Ekki vera fiskur! Ragnar Þór Pétursson skrifar 29. mars 2019 11:00 Það er flókið að velja sér framtíðarstarf. Í þroskuðu lýðræðissamfélagi stendur fólk frammi fyrir mörgum kostum. Slíkt val er, í sögulegu samhengi, frekar ný til komið. Hjá þeim þjóðum sem styðjast við aðrar nafngiftarreglur en Íslendingar er býsna algengt að „ættarnafnið“ sé um leið starfsheiti. Í Þýskalandi, Englandi og Hollandi finnur þú Bäcker, Baker og Bakker. De Boer er bóndi og Ferraro járnsmiður; Potter er leirgerðarmaður og Rybak er sjómaður. „Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin stór?“ er þannig tiltölulega nýleg spurning. Svarið við henni lá lengi í nafni þess sem svaraði. Það var í raun ekki fyrr en mennta-, lista- og atvinnulíf varð sæmilega fjölbreytt að fólk hafði raunverulega valkosti. Og þá gat svarið meira að segja verið: „Ég veit það ekki“ eða „Ekkert eitt!“ Bandaríkjamaðurinn Tom Lehrer er ágætt dæmi um mann sem kaus að verða ekkert eitt. Hann er stærðfræðingur, lagahöfundur, skemmtikraftur, hermaður og háskólakennari. Stundum var hann eitt og stundum annað; stundum blandaði hann þessu öllu saman. Árið 1972 kenndi hann t.d. inngangskúrs í bandarískum háskóla sem hann kallaði „Stærðfræði fyrir tenóra.“ Á Youtube er hægt að hlusta á mörg stórskemmtileg lög sem Lehrer gerði ódauðleg. Meðal þeirra frægustu eru Elements (þar sem hann syngur nöfn efnanna í lotukerfinu) og New Math (þar sem hann gerir grín að ruglandi nýjungagirni í stærðfræðikennslu). Kaldhæðnislegri hlið sinni gerði hann skil í lögum eins og The Old Dope Peddler, þar sem hann sneri út úr þekktu rómantísku lagi og uppskar fyrir vikið bann á miðlum Breska ríkisútvarpsins. Af svipuðum meiði er vorvísan, um hve gaman það sé að rölta um almenningsgarðinn í góða veðrinu og eitra fyrir dúfum, Poisoning Pigeons In The Park. Ættarnafnið Lehrer þýðir kennari. Og vissulega var Tom Lehrer kennari, meira að segja afburðafær kennari. Það sem gerði hann að góðum kennara var samt ekki sú staðreynd að að hann var afkomandi kennara. Lehrer var góður kennari vegna margvíslegra hæfileika sinna og víðtæks áhuga á listum og raungreinum, góðrar og fjölbreyttrar menntunar – og vegna þess gríðarlega hugmyndaflugs og húmors sem einkennir öll hans verk. Góður kennari er nefnilega ekkert eitt. Þeir eru margvíslegir og ólíkir. Sumir eru innrænir en mjög áhugasamir um tiltekin fræðasvið, aðrir eru útrænir og elska að vera innan um fólk; sumir eru framsæknir og elska byltinga- og umbótastarf, aðrir eru íhaldssamir og elska að standa á traustum grunni. Saman mynda kennarar síðan einn stofn þess, sem nú er kallað, skólasamfélag. Með nemendum, foreldrum og öðru starfsfólki menntakerfisins verður til risastórt samfélag sem hannar utan um hverja nýja kynslóð þann ramma sem tryggja á að öll eigum við kost á meira en einu svari við spurningunni um það hvað við viljum verða. Ef þú stendur nú á þessum tímamótum og veist ekki hvað þú vilt verða skora ég á þig að velta því alvarlega fyrir þér að verða kennari. Það kann að vera að það hafi aldrei hvarflað að þér. Það er varla von. Þegar kemur að því að velja sér háskólanám erum við flest búin að vera innan um kennara svo óskaplega lengi að við tökum þeim sem sjálfsögðum hlut. Einhvern tíma var sagt: „Við vitum ekki hver það var sem uppgötvaði vatnið, en við erum nokkuð viss um að það var ekki fiskur.“ Ekki vera fiskur! En hugleiddu það í alvöru. Kennarastarfið er eitt af þessum störfum sem maður vex ekki aðeins inn í heldur vaxa með manni. Það veitir tækifæri til ævilangrar starfsþróunar og þótt það byggi á gömlum merg er nýsköpun óvíða meiri en í menntakerfum heimsins um þessar mundir. Samkvæmt spám er kennarastarfið í algjörum sérflokki þeirra starfa sem munu ná að laga sig að breyttum kröfum upplýsingatæknibyltingarinnar. Það eru nánast engar líkur á að kennarar horfi á eftir störfum sínum í faðm gervigreindar og tækni. Það kemur til af því að kennsla reynir á allt svið mannlegra hæfileika og gengur best þegar fjölbreyttur hópur af fólki kemur saman til að móta starfið og skólana. Ef þú vilt slást í hópinn ertu hjartanlega velkomin/n. Við, sem fyrir erum, hlökkum til að vinna með þér.Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Pétursson Skóla - og menntamál Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Sjá meira
Það er flókið að velja sér framtíðarstarf. Í þroskuðu lýðræðissamfélagi stendur fólk frammi fyrir mörgum kostum. Slíkt val er, í sögulegu samhengi, frekar ný til komið. Hjá þeim þjóðum sem styðjast við aðrar nafngiftarreglur en Íslendingar er býsna algengt að „ættarnafnið“ sé um leið starfsheiti. Í Þýskalandi, Englandi og Hollandi finnur þú Bäcker, Baker og Bakker. De Boer er bóndi og Ferraro járnsmiður; Potter er leirgerðarmaður og Rybak er sjómaður. „Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin stór?“ er þannig tiltölulega nýleg spurning. Svarið við henni lá lengi í nafni þess sem svaraði. Það var í raun ekki fyrr en mennta-, lista- og atvinnulíf varð sæmilega fjölbreytt að fólk hafði raunverulega valkosti. Og þá gat svarið meira að segja verið: „Ég veit það ekki“ eða „Ekkert eitt!“ Bandaríkjamaðurinn Tom Lehrer er ágætt dæmi um mann sem kaus að verða ekkert eitt. Hann er stærðfræðingur, lagahöfundur, skemmtikraftur, hermaður og háskólakennari. Stundum var hann eitt og stundum annað; stundum blandaði hann þessu öllu saman. Árið 1972 kenndi hann t.d. inngangskúrs í bandarískum háskóla sem hann kallaði „Stærðfræði fyrir tenóra.“ Á Youtube er hægt að hlusta á mörg stórskemmtileg lög sem Lehrer gerði ódauðleg. Meðal þeirra frægustu eru Elements (þar sem hann syngur nöfn efnanna í lotukerfinu) og New Math (þar sem hann gerir grín að ruglandi nýjungagirni í stærðfræðikennslu). Kaldhæðnislegri hlið sinni gerði hann skil í lögum eins og The Old Dope Peddler, þar sem hann sneri út úr þekktu rómantísku lagi og uppskar fyrir vikið bann á miðlum Breska ríkisútvarpsins. Af svipuðum meiði er vorvísan, um hve gaman það sé að rölta um almenningsgarðinn í góða veðrinu og eitra fyrir dúfum, Poisoning Pigeons In The Park. Ættarnafnið Lehrer þýðir kennari. Og vissulega var Tom Lehrer kennari, meira að segja afburðafær kennari. Það sem gerði hann að góðum kennara var samt ekki sú staðreynd að að hann var afkomandi kennara. Lehrer var góður kennari vegna margvíslegra hæfileika sinna og víðtæks áhuga á listum og raungreinum, góðrar og fjölbreyttrar menntunar – og vegna þess gríðarlega hugmyndaflugs og húmors sem einkennir öll hans verk. Góður kennari er nefnilega ekkert eitt. Þeir eru margvíslegir og ólíkir. Sumir eru innrænir en mjög áhugasamir um tiltekin fræðasvið, aðrir eru útrænir og elska að vera innan um fólk; sumir eru framsæknir og elska byltinga- og umbótastarf, aðrir eru íhaldssamir og elska að standa á traustum grunni. Saman mynda kennarar síðan einn stofn þess, sem nú er kallað, skólasamfélag. Með nemendum, foreldrum og öðru starfsfólki menntakerfisins verður til risastórt samfélag sem hannar utan um hverja nýja kynslóð þann ramma sem tryggja á að öll eigum við kost á meira en einu svari við spurningunni um það hvað við viljum verða. Ef þú stendur nú á þessum tímamótum og veist ekki hvað þú vilt verða skora ég á þig að velta því alvarlega fyrir þér að verða kennari. Það kann að vera að það hafi aldrei hvarflað að þér. Það er varla von. Þegar kemur að því að velja sér háskólanám erum við flest búin að vera innan um kennara svo óskaplega lengi að við tökum þeim sem sjálfsögðum hlut. Einhvern tíma var sagt: „Við vitum ekki hver það var sem uppgötvaði vatnið, en við erum nokkuð viss um að það var ekki fiskur.“ Ekki vera fiskur! En hugleiddu það í alvöru. Kennarastarfið er eitt af þessum störfum sem maður vex ekki aðeins inn í heldur vaxa með manni. Það veitir tækifæri til ævilangrar starfsþróunar og þótt það byggi á gömlum merg er nýsköpun óvíða meiri en í menntakerfum heimsins um þessar mundir. Samkvæmt spám er kennarastarfið í algjörum sérflokki þeirra starfa sem munu ná að laga sig að breyttum kröfum upplýsingatæknibyltingarinnar. Það eru nánast engar líkur á að kennarar horfi á eftir störfum sínum í faðm gervigreindar og tækni. Það kemur til af því að kennsla reynir á allt svið mannlegra hæfileika og gengur best þegar fjölbreyttur hópur af fólki kemur saman til að móta starfið og skólana. Ef þú vilt slást í hópinn ertu hjartanlega velkomin/n. Við, sem fyrir erum, hlökkum til að vinna með þér.Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun