% karla.
,,Það er stundum vanmetið hversu gífurlega algengt mígreni er og þá sérstaklega hjá konum. Það er ekki vitað hvers vegna en mjög margar konur þekkja þetta og sumar fá til dæmis mígreniköst í kringum tíðablæðingar. Glitinum getur verið góður kostur fyrir þessar konur sem og aðra sem þjást af mígreni, sé lyfið notað rétt,” segir Elsa
Gagnlegar upplýsingar
Glitinum fæst án lyfseðils í öllum apótekum. Glitinum er jurtalyf sem hefð er fyrir til að fyrirbyggja mígreni og skal taka 1 hylki daglega í allt að þrjá mánuði í einu. Glitinum er ekki ætlað ungmennum og börnum undir 18 ára, þunguðum konum eða konum með barn á brjósti. Tilgreindar ábendingar eru eingöngu byggðar á langri sögu um notkun lyfsins. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðil fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir.
Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is og á www.florealis.is/glitinum
Þessi kynning er unnin í samstarfi við Florealis.