Breiðþoturnar reyndust upphafið að falli WOW Kristján Már Unnarsson skrifar 28. mars 2019 21:30 Skúli Mogensen þegar hann fagnaði fyrstu breiðþotunni vorið 2016. Þetta reyndist vera upphafið að endalokunum. Stöð 2/Steingrímur Þórðarson. WOW-ævintýrið var ótrúleg sjö ára rússibanareið og ekki er nema ár liðið frá því fréttir birtust af því að WOW væri orðið stærra en Icelandair, mælt í farþegafjölda. Ris félagsins var bratt, en einnig fall þess. Saga WOW í stuttu máli var rakin í fréttum Stöðvar 2. Það var í nóvember 2011 sem Skúli Mogensen birtist eins og stormsveipur inn á flugmarkaðinn með WOW og hóf að selja farseðla til tólf borga í Evrópu. Skúli sagðist þá veðja á aukningu ferðamanna til Íslands. Skúli í viðtali við Stöð 2 þann 23. nóvember 2011 þegar WOW tók til starfa með því að selja farseðla.Mynd/Stöð 2.„Við höfum fylgst með ferðamannaiðnaðinum í svolítinn tíma og klárlega litið á það sem mjög áhugavert og skemmtilegt tækifæri,“ sagði Skúli þá á Stöð 2. Hann var þá þegar meðal ríkustu manna landsins, hafði hagnast á hugbúnaðarfyrirtækinu OZ, og var hrein eign hans og þáverandi eiginkonu metin á tæpa átta milljarða króna. Fyrsta flug WOW var þann 1. júní 2012, byrjað var með tvær Airbus A320 leiguvélar, og það tók Skúla aðeins fimm mánuði að gleypa Iceland Express, sem gerðist í október 2012. Húmór og léttleiki einkenndu WOW. Fyrstu vélarnar voru kallaðar WOW Force One og WOW Force Two.Mynd/Vísir.„Með þessu er orðið mjög öflugt lággjaldaflugfélag,“ sagði hann í viðtali um yfirtökuna á Iceland Express. Næstu þáttaskil urðu snemma árs 2015 þegar WOW eignaðist sínar fyrstu þotur, af gerðinni Airbus A321. Fagnað var á Reykjavíkurflugvelli, með forsetafrú og allsherjargoða. „Vél númer tvö er að koma um helgina. Þá verðum við með sex flugvélar hérna,“ sagði hann við móttökuna, en koma vélarinnar markaði jafnframt upphaf flugs til austurstrandar Bandaríkjanna.Fyrsta þotan sem WOW eignaðist, Airbus A321, fékk heiðursmóttöku slökkviliðsins á Reykjavíkurflugvelli í mars 2015.vísir/vilhelmEn Skúli var bara rétt að byrja, hann vildi líka komast til vesturstrandar Ameríku og Asíuflug, og vorið 2016 kynnti hann fyrstu breiðþotuna, Airbus A330, dýrustu og stærstu áætlunarvél íslenska flugflotans. „Listaverðið er um 30 milljarðar þannig að hvert og eitt sæti kostar 90 milljónir eða rúmlega það. Þannig að það er eins gott að þetta sé fullt,“ sagði Skúli um borð með þáverandi ferðamálaráðherra sér við hlið, Ragnheiði Elínu Árnadóttur. Fyrsta breiðþota WOW-air, Airbus A330, á Keflavíkurflugvelli vorið 2016.Stöð 2/Steíngrímur Þórðarson.Og breiðþoturnar áttu eftir að verða þrjár. Skúli hefur síðar viðurkennt að þetta hafi verið stóru mistökin. Allt virtist þó ganga vel, farþegatölur mældu WOW stærra en Icelandair fyrir ári, og WOW var þá komið með 22 þotur. En ekki var allt sem sýndist. Síðastliðið sumar hóf WOW skuldabréfaútboð til að treysta fjárhag félagsins og fengust með því nærri sjö milljarðar króna. Skúli í hópi starfsmanna í landganginum þegar fyrsta breiðþotan var kynnt.Stöð 2/Steingrímur Þórðarson.Í nóvember var tilkynnt að Icelandair væri að kaupa WOW, en hætti við þremur vikum síðar. Indigo Partners kom til sögunnar, WOW fækkaði þotum úr 20 niður í 11, sagði upp starfsfólki, svo hætti Indigo við í síðustu viku. Icelandair kom þá aftur að borðinu en sá enga glætu. „Rekstur og fjárhagsstaða WOW er með þeim hætti að við treystum okkur ekki til þess að halda áfram með málið og ákváðum að slíta viðræðum,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, síðastliðinn sunnudag. Gestir WOW-air og starfsmenn fylltu Airbus A330-breiðþotuna þegar komu hennar var fagnað í júní 2016.Stöð 2/Steingrímur ÞórðarsonEn Skúli gafst ekki upp, kröfuhafar féllust í fyrradag á að gefa sitt eftir gegn því að fá hlutabréf. „Í sjálfu sér er magnað að okkur hafi tekist að klára þetta svona hratt,“ sagði hann við Stöð 2. Það vantaði bara eitt upp á: „Þessu lýkur ekki fyrr en við fáum inn aukafjárfesta.“ Þeir fjárfestar fundust ekki í tæka tíð. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Skúli Mogensen og frú eiga tæpa 8 milljarða í hreinni eign Skúli Mogensen, kenndur við Oz og stærsti eigandi MP banka, og kona hans Margrét Ásgeirsdóttir eiga samanlagt tæplega 8 milljarða kr. í hreinni eign. 28. júlí 2011 08:24 Ný Airbus-vél WOW fékk nafnið Freyja WOW Air hefur fest kaup á tveimur glænýjum Airbus A321 flugvélum. 26. mars 2015 19:05 WOW fær stærstu þotur áætlunarflugs Íslendinga Fyrsta breiðþota WOW-flugfélagsins af þremur er komin til landsins en þær verða stærstu þotur í áætlunarflugi til og frá Íslandi. 2. júní 2016 10:33 WOW ætlar að fljúga til tólf áfangastaða Lággjaldafélagið WOW Air mun hefja flug til og frá Íslandi um mánaðarmótin maí-júní næstkomandi. Sala á miðum er þegar hafin á vef félagsins. 23. nóvember 2011 13:40 Fjárfesting í skuldabréfum WOW air í útboði félagsins verstu viðskipti ársins Kaup á skuldabréfum WOW air í útboði flugfélagsins í september eru verstu viðskipti ársins að mati dómnefndar Markaðarins. Fjármögnunin, um átta milljarðar króna, er sögð engan veginn hafa dugað flugfélaginu og komið allt of seint. 28. desember 2018 08:00 WOW air kaupir Iceland Express Flugfélagið WOW air hefur keypt rekstur Iceland Express. Frá þessu var greint á starfsmannafundi sem hófst klukkan fjögur. Þær flugleiðir sem Iceland Express flýgur nú verða þá farnar undir merkjum WOW air. Það er Skúli Mogensen sem á og rekur WOW air. Flugfélagið hóf störf í vor. 23. október 2012 16:07 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
WOW-ævintýrið var ótrúleg sjö ára rússibanareið og ekki er nema ár liðið frá því fréttir birtust af því að WOW væri orðið stærra en Icelandair, mælt í farþegafjölda. Ris félagsins var bratt, en einnig fall þess. Saga WOW í stuttu máli var rakin í fréttum Stöðvar 2. Það var í nóvember 2011 sem Skúli Mogensen birtist eins og stormsveipur inn á flugmarkaðinn með WOW og hóf að selja farseðla til tólf borga í Evrópu. Skúli sagðist þá veðja á aukningu ferðamanna til Íslands. Skúli í viðtali við Stöð 2 þann 23. nóvember 2011 þegar WOW tók til starfa með því að selja farseðla.Mynd/Stöð 2.„Við höfum fylgst með ferðamannaiðnaðinum í svolítinn tíma og klárlega litið á það sem mjög áhugavert og skemmtilegt tækifæri,“ sagði Skúli þá á Stöð 2. Hann var þá þegar meðal ríkustu manna landsins, hafði hagnast á hugbúnaðarfyrirtækinu OZ, og var hrein eign hans og þáverandi eiginkonu metin á tæpa átta milljarða króna. Fyrsta flug WOW var þann 1. júní 2012, byrjað var með tvær Airbus A320 leiguvélar, og það tók Skúla aðeins fimm mánuði að gleypa Iceland Express, sem gerðist í október 2012. Húmór og léttleiki einkenndu WOW. Fyrstu vélarnar voru kallaðar WOW Force One og WOW Force Two.Mynd/Vísir.„Með þessu er orðið mjög öflugt lággjaldaflugfélag,“ sagði hann í viðtali um yfirtökuna á Iceland Express. Næstu þáttaskil urðu snemma árs 2015 þegar WOW eignaðist sínar fyrstu þotur, af gerðinni Airbus A321. Fagnað var á Reykjavíkurflugvelli, með forsetafrú og allsherjargoða. „Vél númer tvö er að koma um helgina. Þá verðum við með sex flugvélar hérna,“ sagði hann við móttökuna, en koma vélarinnar markaði jafnframt upphaf flugs til austurstrandar Bandaríkjanna.Fyrsta þotan sem WOW eignaðist, Airbus A321, fékk heiðursmóttöku slökkviliðsins á Reykjavíkurflugvelli í mars 2015.vísir/vilhelmEn Skúli var bara rétt að byrja, hann vildi líka komast til vesturstrandar Ameríku og Asíuflug, og vorið 2016 kynnti hann fyrstu breiðþotuna, Airbus A330, dýrustu og stærstu áætlunarvél íslenska flugflotans. „Listaverðið er um 30 milljarðar þannig að hvert og eitt sæti kostar 90 milljónir eða rúmlega það. Þannig að það er eins gott að þetta sé fullt,“ sagði Skúli um borð með þáverandi ferðamálaráðherra sér við hlið, Ragnheiði Elínu Árnadóttur. Fyrsta breiðþota WOW-air, Airbus A330, á Keflavíkurflugvelli vorið 2016.Stöð 2/Steíngrímur Þórðarson.Og breiðþoturnar áttu eftir að verða þrjár. Skúli hefur síðar viðurkennt að þetta hafi verið stóru mistökin. Allt virtist þó ganga vel, farþegatölur mældu WOW stærra en Icelandair fyrir ári, og WOW var þá komið með 22 þotur. En ekki var allt sem sýndist. Síðastliðið sumar hóf WOW skuldabréfaútboð til að treysta fjárhag félagsins og fengust með því nærri sjö milljarðar króna. Skúli í hópi starfsmanna í landganginum þegar fyrsta breiðþotan var kynnt.Stöð 2/Steingrímur Þórðarson.Í nóvember var tilkynnt að Icelandair væri að kaupa WOW, en hætti við þremur vikum síðar. Indigo Partners kom til sögunnar, WOW fækkaði þotum úr 20 niður í 11, sagði upp starfsfólki, svo hætti Indigo við í síðustu viku. Icelandair kom þá aftur að borðinu en sá enga glætu. „Rekstur og fjárhagsstaða WOW er með þeim hætti að við treystum okkur ekki til þess að halda áfram með málið og ákváðum að slíta viðræðum,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, síðastliðinn sunnudag. Gestir WOW-air og starfsmenn fylltu Airbus A330-breiðþotuna þegar komu hennar var fagnað í júní 2016.Stöð 2/Steingrímur ÞórðarsonEn Skúli gafst ekki upp, kröfuhafar féllust í fyrradag á að gefa sitt eftir gegn því að fá hlutabréf. „Í sjálfu sér er magnað að okkur hafi tekist að klára þetta svona hratt,“ sagði hann við Stöð 2. Það vantaði bara eitt upp á: „Þessu lýkur ekki fyrr en við fáum inn aukafjárfesta.“ Þeir fjárfestar fundust ekki í tæka tíð. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Skúli Mogensen og frú eiga tæpa 8 milljarða í hreinni eign Skúli Mogensen, kenndur við Oz og stærsti eigandi MP banka, og kona hans Margrét Ásgeirsdóttir eiga samanlagt tæplega 8 milljarða kr. í hreinni eign. 28. júlí 2011 08:24 Ný Airbus-vél WOW fékk nafnið Freyja WOW Air hefur fest kaup á tveimur glænýjum Airbus A321 flugvélum. 26. mars 2015 19:05 WOW fær stærstu þotur áætlunarflugs Íslendinga Fyrsta breiðþota WOW-flugfélagsins af þremur er komin til landsins en þær verða stærstu þotur í áætlunarflugi til og frá Íslandi. 2. júní 2016 10:33 WOW ætlar að fljúga til tólf áfangastaða Lággjaldafélagið WOW Air mun hefja flug til og frá Íslandi um mánaðarmótin maí-júní næstkomandi. Sala á miðum er þegar hafin á vef félagsins. 23. nóvember 2011 13:40 Fjárfesting í skuldabréfum WOW air í útboði félagsins verstu viðskipti ársins Kaup á skuldabréfum WOW air í útboði flugfélagsins í september eru verstu viðskipti ársins að mati dómnefndar Markaðarins. Fjármögnunin, um átta milljarðar króna, er sögð engan veginn hafa dugað flugfélaginu og komið allt of seint. 28. desember 2018 08:00 WOW air kaupir Iceland Express Flugfélagið WOW air hefur keypt rekstur Iceland Express. Frá þessu var greint á starfsmannafundi sem hófst klukkan fjögur. Þær flugleiðir sem Iceland Express flýgur nú verða þá farnar undir merkjum WOW air. Það er Skúli Mogensen sem á og rekur WOW air. Flugfélagið hóf störf í vor. 23. október 2012 16:07 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Skúli Mogensen og frú eiga tæpa 8 milljarða í hreinni eign Skúli Mogensen, kenndur við Oz og stærsti eigandi MP banka, og kona hans Margrét Ásgeirsdóttir eiga samanlagt tæplega 8 milljarða kr. í hreinni eign. 28. júlí 2011 08:24
Ný Airbus-vél WOW fékk nafnið Freyja WOW Air hefur fest kaup á tveimur glænýjum Airbus A321 flugvélum. 26. mars 2015 19:05
WOW fær stærstu þotur áætlunarflugs Íslendinga Fyrsta breiðþota WOW-flugfélagsins af þremur er komin til landsins en þær verða stærstu þotur í áætlunarflugi til og frá Íslandi. 2. júní 2016 10:33
WOW ætlar að fljúga til tólf áfangastaða Lággjaldafélagið WOW Air mun hefja flug til og frá Íslandi um mánaðarmótin maí-júní næstkomandi. Sala á miðum er þegar hafin á vef félagsins. 23. nóvember 2011 13:40
Fjárfesting í skuldabréfum WOW air í útboði félagsins verstu viðskipti ársins Kaup á skuldabréfum WOW air í útboði flugfélagsins í september eru verstu viðskipti ársins að mati dómnefndar Markaðarins. Fjármögnunin, um átta milljarðar króna, er sögð engan veginn hafa dugað flugfélaginu og komið allt of seint. 28. desember 2018 08:00
WOW air kaupir Iceland Express Flugfélagið WOW air hefur keypt rekstur Iceland Express. Frá þessu var greint á starfsmannafundi sem hófst klukkan fjögur. Þær flugleiðir sem Iceland Express flýgur nú verða þá farnar undir merkjum WOW air. Það er Skúli Mogensen sem á og rekur WOW air. Flugfélagið hóf störf í vor. 23. október 2012 16:07