WOW air stöðvar allt flug Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. mars 2019 06:09 Vélar WOW fljúga ekki um Keflavíkurflugvöll í dag. FBl/Ernir Allt flug WOW air til og frá landinu í dag hefur verið stöðvað. Á vef ISAVIA má til að mynda sjá að öllu flugi WOW um Keflavíkurflugvöll hefur verið aflýst í dag.Þetta þýðir að engar vélar félagsins eru væntanlegar frá Bandaríkjunum eða Kanada í dag, auk þess sem vélar WOW munu ekki fljúga frá landinu. Enn virðist þó vera hægt að kaupa miða á vef flugfélagsins. Í tilkynningu sem WOW sendi frá sér í nótt segir að gripið hafi verið til þessarar ráðstöfunar vegna þess að félagið sé á „lokametrunum við að klára hlutafjáraukningu við nýjan eigendahóp í félaginu.“ Allt flug hafi því verið stöðvað þangað til að þeir samningar verða kláraðir. Ekki er hins vegar tekið fram í skeyti WOW air hvað félagið telur sig þurfa langan tíma til að klára þessar viðræður, en að frekari upplýsingar séu væntanlegar klukkan 9. „Félagið þakkar farþegum fyrir stuðninginn og biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta veldur,“ segir í lok tilkynningarinnar. Fréttastofu hafa borist fjölmargar ábendingar frá farþegum sem áttu flug með WOW í dag. Farþegar sem áttu bókaða heimferð frá Montreal með vélinni TF-JOY voru í morgun beðnir um að sækja farangur sinn aftur eftir að innritað sig í flugið. Þeir hafi ekki neinar upplýsingar fengið frá WOW, fyrr en að fyrrnefnd tilkynning barst frá félaginu í nótt. Í meldingu sem farþegar á leið heim frá Tenerife fengu í morgun var aflýsingin sögð vera vegna „operational restrictions,“ sem þýða mætti sem rekstrartakmarkanir. Í meldingunni sagði að farþegunum biðist að fá miða sína endurgreidda að fullu eða fá sæti með næstu vél WOW. Hvenær sú vél fer í loftið mun væntanlega ekki liggja fyrir fyrr en klukkan 9, þegar vænta má frekari upplýsinga frá félaginu sem fyrr segir. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Áhöfn í leiguflugi WOW kölluð heim frá Miami WOW segir viðræður við leigusala tveggja véla sem hafa verið kyrrsettar ganga vel. 27. mars 2019 15:38 Mikill viðsnúningur í söluræðu Skúla Viðskiptaáætlun til 2021 gerir ráð fyrir miklum viðsnúningi í rekstri félagsins. Lausafjárstaðan verði jákvæð um meira en milljarð í júní. Eigandi 51 prósents hlutar með forgang að arðgreiðslum. Indigo aftur fengið að borðinu. 27. mars 2019 06:00 Segir „Túrista“ hafa grunsamlega oft rétt fyrir sér Ritstjóri Túrista óttast um stöðu sína innan félags sænskra ferðablaðamanna eftir að hafa verið stimplaður bloggari af flugmönnum WOW. 27. mars 2019 16:45 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Allt flug WOW air til og frá landinu í dag hefur verið stöðvað. Á vef ISAVIA má til að mynda sjá að öllu flugi WOW um Keflavíkurflugvöll hefur verið aflýst í dag.Þetta þýðir að engar vélar félagsins eru væntanlegar frá Bandaríkjunum eða Kanada í dag, auk þess sem vélar WOW munu ekki fljúga frá landinu. Enn virðist þó vera hægt að kaupa miða á vef flugfélagsins. Í tilkynningu sem WOW sendi frá sér í nótt segir að gripið hafi verið til þessarar ráðstöfunar vegna þess að félagið sé á „lokametrunum við að klára hlutafjáraukningu við nýjan eigendahóp í félaginu.“ Allt flug hafi því verið stöðvað þangað til að þeir samningar verða kláraðir. Ekki er hins vegar tekið fram í skeyti WOW air hvað félagið telur sig þurfa langan tíma til að klára þessar viðræður, en að frekari upplýsingar séu væntanlegar klukkan 9. „Félagið þakkar farþegum fyrir stuðninginn og biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta veldur,“ segir í lok tilkynningarinnar. Fréttastofu hafa borist fjölmargar ábendingar frá farþegum sem áttu flug með WOW í dag. Farþegar sem áttu bókaða heimferð frá Montreal með vélinni TF-JOY voru í morgun beðnir um að sækja farangur sinn aftur eftir að innritað sig í flugið. Þeir hafi ekki neinar upplýsingar fengið frá WOW, fyrr en að fyrrnefnd tilkynning barst frá félaginu í nótt. Í meldingu sem farþegar á leið heim frá Tenerife fengu í morgun var aflýsingin sögð vera vegna „operational restrictions,“ sem þýða mætti sem rekstrartakmarkanir. Í meldingunni sagði að farþegunum biðist að fá miða sína endurgreidda að fullu eða fá sæti með næstu vél WOW. Hvenær sú vél fer í loftið mun væntanlega ekki liggja fyrir fyrr en klukkan 9, þegar vænta má frekari upplýsinga frá félaginu sem fyrr segir.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Áhöfn í leiguflugi WOW kölluð heim frá Miami WOW segir viðræður við leigusala tveggja véla sem hafa verið kyrrsettar ganga vel. 27. mars 2019 15:38 Mikill viðsnúningur í söluræðu Skúla Viðskiptaáætlun til 2021 gerir ráð fyrir miklum viðsnúningi í rekstri félagsins. Lausafjárstaðan verði jákvæð um meira en milljarð í júní. Eigandi 51 prósents hlutar með forgang að arðgreiðslum. Indigo aftur fengið að borðinu. 27. mars 2019 06:00 Segir „Túrista“ hafa grunsamlega oft rétt fyrir sér Ritstjóri Túrista óttast um stöðu sína innan félags sænskra ferðablaðamanna eftir að hafa verið stimplaður bloggari af flugmönnum WOW. 27. mars 2019 16:45 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Áhöfn í leiguflugi WOW kölluð heim frá Miami WOW segir viðræður við leigusala tveggja véla sem hafa verið kyrrsettar ganga vel. 27. mars 2019 15:38
Mikill viðsnúningur í söluræðu Skúla Viðskiptaáætlun til 2021 gerir ráð fyrir miklum viðsnúningi í rekstri félagsins. Lausafjárstaðan verði jákvæð um meira en milljarð í júní. Eigandi 51 prósents hlutar með forgang að arðgreiðslum. Indigo aftur fengið að borðinu. 27. mars 2019 06:00
Segir „Túrista“ hafa grunsamlega oft rétt fyrir sér Ritstjóri Túrista óttast um stöðu sína innan félags sænskra ferðablaðamanna eftir að hafa verið stimplaður bloggari af flugmönnum WOW. 27. mars 2019 16:45