Hátt verðlag á Íslandi meira áhyggjuefni en WOW air Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. mars 2019 15:55 Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Iceland Travel, tekur eftir breyttu ferðamynstri hjá sínum viðskiptavinum. Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Iceland Travel, hefur meiri áhyggjur af háu verðlagi á Íslandi en falli WOW air í tengslum við samdrátt í ferðaþjónustunni á Íslandi. Hann segir að undanfarið ár hafi hann tekið eftir breyttu ferðamynstri hjá ferðamönnum sem koma hingað til lands. Hörður hefur þannig tekið eftir því að minni eftirspurn er í dýrari ferðir hjá fyrirtækinu þar sem jafnvel er farið í kringum landið. Ferðirnar þyki orðið of dýrar fyrir ferðamennina sem kjósi í auknum mæli styttri dvöl og minni eyðslu. „Fólk er frekar að koma til að dvelja stutt og velur þá að binda sig meira við Suðvesturhornið í staðinn fyrir að kíkja á allt landið. Því miður þá er það kannski það sorglega við þetta að landsbyggðin líður fyrir þetta en sá samdráttur var kominn fyrir fall WOW air,“ segir Hörður. Aðspurður hvernig fréttir af WOW air horfi við honum svarar hann því til að fall WOW muni sennilega hafa áhrif til skemmri tíma. Hann segir að flestir viðskiptavina sinna séu búnir að bóka flug með öðrum flugfélögum. „Þá get ég ekki leynt því að Icelandair er mjög stór aðili í því og flytur okkar farþega að stærstum hluta.“ Sá hópur sem á í hvað mestu vandræðunum vegna WOW air og hefur keypt ferðir af Iceland Travel eru Ísraelsmenn sem áttu beint flug frá Tel Aviv. Hörður segir að þeir þurfi væntanlega að finna aðrar leiðir en beina flugið. Þrátt fyrir að fall WOW air hafi óneitanleg áhrif þurfi það þó ekki að þýða að ferðamennirnir hætti við að koma. „Ég held að þegar rykið fellur eftir nokkra daga þá verði myndin kannski nokkuð skýr og ég á ekki von á því, allavega hvað varðar þá farþega sem við eigum von á frá Iceland travel, muni hafa umtalsverð áhrif, ég sé það ekki.“ Iceland Travel er fyrst og fremst á heildsölumarkaði og hannar ferðir fyrir aðrar ferðaskrifstofur erlendis þannig að réttur neytenda fer eftir þeim reglum sem gilda í hverju landi fyrir sig en hingað til hefur enginn hringt í ferðaskrifstofunna og beðið um endurgreiðslu að sögn Harðar. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08 WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Samgöngustofa fór aldrei nærri því að grípa til aðgerða. 28. mars 2019 09:42 WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Sjá meira
Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Iceland Travel, hefur meiri áhyggjur af háu verðlagi á Íslandi en falli WOW air í tengslum við samdrátt í ferðaþjónustunni á Íslandi. Hann segir að undanfarið ár hafi hann tekið eftir breyttu ferðamynstri hjá ferðamönnum sem koma hingað til lands. Hörður hefur þannig tekið eftir því að minni eftirspurn er í dýrari ferðir hjá fyrirtækinu þar sem jafnvel er farið í kringum landið. Ferðirnar þyki orðið of dýrar fyrir ferðamennina sem kjósi í auknum mæli styttri dvöl og minni eyðslu. „Fólk er frekar að koma til að dvelja stutt og velur þá að binda sig meira við Suðvesturhornið í staðinn fyrir að kíkja á allt landið. Því miður þá er það kannski það sorglega við þetta að landsbyggðin líður fyrir þetta en sá samdráttur var kominn fyrir fall WOW air,“ segir Hörður. Aðspurður hvernig fréttir af WOW air horfi við honum svarar hann því til að fall WOW muni sennilega hafa áhrif til skemmri tíma. Hann segir að flestir viðskiptavina sinna séu búnir að bóka flug með öðrum flugfélögum. „Þá get ég ekki leynt því að Icelandair er mjög stór aðili í því og flytur okkar farþega að stærstum hluta.“ Sá hópur sem á í hvað mestu vandræðunum vegna WOW air og hefur keypt ferðir af Iceland Travel eru Ísraelsmenn sem áttu beint flug frá Tel Aviv. Hörður segir að þeir þurfi væntanlega að finna aðrar leiðir en beina flugið. Þrátt fyrir að fall WOW air hafi óneitanleg áhrif þurfi það þó ekki að þýða að ferðamennirnir hætti við að koma. „Ég held að þegar rykið fellur eftir nokkra daga þá verði myndin kannski nokkuð skýr og ég á ekki von á því, allavega hvað varðar þá farþega sem við eigum von á frá Iceland travel, muni hafa umtalsverð áhrif, ég sé það ekki.“ Iceland Travel er fyrst og fremst á heildsölumarkaði og hannar ferðir fyrir aðrar ferðaskrifstofur erlendis þannig að réttur neytenda fer eftir þeim reglum sem gilda í hverju landi fyrir sig en hingað til hefur enginn hringt í ferðaskrifstofunna og beðið um endurgreiðslu að sögn Harðar.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08 WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Samgöngustofa fór aldrei nærri því að grípa til aðgerða. 28. mars 2019 09:42 WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Sjá meira
Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08
WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Samgöngustofa fór aldrei nærri því að grípa til aðgerða. 28. mars 2019 09:42
WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31