Körfubolti

Baldur: Ekki tilbúnir að hætta

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Baldur er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Þórs.
Baldur er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Þórs. vísir/valli
„Tilfinningin er mjög góð. Við vorum ekki tilbúnir að hætta þessu og það var mjög ánægjulegt að ná sigri hér,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Þórs Þ., við Vísi eftir sigurinn á Tindastóli, 67-87, í kvöld.

Þórsarar áttu góðan leik í kvöld og vörn þeirra var sérstaklega sterk í seinni hálfleik. Stólarnir skoruðu t.a.m. aðeins sex stig í 3. leikhluta.

„Við unnum vel saman í vörninni og vorum óeigingjarnir í sókn og hreyfðum boltann vel. Það var margt sem gekk vel í kvöld,“ sagði Baldur.

Með sigrinum í kvöld knúðu Þórsarar fram leik fjögur sem fer fram í Þorlákshöfn á laugardaginn.

„Núna eru þetta fjórir leikir í röð við sama liðið. Þetta verður hrikalega mikil barátta og slagsmál,“ sagði Baldur að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×