Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir stjórnvöldum að huga að samkeppnissjónarmiðum Jakob Bjarnar skrifar 28. mars 2019 15:38 Samkeppniseftirlitið segir afar brýnt að hugað sé að samkeppnissjónarmiðum við úrlausn mála eftir fall WOW air. visir/vilhelm Samkeppniseftirlitið hefur sent frá sér ítarlega yfirlýsingu þar sem farið er yfir stöðuna vegna falls WOW air. Þar brýna þau fyrir yfirvöldum og þeim aðilum sem halda nú á eignum WOW air að hugað sé að samkeppnislegum áhrifum ákvarðana sem teknar verða við úrlausn mála. Samkeppniseftirlitið nefnir sérstaklega til söguna þrjá punkta sem vert sé að hafa til hliðsjónar: 1. Að þeir sem koma að úrlausn málsins geri það sem í þeirra valdi stendur til þess að tryggja að eignir hverfi ekki af markaðnum, en þess í stað sé gripið til mögulegra ráðstafana sem stuðla að því að samkeppni á íslenskum flugmarkaði sé viðhaldið, eftir því sem framast er unnt. 2. Að flugmálayfirvöld, þ.m.t. samræmingarstjórar á flugvöllum, liðki fyrir því eftir því sem framast er kostur að eignir flugfélaga, óefnislegar sem og efnislegar, sem hætta starfsemi geti nýst nýjum aðilum í rekstri. Er þetta ekki síst mikilvægt á Íslandi sem eðli máls samkvæmt er landfræðilega afmarkaður markaður og hagkerfið byggir að töluverðu leyti á ferðamannaiðnaði. 3. Að skiptastjórar geri allt sem í þeirra valdi stendur til þess að tryggja það að eignir hverfi ekki af markaðnum og þar með að samkeppni á íslenskum flugmarkaði sé viðhaldið eftir því sem framast er unnt. Að öðru leyti má sjá yfirlýsinguna hér neðar, en tilmælin eru nokkuð ítarleg.Tilkynning SamkeppniseftirlitsinsTilmæli - Mikilvægi þess að hugað sé að samkeppni við næstu skref.Samkvæmt tilkynningu á vef Samgöngustofu og vef flugfélagsins WOW air morguninn 28. mars 2019 hefur flugfélagið hætt starfsemi. Í því ljósi vill Samkeppniseftirlitið koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri til viðkomandi stjórnvalda, hagsmunaaðila og almennings. Jafnframt beinir Samkeppniseftirlitið tilteknum tilmælum til viðkomandi stjórnvalda og þeirra aðila sem munu halda á viðkomandi eignum WOW í framhaldinu, sbr. nánar niðurlag tilkynningarinnar.Samkeppni WOW í áætlunarflugi til og frá Íslandi hefur verið mikilvægSamkeppni í viðskiptum er mikilvæg þar sem hún eykur velferð neytenda og stuðlar að hagkvæmni í atvinnulífinu. Á þetta við um áætlunarflug til og frá Íslandi en eðli málsins samkvæmt eru flugsamgöngur við önnur ríki afar mikilvægar fyrir íslenskt samfélag. Hefur reynslan sýnt að aukin samkeppni í flugi til og frá landinu lækkar verð og eykur tíðni ferða og bætir þar með þjónustu við neytendur. Þá er samkeppni á þessu sviði ein grundvallarforsendan fyrir vexti og viðgangi ferðaþjónustu á Íslandi.WOW hefur verið mikilvægur keppinautur í áætlunarflugi til og frá Íslandi frá því félagið hóf starfsemi um mitt ár 2012 og yfirtók í framhaldinu Iceland Express. Þegar Iceland Express kom inn á markaðinn árið 2003 með flugi til Kaupmannahafnar og London lækkaði verð um allt að 30-40%. Við innkomu Iceland Express á markaðina fyrir flug til Boston og New York árið 2010 lækkaði verð um allt að helming. Verðkannanir óháðra aðila á liðnum árum sýna að þessi verðsamkeppni hélst með innkomu WOW bæði í flugi til og frá Evrópu og Norður-Ameríku. Þessi aukna samkeppni hefur því leitt til mikils sparnaðar fyrir íslenskan almenning og fyrirtæki. Auk þess hefur lægra verð og aukin tíðni flugferða leitt til verulegrar fjölgunar ferðamanna en ferðaþjónusta er þegar orðin ein stærsta atvinnugrein landsins.Brotthvarf WOW mun að óbreyttu auka samþjöppunHlutdeild WOW air í áætlunarflugi til og frá Íslandi var 25-30% árið 2018 og hlutdeild Icelandair um 35-40% miðað við fjölda farþega. Með tengifarþegum var hlutdeild WOW 35-40% og hlutdeild Icelandair 40-45% sama ár. Hlutdeild annarra keppinauta, þ.e. erlendra flugfélaga, var mun minni og dreifðari. Með vísan til þessa þarf ekki að fjölyrða um að brotthvarf WOW af íslenska markaðnum skilur eftir sig umtalsvert skarð. Samþjöppun í flugi mun því aukast verulega, a.m.k. til skammst tíma.Mikilvægi afgreiðslutíma WOW á flugvöllumÞeir afgreiðslutímar (e. slot) á flugvöllum sem WOW hefur búið yfir geta verið mjög mikilvægir í samkeppni til og frá Íslandi. Í því sambandi er mikilvægt að gera greinarmun á flugfélögum sem fljúga „frá Íslandi“ og flugfélögum sem fljúga „til Íslands“. Flugfélög sem fljúga „frá Íslandi“ miða áætlun sína við að Keflavíkurflugvöllur sé þeirra heimahöfn og flug hefjist þar alla jafna að morgni dags og/eða að flugvöllurinn sé þeirra tengistöð. WOW og Icelandair hafa verið í þessum flokki flugfélaga og er eftirspurn þeirra eftir afgreiðslutímum því mikil á morgnana og síðdegis og þá er Keflavíkurflugvöllur þéttsetinn. Flugfélög sem fljúga „til Íslands“ eru hins vegar öll erlend flugfélög sem fljúga á milli áfangastaða erlendis og Íslands. Heimahöfn eða tengistöðvar þessara flugfélaga eru eðli máls samkvæmt erlendir flugvellir. Ákvarðanir félaganna um einstaka áfangastaði, þ.á m. Ísland, geta breyst með skömmum fyrirvara, enda eru viðskiptahagsmunir þeirra ekki tengdir Íslandi með sama hætti og þeirra flugfélaga sem reka starfsemi sína héðan.Flugfélög sem fljúga „frá Íslandi“ eru mikilvæg fyrir íslenska neytendur enda er þjónusta þeirra ekki síst sniðin að þeirra þörfum. Af þessu leiðir að afgreiðslutímar sem WOW býr yfir bæði á Keflavíkurflugvelli sem og á öðrum erlendum flugvöllum sem félagið hefur flogið til eru mikilvægir og verðmætir fyrir þá aðila sem vilja koma inn á íslenska markaðinn og hefja flug „frá Íslandi“ þar sem Keflavíkurflugvöllur er heimahöfn. Þessir afgreiðslutímar eru einnig mikilvægir við uppbyggingu leiðakerfis í áætlunarflugi til og frá Íslandi sem þjónar farþegum á leið yfir Atlantshafið. Afgreiðslutímar WOW geta því verið forsenda þess að nýr aðili geti hafið samkeppnishæft áætlunarflug til og frá Keflavíkurflugvelli.Eignir flugfélagaÞrátt fyrir að flugfélagið WOW air hafi nú hætt starfsemi kunna að vera til staðar ýmis verðmæti í félaginu sem nýst geta á íslenskum flugmarkaði í kjölfarið. Er um að ræða m.a. vörumerki, samninga við starfsfólk, samninga um leigu flugvéla og ýmis konar leyfi sem eftir atvikum er unnt að viðhalda í tiltekinn tíma. Í þessu samhengi skipta afgreiðslutímar á flugvöllum töluverðu máli, en um er að ræða takmörkuð gæði sem flugrekstraraðilar halda á, sbr. framangreint. Þannig er í reglum EES-réttar um afgreiðslutíma, sem gilda m.a. á Íslandi, gert ráð fyrir því að unnt sé, að vissum skilyrðum uppfylltum, að veita félagi sem hættir rekstri og jafnvel fer í þrotameðferð heimild til þess að halda eftir tilteknum réttindum á meðan leitað er leiða til þess að selja eignir til nýrra aðila og bjarga með því verðmætum. Líta má til erlendra fordæma í þessu sambandi.Fram hefur komið að WOW air skilaði í dag inn flugrekstrarleyfi sínu til Samgöngustofu. Úthlutun afgreiðslutíma á flugvöllum er tengd flugrekstrarleyfi viðkomandi flugfélags. Afar mikilvægt er að stjórnvöld hugi að því að flugrekstrarleyfið eða réttindi því tengd haldi gildi sínu að einhverju leyti og grípi e.a. til annarra ráðstafana til þess að stuðla að því að þrotabú félagsins geti nýtt sér þær eignir sem felast í afgreiðslutímum á flugvöllum og þar með að eignirnar nýtist hugsanlega til þess að viðhalda samkeppni á flugmarkaði.Viðskipti með eignir geta falið í sér samrunaÍ framkvæmd samkeppnislaga bæði hér á landi og í EES/ESB-samkeppnisrétti hefur verið litið svo á að kaup á eignum af þrotabúum geti falið í sér samruna í skilningi samkeppnisréttarins. Fordæmi erlendis sýna að reynt er að tryggja að viðskipti þrotabúa með eignir fallinna flugfélaga raski ekki samkeppni.Mikilvægt er að m.a. skiptastjórar hafi hliðsjón af því að samkeppnislög geta tekið til ráðstafana þeirra og þeir reyni eftir því sem unnt er að hafa hliðsjón af samkeppnissjónarmiðum. Ferðamennska á Íslandi Samkeppnismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ríkisstjórnin um fall WOW: „Efnahagsleg áhrif verða einkum til skamms tíma“ Ríkisstjórnin hefur lýst yfir vonbrigðum með að tilraunir WOW air til að tryggja rekstur félagsins hafi ekki skilað árangri. 28. mars 2019 10:50 WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 WOW air stöðvar allt flug Allt flug WOW air til og frá landinu í dag hefur verið stöðvað. 28. mars 2019 06:09 Ellefu hundruð missa vinnuna hjá WOW air Vinnumálastofnun hefur virkjað viðbragðsteymi. 28. mars 2019 10:07 Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti líklega ekki staðið óbreytt Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, segir að ríkissjóður þurfi að gera ráðstafanir vegna falls flugfélagsins WOW air. Það sé ekki víst að tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti staðið óbreytt. Það sé því mjög líklegt að ríkisstjórnin þyrfti að endurskoða hana. 28. mars 2019 10:49 WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur sent frá sér ítarlega yfirlýsingu þar sem farið er yfir stöðuna vegna falls WOW air. Þar brýna þau fyrir yfirvöldum og þeim aðilum sem halda nú á eignum WOW air að hugað sé að samkeppnislegum áhrifum ákvarðana sem teknar verða við úrlausn mála. Samkeppniseftirlitið nefnir sérstaklega til söguna þrjá punkta sem vert sé að hafa til hliðsjónar: 1. Að þeir sem koma að úrlausn málsins geri það sem í þeirra valdi stendur til þess að tryggja að eignir hverfi ekki af markaðnum, en þess í stað sé gripið til mögulegra ráðstafana sem stuðla að því að samkeppni á íslenskum flugmarkaði sé viðhaldið, eftir því sem framast er unnt. 2. Að flugmálayfirvöld, þ.m.t. samræmingarstjórar á flugvöllum, liðki fyrir því eftir því sem framast er kostur að eignir flugfélaga, óefnislegar sem og efnislegar, sem hætta starfsemi geti nýst nýjum aðilum í rekstri. Er þetta ekki síst mikilvægt á Íslandi sem eðli máls samkvæmt er landfræðilega afmarkaður markaður og hagkerfið byggir að töluverðu leyti á ferðamannaiðnaði. 3. Að skiptastjórar geri allt sem í þeirra valdi stendur til þess að tryggja það að eignir hverfi ekki af markaðnum og þar með að samkeppni á íslenskum flugmarkaði sé viðhaldið eftir því sem framast er unnt. Að öðru leyti má sjá yfirlýsinguna hér neðar, en tilmælin eru nokkuð ítarleg.Tilkynning SamkeppniseftirlitsinsTilmæli - Mikilvægi þess að hugað sé að samkeppni við næstu skref.Samkvæmt tilkynningu á vef Samgöngustofu og vef flugfélagsins WOW air morguninn 28. mars 2019 hefur flugfélagið hætt starfsemi. Í því ljósi vill Samkeppniseftirlitið koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri til viðkomandi stjórnvalda, hagsmunaaðila og almennings. Jafnframt beinir Samkeppniseftirlitið tilteknum tilmælum til viðkomandi stjórnvalda og þeirra aðila sem munu halda á viðkomandi eignum WOW í framhaldinu, sbr. nánar niðurlag tilkynningarinnar.Samkeppni WOW í áætlunarflugi til og frá Íslandi hefur verið mikilvægSamkeppni í viðskiptum er mikilvæg þar sem hún eykur velferð neytenda og stuðlar að hagkvæmni í atvinnulífinu. Á þetta við um áætlunarflug til og frá Íslandi en eðli málsins samkvæmt eru flugsamgöngur við önnur ríki afar mikilvægar fyrir íslenskt samfélag. Hefur reynslan sýnt að aukin samkeppni í flugi til og frá landinu lækkar verð og eykur tíðni ferða og bætir þar með þjónustu við neytendur. Þá er samkeppni á þessu sviði ein grundvallarforsendan fyrir vexti og viðgangi ferðaþjónustu á Íslandi.WOW hefur verið mikilvægur keppinautur í áætlunarflugi til og frá Íslandi frá því félagið hóf starfsemi um mitt ár 2012 og yfirtók í framhaldinu Iceland Express. Þegar Iceland Express kom inn á markaðinn árið 2003 með flugi til Kaupmannahafnar og London lækkaði verð um allt að 30-40%. Við innkomu Iceland Express á markaðina fyrir flug til Boston og New York árið 2010 lækkaði verð um allt að helming. Verðkannanir óháðra aðila á liðnum árum sýna að þessi verðsamkeppni hélst með innkomu WOW bæði í flugi til og frá Evrópu og Norður-Ameríku. Þessi aukna samkeppni hefur því leitt til mikils sparnaðar fyrir íslenskan almenning og fyrirtæki. Auk þess hefur lægra verð og aukin tíðni flugferða leitt til verulegrar fjölgunar ferðamanna en ferðaþjónusta er þegar orðin ein stærsta atvinnugrein landsins.Brotthvarf WOW mun að óbreyttu auka samþjöppunHlutdeild WOW air í áætlunarflugi til og frá Íslandi var 25-30% árið 2018 og hlutdeild Icelandair um 35-40% miðað við fjölda farþega. Með tengifarþegum var hlutdeild WOW 35-40% og hlutdeild Icelandair 40-45% sama ár. Hlutdeild annarra keppinauta, þ.e. erlendra flugfélaga, var mun minni og dreifðari. Með vísan til þessa þarf ekki að fjölyrða um að brotthvarf WOW af íslenska markaðnum skilur eftir sig umtalsvert skarð. Samþjöppun í flugi mun því aukast verulega, a.m.k. til skammst tíma.Mikilvægi afgreiðslutíma WOW á flugvöllumÞeir afgreiðslutímar (e. slot) á flugvöllum sem WOW hefur búið yfir geta verið mjög mikilvægir í samkeppni til og frá Íslandi. Í því sambandi er mikilvægt að gera greinarmun á flugfélögum sem fljúga „frá Íslandi“ og flugfélögum sem fljúga „til Íslands“. Flugfélög sem fljúga „frá Íslandi“ miða áætlun sína við að Keflavíkurflugvöllur sé þeirra heimahöfn og flug hefjist þar alla jafna að morgni dags og/eða að flugvöllurinn sé þeirra tengistöð. WOW og Icelandair hafa verið í þessum flokki flugfélaga og er eftirspurn þeirra eftir afgreiðslutímum því mikil á morgnana og síðdegis og þá er Keflavíkurflugvöllur þéttsetinn. Flugfélög sem fljúga „til Íslands“ eru hins vegar öll erlend flugfélög sem fljúga á milli áfangastaða erlendis og Íslands. Heimahöfn eða tengistöðvar þessara flugfélaga eru eðli máls samkvæmt erlendir flugvellir. Ákvarðanir félaganna um einstaka áfangastaði, þ.á m. Ísland, geta breyst með skömmum fyrirvara, enda eru viðskiptahagsmunir þeirra ekki tengdir Íslandi með sama hætti og þeirra flugfélaga sem reka starfsemi sína héðan.Flugfélög sem fljúga „frá Íslandi“ eru mikilvæg fyrir íslenska neytendur enda er þjónusta þeirra ekki síst sniðin að þeirra þörfum. Af þessu leiðir að afgreiðslutímar sem WOW býr yfir bæði á Keflavíkurflugvelli sem og á öðrum erlendum flugvöllum sem félagið hefur flogið til eru mikilvægir og verðmætir fyrir þá aðila sem vilja koma inn á íslenska markaðinn og hefja flug „frá Íslandi“ þar sem Keflavíkurflugvöllur er heimahöfn. Þessir afgreiðslutímar eru einnig mikilvægir við uppbyggingu leiðakerfis í áætlunarflugi til og frá Íslandi sem þjónar farþegum á leið yfir Atlantshafið. Afgreiðslutímar WOW geta því verið forsenda þess að nýr aðili geti hafið samkeppnishæft áætlunarflug til og frá Keflavíkurflugvelli.Eignir flugfélagaÞrátt fyrir að flugfélagið WOW air hafi nú hætt starfsemi kunna að vera til staðar ýmis verðmæti í félaginu sem nýst geta á íslenskum flugmarkaði í kjölfarið. Er um að ræða m.a. vörumerki, samninga við starfsfólk, samninga um leigu flugvéla og ýmis konar leyfi sem eftir atvikum er unnt að viðhalda í tiltekinn tíma. Í þessu samhengi skipta afgreiðslutímar á flugvöllum töluverðu máli, en um er að ræða takmörkuð gæði sem flugrekstraraðilar halda á, sbr. framangreint. Þannig er í reglum EES-réttar um afgreiðslutíma, sem gilda m.a. á Íslandi, gert ráð fyrir því að unnt sé, að vissum skilyrðum uppfylltum, að veita félagi sem hættir rekstri og jafnvel fer í þrotameðferð heimild til þess að halda eftir tilteknum réttindum á meðan leitað er leiða til þess að selja eignir til nýrra aðila og bjarga með því verðmætum. Líta má til erlendra fordæma í þessu sambandi.Fram hefur komið að WOW air skilaði í dag inn flugrekstrarleyfi sínu til Samgöngustofu. Úthlutun afgreiðslutíma á flugvöllum er tengd flugrekstrarleyfi viðkomandi flugfélags. Afar mikilvægt er að stjórnvöld hugi að því að flugrekstrarleyfið eða réttindi því tengd haldi gildi sínu að einhverju leyti og grípi e.a. til annarra ráðstafana til þess að stuðla að því að þrotabú félagsins geti nýtt sér þær eignir sem felast í afgreiðslutímum á flugvöllum og þar með að eignirnar nýtist hugsanlega til þess að viðhalda samkeppni á flugmarkaði.Viðskipti með eignir geta falið í sér samrunaÍ framkvæmd samkeppnislaga bæði hér á landi og í EES/ESB-samkeppnisrétti hefur verið litið svo á að kaup á eignum af þrotabúum geti falið í sér samruna í skilningi samkeppnisréttarins. Fordæmi erlendis sýna að reynt er að tryggja að viðskipti þrotabúa með eignir fallinna flugfélaga raski ekki samkeppni.Mikilvægt er að m.a. skiptastjórar hafi hliðsjón af því að samkeppnislög geta tekið til ráðstafana þeirra og þeir reyni eftir því sem unnt er að hafa hliðsjón af samkeppnissjónarmiðum.
Ferðamennska á Íslandi Samkeppnismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ríkisstjórnin um fall WOW: „Efnahagsleg áhrif verða einkum til skamms tíma“ Ríkisstjórnin hefur lýst yfir vonbrigðum með að tilraunir WOW air til að tryggja rekstur félagsins hafi ekki skilað árangri. 28. mars 2019 10:50 WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 WOW air stöðvar allt flug Allt flug WOW air til og frá landinu í dag hefur verið stöðvað. 28. mars 2019 06:09 Ellefu hundruð missa vinnuna hjá WOW air Vinnumálastofnun hefur virkjað viðbragðsteymi. 28. mars 2019 10:07 Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti líklega ekki staðið óbreytt Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, segir að ríkissjóður þurfi að gera ráðstafanir vegna falls flugfélagsins WOW air. Það sé ekki víst að tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti staðið óbreytt. Það sé því mjög líklegt að ríkisstjórnin þyrfti að endurskoða hana. 28. mars 2019 10:49 WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Sjá meira
Ríkisstjórnin um fall WOW: „Efnahagsleg áhrif verða einkum til skamms tíma“ Ríkisstjórnin hefur lýst yfir vonbrigðum með að tilraunir WOW air til að tryggja rekstur félagsins hafi ekki skilað árangri. 28. mars 2019 10:50
WOW air stöðvar allt flug Allt flug WOW air til og frá landinu í dag hefur verið stöðvað. 28. mars 2019 06:09
Ellefu hundruð missa vinnuna hjá WOW air Vinnumálastofnun hefur virkjað viðbragðsteymi. 28. mars 2019 10:07
Tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti líklega ekki staðið óbreytt Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, segir að ríkissjóður þurfi að gera ráðstafanir vegna falls flugfélagsins WOW air. Það sé ekki víst að tekjuáætlun ríkisstjórnarinnar geti staðið óbreytt. Það sé því mjög líklegt að ríkisstjórnin þyrfti að endurskoða hana. 28. mars 2019 10:49
WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31