Setti aleiguna í WOW: Trúir því að með „aðeins meiri tíma“ hefði tekist að bjarga félaginu Samúel Karl Ólason skrifar 28. mars 2019 12:36 Skúli Mogensen stofnandi WOW air. Vísir/Friðrik Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, segist trúa því að ef hann og aðrir forsvarsmenn flugfélagins hefðu fengið aðeins meiri tíma, hefði verið hægt að bjarga félaginu frá gjaldþroti. Viðræður um fjármögnun rekstursins stóðu yfir í alla nótt og til sjö í morgun en þegar flugvélar voru kyrrsettar í Bandaríkjunum hafi hlutirnir gerst mjög hratt. Þetta sagði Skúli í viðtali við Ríkisútvarpið sem sýnt var í hádeginu. Skúli sagði stöðuna hafa verið flókna. Flugrekstur væri flókinn og margir aðilar ættu kröfur í WOW air. „Við náðum vissulega góðum áfanga þegar skuldabréfaeigendur samþykktu að breyta þessu í hlutafé en þá voru eftir fjöldinn allur af öðrum kröfuhöfum og eins ég segi, þegar svona margir þurfa að koma saman, og fjöldi aðila í mörgum löndum, og tíminn er knappur. Það bara, því miður, náðist ekki,“ sagði Skúli.Segist eiginlega hafa verið þvingaður til þess að gefast upp Hann sagði einnig að flugumhverfið hafi verið sérstaklega erfitt í vetur og fjöldi flugfélaga hafi farið í þrot. Hann hins vegar trúir því að „að ef við hefðum fengið aðeins meiri tíma hefðum við getað klárað þetta.“ Skúli, sem sagðist hafa sett aleiguna í rekstur WOW air, sagði ennfremur að hann hefði átt að hefja endurskipulagningu WOW er fyrr. Það hafi skilað miklum árangri að skila breiðþotunum, taka til í rekstrinum og „fara aftur í lággjaldabúninginn“. Varðandi það að Skúli hafi fyrir tveimur dögum sagst ekki ætla að gefast upp, segist Skúli eiginlega hafa verið þvingaður til þess. Hann hafi þurft að sætta sig við staðreynd málsins. „Auðvitað er þetta búið að vera mikil barátta og eins og ég sagði líka um daginn, og hef reyndar sagt ítrekað. En ég er líka óheyrilega þakklátur fyrir þann mikla stuðning og hvatningu frá starfsfólki mínum, frá fólki út um allan bæ og fjölda landa, einmitt um það að halda áfram og gefast ekki upp. Því fólk, greinilega, hafði trú á okkur og vildi sjá okkur halda áfram. Það var ekki síst sú hvatning sem hvatti okkur áfram. Mér finnst náttúrulega mjög leiðinlegt og sorglegt að bregðast því fólki. Auðvitað liggur það ljóst fyrir að þegar flugvélarnar eru kyrrsettar, þá er þetta búið.“ Skúli sagðist ekki vera með nákvæma tölu á farþegum sem væru strandaglópar en taldi þá rúmlega þúsund. Hann sagðist sömuleiðis ekki vera með á hreinu hve margir hefðu keypt flugmiða til framtíðar. „Þetta er því miður úr okkar höndum núna og mér þykir það mjög sárt. Því þetta fólk hefur haft trú á okkur og stutt okkur og í raun magnað hvað við höfum fengið góðan meðbyr frá farþegum okkar frá fyrsta degi. Þannig að ég er ekki síst svekktur að geta ekki staðið við skuldbindingar okkar gagnvart þessu fólki.“ Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Þorsteinn Víglundsson: „Engin ástæða til að draga upp kolsvarta mynd“ Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar mun engan vegin standast og hana þarf að taka til endurskoðunar. Þetta er mat Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar. Hann segir að forsendurbrestur fjármálaáætlunar til næstu fimm ára vera alger en þessa stundina er verið að ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í þinginu. 28. mars 2019 11:53 WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. 28. mars 2019 09:33 WOW á vörum Íslendinga WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. Þetta kemur fram á vef WOW air. 28. mars 2019 09:15 Mest lesið Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Viðskipti innlent Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Neytendur Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Sjá meira
Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, segist trúa því að ef hann og aðrir forsvarsmenn flugfélagins hefðu fengið aðeins meiri tíma, hefði verið hægt að bjarga félaginu frá gjaldþroti. Viðræður um fjármögnun rekstursins stóðu yfir í alla nótt og til sjö í morgun en þegar flugvélar voru kyrrsettar í Bandaríkjunum hafi hlutirnir gerst mjög hratt. Þetta sagði Skúli í viðtali við Ríkisútvarpið sem sýnt var í hádeginu. Skúli sagði stöðuna hafa verið flókna. Flugrekstur væri flókinn og margir aðilar ættu kröfur í WOW air. „Við náðum vissulega góðum áfanga þegar skuldabréfaeigendur samþykktu að breyta þessu í hlutafé en þá voru eftir fjöldinn allur af öðrum kröfuhöfum og eins ég segi, þegar svona margir þurfa að koma saman, og fjöldi aðila í mörgum löndum, og tíminn er knappur. Það bara, því miður, náðist ekki,“ sagði Skúli.Segist eiginlega hafa verið þvingaður til þess að gefast upp Hann sagði einnig að flugumhverfið hafi verið sérstaklega erfitt í vetur og fjöldi flugfélaga hafi farið í þrot. Hann hins vegar trúir því að „að ef við hefðum fengið aðeins meiri tíma hefðum við getað klárað þetta.“ Skúli, sem sagðist hafa sett aleiguna í rekstur WOW air, sagði ennfremur að hann hefði átt að hefja endurskipulagningu WOW er fyrr. Það hafi skilað miklum árangri að skila breiðþotunum, taka til í rekstrinum og „fara aftur í lággjaldabúninginn“. Varðandi það að Skúli hafi fyrir tveimur dögum sagst ekki ætla að gefast upp, segist Skúli eiginlega hafa verið þvingaður til þess. Hann hafi þurft að sætta sig við staðreynd málsins. „Auðvitað er þetta búið að vera mikil barátta og eins og ég sagði líka um daginn, og hef reyndar sagt ítrekað. En ég er líka óheyrilega þakklátur fyrir þann mikla stuðning og hvatningu frá starfsfólki mínum, frá fólki út um allan bæ og fjölda landa, einmitt um það að halda áfram og gefast ekki upp. Því fólk, greinilega, hafði trú á okkur og vildi sjá okkur halda áfram. Það var ekki síst sú hvatning sem hvatti okkur áfram. Mér finnst náttúrulega mjög leiðinlegt og sorglegt að bregðast því fólki. Auðvitað liggur það ljóst fyrir að þegar flugvélarnar eru kyrrsettar, þá er þetta búið.“ Skúli sagðist ekki vera með nákvæma tölu á farþegum sem væru strandaglópar en taldi þá rúmlega þúsund. Hann sagðist sömuleiðis ekki vera með á hreinu hve margir hefðu keypt flugmiða til framtíðar. „Þetta er því miður úr okkar höndum núna og mér þykir það mjög sárt. Því þetta fólk hefur haft trú á okkur og stutt okkur og í raun magnað hvað við höfum fengið góðan meðbyr frá farþegum okkar frá fyrsta degi. Þannig að ég er ekki síst svekktur að geta ekki staðið við skuldbindingar okkar gagnvart þessu fólki.“
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Þorsteinn Víglundsson: „Engin ástæða til að draga upp kolsvarta mynd“ Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar mun engan vegin standast og hana þarf að taka til endurskoðunar. Þetta er mat Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar. Hann segir að forsendurbrestur fjármálaáætlunar til næstu fimm ára vera alger en þessa stundina er verið að ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í þinginu. 28. mars 2019 11:53 WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. 28. mars 2019 09:33 WOW á vörum Íslendinga WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. Þetta kemur fram á vef WOW air. 28. mars 2019 09:15 Mest lesið Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Viðskipti innlent Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Neytendur Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson: „Engin ástæða til að draga upp kolsvarta mynd“ Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar mun engan vegin standast og hana þarf að taka til endurskoðunar. Þetta er mat Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar. Hann segir að forsendurbrestur fjármálaáætlunar til næstu fimm ára vera alger en þessa stundina er verið að ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í þinginu. 28. mars 2019 11:53
Þurfa hugsanlega að breyta áherslum: Sættir sig ekki við að heimilin taki viðlíka skell eins og eftir hrun Verkalýðshreyfingin þarf mögulega að breyta áherslum sínum í kjaraviðræðum vegna þeirra tíðinda sem bárust í morgunsárið að flugfélagið WOW air væri hætt starfsemi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að sætta sig við að heimilin í landinu taki viðlíka skell eins og eftir hrun ef rætist úr svörtustu verðbólguspám. 28. mars 2019 09:33
WOW á vörum Íslendinga WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. Þetta kemur fram á vef WOW air. 28. mars 2019 09:15