Breytingar hjá Isavia verði sem sársaukaminnstar fyrir starfsfólk Jóhann K. Jóhannsson og Kjartan Kjartansson skrifa 28. mars 2019 16:16 Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia. Vísir/Stöð 2 Forstjóri Isavia býst við að fyrirtækið fækki afleysingastarfsfólki í sumar en segir að ekki verði breytingar á starfsemi á Keflavíkurflugvelli á næstu vikum vegna gjaldþrots Wow air. Hann segir að séð verði til þess að þær breytingar sem eigi sér stað verði sem sársaukaminnstar fyrir starfsfólk Isavia. Tilkynnt var um að Wow air hefði hætt allri starfsemi í morgun og var flugferðum félagsins aflýst. Um 1.100 manns missa vinnuna og hafa aldrei fleiri tapað atvinnu í einu gjaldþroti áður. Áætlað var að Wow air flytti um fimmtung allra farþega sem búist var við á Keflavíkurflugvelli á þessu ári og hlutfallið var enn hærra í fyrra. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia sem rekur flugvöllinn, segir því gefa augaleið að gjaldþrot flugfélagsins hafi áhrif á fyrirtækið. Þrátt fyrir að aflýsing flugferða Wow air hafi haft áhrif á þúsundir farþega segir Björn Óli að óheyrilega vel hafi gengið á flugvellinum í dag. Wow air hafi snemma tekist að snúa frá stórum hópi farþega sem hefði að öðrum kosti mætt á flugvöllinn með skilaboðum um að ferðum þeirra hefði verið aflýst. Önnur flugfélög eins og Icelandair, Easyjet og Norwegian hafi jafnframt staðið sig vel í að bjóðast til að taka við strandaglópum. „Það var kannski ekki rólegasti dagurinn en hann var engan vegin sé versti sem við höfum haft í flugstöðinni,“ segir Björn Óli.Gæti haft áhrif á framtíðaruppbyggingu Isavia hafi búið sig undir að svona gæti farið undanfarið og meðal annars rætt við önnur flugfélög sem gætu verið áhugasöm um að bæta við sig ferðum. Nokkur hafi sýnt áhuga en þó ekki í sama magni og Wow air. Hvað starfsemi Isavia varðar segir Björn Óli staðan verði skoðuð alvarlega næstu daga. Eftir hrunið hafi fyrirtækið gert sitt besta til þess að hreyfa sem minnst við starfsfólki en horfa til annarra hagræðingarmöguleika. Þannig verði líklega fækkað í hópi sumarstarfsfólks í ár. „Það verða breytingar en við ætlum að sjá til þess að þær verði sem sársaukaminnstar fyrir allt þetta góða starfsfólk sem við höfum,“ segir hann. Spurður að því hvort að þrot Wow air setji strik í reikning áforma um uppbyggingu flugvallarins segir Björn Óli að það sé mögulegt. Stefna Isavia sé þó að halda áfram hönnun flugvallabyggingar til að þær liggi fyrir til framtíðar. „Ákvörðun um hvenær við förum að byggja verður þá bara tekin miðað við þá stöðu sem verður á þeim tíma en það tekur allavegana hátt í ár áður en við erum tilbúin að fara í fyrstu bygginguna. Við munum bara meta það þegar þar að kemur á næsta ári,“ segir forstjórinn. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Örlög WOW hafi ekki „veruleg bein áhrif“ á Arion Stöðvun rekstrar WOW Air mun ekki hafa veruleg bein áhrif á afkomu Arion banka. 28. mars 2019 09:18 WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Samgöngustofa fór aldrei nærri því að grípa til aðgerða. 28. mars 2019 09:42 WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Mest lesið Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Viðskipti innlent Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Neytendur Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Sjá meira
Forstjóri Isavia býst við að fyrirtækið fækki afleysingastarfsfólki í sumar en segir að ekki verði breytingar á starfsemi á Keflavíkurflugvelli á næstu vikum vegna gjaldþrots Wow air. Hann segir að séð verði til þess að þær breytingar sem eigi sér stað verði sem sársaukaminnstar fyrir starfsfólk Isavia. Tilkynnt var um að Wow air hefði hætt allri starfsemi í morgun og var flugferðum félagsins aflýst. Um 1.100 manns missa vinnuna og hafa aldrei fleiri tapað atvinnu í einu gjaldþroti áður. Áætlað var að Wow air flytti um fimmtung allra farþega sem búist var við á Keflavíkurflugvelli á þessu ári og hlutfallið var enn hærra í fyrra. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia sem rekur flugvöllinn, segir því gefa augaleið að gjaldþrot flugfélagsins hafi áhrif á fyrirtækið. Þrátt fyrir að aflýsing flugferða Wow air hafi haft áhrif á þúsundir farþega segir Björn Óli að óheyrilega vel hafi gengið á flugvellinum í dag. Wow air hafi snemma tekist að snúa frá stórum hópi farþega sem hefði að öðrum kosti mætt á flugvöllinn með skilaboðum um að ferðum þeirra hefði verið aflýst. Önnur flugfélög eins og Icelandair, Easyjet og Norwegian hafi jafnframt staðið sig vel í að bjóðast til að taka við strandaglópum. „Það var kannski ekki rólegasti dagurinn en hann var engan vegin sé versti sem við höfum haft í flugstöðinni,“ segir Björn Óli.Gæti haft áhrif á framtíðaruppbyggingu Isavia hafi búið sig undir að svona gæti farið undanfarið og meðal annars rætt við önnur flugfélög sem gætu verið áhugasöm um að bæta við sig ferðum. Nokkur hafi sýnt áhuga en þó ekki í sama magni og Wow air. Hvað starfsemi Isavia varðar segir Björn Óli staðan verði skoðuð alvarlega næstu daga. Eftir hrunið hafi fyrirtækið gert sitt besta til þess að hreyfa sem minnst við starfsfólki en horfa til annarra hagræðingarmöguleika. Þannig verði líklega fækkað í hópi sumarstarfsfólks í ár. „Það verða breytingar en við ætlum að sjá til þess að þær verði sem sársaukaminnstar fyrir allt þetta góða starfsfólk sem við höfum,“ segir hann. Spurður að því hvort að þrot Wow air setji strik í reikning áforma um uppbyggingu flugvallarins segir Björn Óli að það sé mögulegt. Stefna Isavia sé þó að halda áfram hönnun flugvallabyggingar til að þær liggi fyrir til framtíðar. „Ákvörðun um hvenær við förum að byggja verður þá bara tekin miðað við þá stöðu sem verður á þeim tíma en það tekur allavegana hátt í ár áður en við erum tilbúin að fara í fyrstu bygginguna. Við munum bara meta það þegar þar að kemur á næsta ári,“ segir forstjórinn.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Örlög WOW hafi ekki „veruleg bein áhrif“ á Arion Stöðvun rekstrar WOW Air mun ekki hafa veruleg bein áhrif á afkomu Arion banka. 28. mars 2019 09:18 WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Samgöngustofa fór aldrei nærri því að grípa til aðgerða. 28. mars 2019 09:42 WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Mest lesið Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Viðskipti innlent Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Neytendur Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Sjá meira
Örlög WOW hafi ekki „veruleg bein áhrif“ á Arion Stöðvun rekstrar WOW Air mun ekki hafa veruleg bein áhrif á afkomu Arion banka. 28. mars 2019 09:18
WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Samgöngustofa fór aldrei nærri því að grípa til aðgerða. 28. mars 2019 09:42
WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31