„Verkfallsvopnið, það bítur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. mars 2019 19:50 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telur að verkfall sem félagsmenn Eflingar og VR fóru í í síðustu viku og boðuð verkföll sem áttu að hefjast á miðnætti hafi gert það að verkum að nú sé kominn umræðugrundvöllur við Samtök atvinnulífsins sem lokið geti með gerð kjarasamnings.Greint var frá því í beinni útsendingu á kvöldfréttum Stöðvar 2 að boðuðu tveggja sólarhringa löngu verkfalli 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. Formaður VR og framkvæmdastjóri SA sögðu báðir í fréttum Stöðvar 2 að til staðar væri grunnur sem hægt væri að byggja á. Fundað yrði stíft næstu daga með það að markmiði að ná samningum um helgina. Í samtali við Vísi segir Sólveig Anna að hún telji að verkfallsvopnið hafi leikið lykilhlutverk. „Að mínu mati, það sem gerir það að verkum að við erum kominn á þennan stað er náttúrulega það að verkfallsvopnið, það bítur. Það hefur ekki farið á milli mála hjá atvinnurekendum og samfélaginu öllu að það er mikill baráttuhugur í Eflingarfólkinu,“ segir Sólveig Anna. Hún segir að hvorki hún né félagsmenn Eflingar beiti verkföllum fyrir sig af léttúð eða gamansemi heldur sé markmiðið einfaldlega að bæta kjör félagsmanna Eflingar. „Heldur vegna þess að einmitt aðstæður fólksins sem að við erum að berjast fyrir og fólksins sem hefur ákveðið að taka mikla og markvissa þátt í eigin baráttu hefur bara það slök kjör og býr bara við það erfiðar aðstæður að þetta er niðurstaðan að við erum tilbúin að beita verkfallsvopninu og það bítur. Það er augljóst.“ Deiluaðilar hafa verið boðaðar til fundar hjá Ríkissáttasemjara klukkan eitt á morgun og reiknar Sólveig Anna með að fundað verði stíft næstu daga. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföllum aflýst Tveggja sólarhringa löngum verkfalli um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. 27. mars 2019 18:45 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Fleiri fréttir Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telur að verkfall sem félagsmenn Eflingar og VR fóru í í síðustu viku og boðuð verkföll sem áttu að hefjast á miðnætti hafi gert það að verkum að nú sé kominn umræðugrundvöllur við Samtök atvinnulífsins sem lokið geti með gerð kjarasamnings.Greint var frá því í beinni útsendingu á kvöldfréttum Stöðvar 2 að boðuðu tveggja sólarhringa löngu verkfalli 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. Formaður VR og framkvæmdastjóri SA sögðu báðir í fréttum Stöðvar 2 að til staðar væri grunnur sem hægt væri að byggja á. Fundað yrði stíft næstu daga með það að markmiði að ná samningum um helgina. Í samtali við Vísi segir Sólveig Anna að hún telji að verkfallsvopnið hafi leikið lykilhlutverk. „Að mínu mati, það sem gerir það að verkum að við erum kominn á þennan stað er náttúrulega það að verkfallsvopnið, það bítur. Það hefur ekki farið á milli mála hjá atvinnurekendum og samfélaginu öllu að það er mikill baráttuhugur í Eflingarfólkinu,“ segir Sólveig Anna. Hún segir að hvorki hún né félagsmenn Eflingar beiti verkföllum fyrir sig af léttúð eða gamansemi heldur sé markmiðið einfaldlega að bæta kjör félagsmanna Eflingar. „Heldur vegna þess að einmitt aðstæður fólksins sem að við erum að berjast fyrir og fólksins sem hefur ákveðið að taka mikla og markvissa þátt í eigin baráttu hefur bara það slök kjör og býr bara við það erfiðar aðstæður að þetta er niðurstaðan að við erum tilbúin að beita verkfallsvopninu og það bítur. Það er augljóst.“ Deiluaðilar hafa verið boðaðar til fundar hjá Ríkissáttasemjara klukkan eitt á morgun og reiknar Sólveig Anna með að fundað verði stíft næstu daga.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföllum aflýst Tveggja sólarhringa löngum verkfalli um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. 27. mars 2019 18:45 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Fleiri fréttir Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Sjá meira
Verkföllum aflýst Tveggja sólarhringa löngum verkfalli um 2000 félagsmanna í Eflingu og VR sem hefjast áttu á miðnætti hefur verið aflýst. 27. mars 2019 18:45