Lucas Hernandez orðinn næst dýrasti varnarmaður sögunnar Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. mars 2019 08:30 Lucas Hernandez spilaði alla leiki Frakklands á HM. vísir/getty Þýska stórveldið Bayern München er búið að ganga frá kaupum á franska varnarmanninum Lucasi Hernandez frá Atlético Madrid en þeir þýsku borga metfé fyrir leikmanninn eða 80 milljónir evra. Aldrei áður hefur leikmaður verið keyptur fyrir svo mikið fé í þýskalandi en þessi 23 ára gamli miðvörður sem einnig getur leikið sem vinstri bakvörður varð heimsmeistari með Frakklandi síðasta sumar. Við læknisskoðun á Hernandez kom í ljós að hann var með skaddað liðband í hægra hné og þarf hann að fara rakleiðis í aðgerð í dag en það kom ekki í veg fyrir að þýsku meistararnir myndu ganga frá kaupunum. „Þetta er rosalega stór dagur fyrir fótboltaferilinn minn. Bayern München er eitt stærsta fótboltalið heims,“ segir Hernandez sem hefur spilað 67 leiki í La Liga með Atlético og unnið bæði Evrópudeildina og Stórbikar Evrópu. Kaupin gera Hernandez að næst dýrasta varnarmanni sögunnar á eftir Virgil van Dijk hjá Liverpool sem kostaði 84,5 milljónr evra. Þá er hann langdýrasti leikmaðurinn í sögu Bayern en hann kostar næstum tvöfalt meira en Corentin Tolisso sem félagið keypti frá Lyon fyrir tveimur árum. Þýski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Sjá meira
Þýska stórveldið Bayern München er búið að ganga frá kaupum á franska varnarmanninum Lucasi Hernandez frá Atlético Madrid en þeir þýsku borga metfé fyrir leikmanninn eða 80 milljónir evra. Aldrei áður hefur leikmaður verið keyptur fyrir svo mikið fé í þýskalandi en þessi 23 ára gamli miðvörður sem einnig getur leikið sem vinstri bakvörður varð heimsmeistari með Frakklandi síðasta sumar. Við læknisskoðun á Hernandez kom í ljós að hann var með skaddað liðband í hægra hné og þarf hann að fara rakleiðis í aðgerð í dag en það kom ekki í veg fyrir að þýsku meistararnir myndu ganga frá kaupunum. „Þetta er rosalega stór dagur fyrir fótboltaferilinn minn. Bayern München er eitt stærsta fótboltalið heims,“ segir Hernandez sem hefur spilað 67 leiki í La Liga með Atlético og unnið bæði Evrópudeildina og Stórbikar Evrópu. Kaupin gera Hernandez að næst dýrasta varnarmanni sögunnar á eftir Virgil van Dijk hjá Liverpool sem kostaði 84,5 milljónr evra. Þá er hann langdýrasti leikmaðurinn í sögu Bayern en hann kostar næstum tvöfalt meira en Corentin Tolisso sem félagið keypti frá Lyon fyrir tveimur árum.
Þýski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Sjá meira