Síðasti tapleikur KR í átta liða úrslitum var fyrir bankahrun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2019 15:00 Helgi Már Magnússon tók þátt í síðasta tapleik KR fyrir ellefu árum. Vísir/Bára Það eru liðnir meira en fjögur þúsund dagar (4011) síðan karlalið KR tapaði síðast í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. KR-ingar hafa ekki tapað leik á þessu stigi úrslitakeppninnar í næstum því ellefu ár en þeir geta í kvöld sópað Keflvíkingum í sumarfrí og komist í undanúrslit úrslitakeppninnar. Þegar KR-ingar gengu síðast súrir af velli eftir tap í átta liða úrslitum þá voru enn þá sex mánuðir í það að íslenska þjóðin upplifði bankahrunið. 3. apríl 2008 tapaði KR-liðið nefnilega 74-93 á heimavelli á móti ÍR í oddaleik um sæti í undanúrslitum úrvalsdeildar karla sem þá hét Iceland Express-deildin. Þetta er jafnframt síðasti tapleikur KR-inga í átta liða úrslitum. Frá þessum degi í byrjun apríl fyrir næstum því ellefu árum síðan hafa KR-ingar unnið alla 27 leiki sína í átta liða úrslitunum. Þeir hafa unnið tíu einvígi í röð í átta liða úrslitum og eru í mjög góðum málum í núverandi einvígi sínu á móti Keflavík. KR vann eins stigs sigur í Keflavík í fyrsta leik og fylgdi því síðan eftir með níu stiga sigri í DHL-höllinni í leik tvö. Í kvöld er komið að þriðja leik liðanna í Blue-höllinni í Keflavík en leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Helgi Már Magnússon er eini leikmaður KR-liðsins í kvöld sem tók þátt í þessum síðasta tapleik í átta liða úrslitum en þjálfari liðsins var þá Benedikt Guðmundsson. Meðal leikmanna var Brynjar Þór Björnsson sem nú spilar með Tindastól og Fannar Ólafsson sem er nú einn af sérfræðingunum í Körfuboltakvöldi. Síðasti þjálfarinn til að vinna leik á móti KR í átta liða úrslitum var Jón Arnar Ingvarsson sem stýrði ÍR-liðinu í þessu einvígi vorið 2008.KR í átta liða úrslitum síðustu ellefu ár: 2009: KR 2-0 Breiðablik {123-75, 102-75} 2010: KR 2-0 ÍR {98-81, 103-81} 2011: KR 2-0 Njarðvík {92-80, 96-80} 2012: KR 2-0 Tindastóll {84-68, 89-81} 2013: Þór Þorl. 0-2 KR {83-121, 83-93} 2014: KR 3-0 Snæfell {98-76, 99-85, 101-84} 2015: KR 3-0 Grindavík {71-65, 81-77, 94-80} 2016: KR 3-0 Grindavík {85-67, 91-77, 83-62} 2017: KR 3-0 Þór Ak. {99-68, 81-64, 90-80} 2018: KR 3-0 Njarðvík {89-74, 91-66, 81-71} 2019: Keflavík 0-2 KR {76-77, 77-86, ...} Dominos-deild karla Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Sjá meira
Það eru liðnir meira en fjögur þúsund dagar (4011) síðan karlalið KR tapaði síðast í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. KR-ingar hafa ekki tapað leik á þessu stigi úrslitakeppninnar í næstum því ellefu ár en þeir geta í kvöld sópað Keflvíkingum í sumarfrí og komist í undanúrslit úrslitakeppninnar. Þegar KR-ingar gengu síðast súrir af velli eftir tap í átta liða úrslitum þá voru enn þá sex mánuðir í það að íslenska þjóðin upplifði bankahrunið. 3. apríl 2008 tapaði KR-liðið nefnilega 74-93 á heimavelli á móti ÍR í oddaleik um sæti í undanúrslitum úrvalsdeildar karla sem þá hét Iceland Express-deildin. Þetta er jafnframt síðasti tapleikur KR-inga í átta liða úrslitum. Frá þessum degi í byrjun apríl fyrir næstum því ellefu árum síðan hafa KR-ingar unnið alla 27 leiki sína í átta liða úrslitunum. Þeir hafa unnið tíu einvígi í röð í átta liða úrslitum og eru í mjög góðum málum í núverandi einvígi sínu á móti Keflavík. KR vann eins stigs sigur í Keflavík í fyrsta leik og fylgdi því síðan eftir með níu stiga sigri í DHL-höllinni í leik tvö. Í kvöld er komið að þriðja leik liðanna í Blue-höllinni í Keflavík en leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Helgi Már Magnússon er eini leikmaður KR-liðsins í kvöld sem tók þátt í þessum síðasta tapleik í átta liða úrslitum en þjálfari liðsins var þá Benedikt Guðmundsson. Meðal leikmanna var Brynjar Þór Björnsson sem nú spilar með Tindastól og Fannar Ólafsson sem er nú einn af sérfræðingunum í Körfuboltakvöldi. Síðasti þjálfarinn til að vinna leik á móti KR í átta liða úrslitum var Jón Arnar Ingvarsson sem stýrði ÍR-liðinu í þessu einvígi vorið 2008.KR í átta liða úrslitum síðustu ellefu ár: 2009: KR 2-0 Breiðablik {123-75, 102-75} 2010: KR 2-0 ÍR {98-81, 103-81} 2011: KR 2-0 Njarðvík {92-80, 96-80} 2012: KR 2-0 Tindastóll {84-68, 89-81} 2013: Þór Þorl. 0-2 KR {83-121, 83-93} 2014: KR 3-0 Snæfell {98-76, 99-85, 101-84} 2015: KR 3-0 Grindavík {71-65, 81-77, 94-80} 2016: KR 3-0 Grindavík {85-67, 91-77, 83-62} 2017: KR 3-0 Þór Ak. {99-68, 81-64, 90-80} 2018: KR 3-0 Njarðvík {89-74, 91-66, 81-71} 2019: Keflavík 0-2 KR {76-77, 77-86, ...}
Dominos-deild karla Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Sjá meira