Telur eðlilegt að skuldabréfaútboðið verði skoðað Birgir Olgeirsson skrifar 29. mars 2019 14:15 Eigendur WOW voru í viðræðum við tvo aðila um fjármögnun áður en flugvélarnar voru kyrrsettar af leigusölum sem vildu loforð um fjármögnun. Vísir/Vilhelm Spurningar hafa vaknað hjá kröfuhöfum WOW hvernig félagið gat farið í þrot innan sex mánaða eftir að skuldabréfaútboði félagsins lauk. Lögmaður skuldabréfaeigandanna segir vangaveltur séu uppi um skuldafjárútboðið og aðdraganda þess. Viðræður stóðu yfir við tvo aðila um fjármögnun félagsins þegar leigusalar kyrrsettu vélar WOW vegna þess að ekki fékkst loforð fyrir fjármögnun. Lögmaðurinn segir að tryggja hefði mátt framtíð félagsins hefðu kröfuhafarnir komið mánuði fyrr að rekstrinum. „Það hafa komið upp spurningar frá kröfuhöfum um og hvað gerðist þarna. Þetta er sérstök staða að félagið fari í þrot innan við sex mánuðum eftir að skuldabréfaútboðinu lauk. Það hafa komið upp vangaveltur hvort þyrfti að athuga hvernig þetta gerðist. Það er ekkert óeðlilegt þegar fólk tapar svona peningum að það átti sig á af hverju, svo ekki sé meira sagt um það. Þetta eru þannig fjárfestar. Þetta eru fagmenn sem vilja fá svör og útskýringar,“ segir Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lögmaður skuldabréfaeiganda WOW, í samtali við Vísi en rætt var við hann á vef RÚV fyrr í dag. WOW air skilaði inn flugrekstrarleyfi sínu í gærmorgun eftir að leigusalar ákváðu að kyrrsetja flugvélar félagsins. Kröfuhafar og skuldabréfaeigendur höfðu margir hverjir samþykkt að breyta skuldum WOW air við þá í hlutfé í WOW air. Nam hluturinn 49 prósentum, eða um fimmtán milljörðum króna.Steven Udvar-Hazy, forstjóri Air Lease Corporation.Vísir/GettyHöfðu kröfuhafarnir gert áætlun um að bjóða fjárfestum 51 prósenta hlut í WOW air á fimm milljarða króna til að tryggja rekstur félagsins. Guðmundur segir viðræður hafa staðið yfir við tvo aðila á miðvikudag.Vildu loforð um fjármögnun Hann segir leigusala flugvélanna hafa viljað sjá að búið væri að tryggja einhverskonar fjármagn í reksturinn áður en flugvélunum yrði hleypt aftur í loftið aðfaranótt fimmtudags. „Þeir vildu fá að sjá eitthvað fast í hendi,“ segir Guðmundur. Þegar það fékkst ekki voru flugvélarnar kyrrsettar. Á meðal leigusala WOW Air er Air Lease Corporation en greint var frá því á vef Fréttablaðsins í gær að WOW air hefði ekki staðið í skilum á 300 milljóna greiðslu til leigusalans fyrir miðnætti á fimmtudag.Hefðu kröfuhafar komið mánuði fyrr að rekstri félagsins hefði verið mögulegt að tryggja framtíð þess, að mati lögmanns skuldabréfaeigenda.Vísir/GettyGuðmundur segist ekki hafa upplýsingar um að þrjú hundruð milljóna króna greiðsla til Air Lease Corporation hefði verið að falla á gjalddaga.Sumir stressaðri en aðrir Leigusalar flugvéla WOW air voru nokkrir og voru eigendur WOW air í viðræðum við alla forsvarsmenn þeirra félaga. „Sumir voru meira stressaðir en aðrir,“ segir Guðmundur en vildi þó ekki gera upp á milli þeirra þegar hann er spurður hverjir það voru. Hann segir miður að kröfuhafar félagsins hafi ekki komið fyrr að rekstri félagsins. „Ég hefði verið vongóður um að tryggja framtíð félagsins ef við hefðum komið mánuði fyrr að borðinu. Það er miður því að umbjóðendur mínir tapa verulegum fjárhæðum. Við vorum búin að búa til plan sem hefði gert það að verkum að við hefðum getað bjargað verðmætum. En því miður tókst það ekki,“ segir Guðmundur.Fyrirsögn fréttarinnar var uppfærð klukkan 15:12 Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Önnur flugvél WOW af tveimur á Keflavíkurflugvelli kyrrsett Tvær flugvélar WOW air eru á Keflavíkurflugvelli og hefur Isavia kyrrsett aðra þeirra vegna skulda WOW við félagið. 29. mars 2019 13:02 Skúli hafi „brennt peninga“ Önnur lággjaldaflugfélög ættu að reyna að læra af falli WOW air. 29. mars 2019 08:00 Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Sjá meira
Spurningar hafa vaknað hjá kröfuhöfum WOW hvernig félagið gat farið í þrot innan sex mánaða eftir að skuldabréfaútboði félagsins lauk. Lögmaður skuldabréfaeigandanna segir vangaveltur séu uppi um skuldafjárútboðið og aðdraganda þess. Viðræður stóðu yfir við tvo aðila um fjármögnun félagsins þegar leigusalar kyrrsettu vélar WOW vegna þess að ekki fékkst loforð fyrir fjármögnun. Lögmaðurinn segir að tryggja hefði mátt framtíð félagsins hefðu kröfuhafarnir komið mánuði fyrr að rekstrinum. „Það hafa komið upp spurningar frá kröfuhöfum um og hvað gerðist þarna. Þetta er sérstök staða að félagið fari í þrot innan við sex mánuðum eftir að skuldabréfaútboðinu lauk. Það hafa komið upp vangaveltur hvort þyrfti að athuga hvernig þetta gerðist. Það er ekkert óeðlilegt þegar fólk tapar svona peningum að það átti sig á af hverju, svo ekki sé meira sagt um það. Þetta eru þannig fjárfestar. Þetta eru fagmenn sem vilja fá svör og útskýringar,“ segir Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lögmaður skuldabréfaeiganda WOW, í samtali við Vísi en rætt var við hann á vef RÚV fyrr í dag. WOW air skilaði inn flugrekstrarleyfi sínu í gærmorgun eftir að leigusalar ákváðu að kyrrsetja flugvélar félagsins. Kröfuhafar og skuldabréfaeigendur höfðu margir hverjir samþykkt að breyta skuldum WOW air við þá í hlutfé í WOW air. Nam hluturinn 49 prósentum, eða um fimmtán milljörðum króna.Steven Udvar-Hazy, forstjóri Air Lease Corporation.Vísir/GettyHöfðu kröfuhafarnir gert áætlun um að bjóða fjárfestum 51 prósenta hlut í WOW air á fimm milljarða króna til að tryggja rekstur félagsins. Guðmundur segir viðræður hafa staðið yfir við tvo aðila á miðvikudag.Vildu loforð um fjármögnun Hann segir leigusala flugvélanna hafa viljað sjá að búið væri að tryggja einhverskonar fjármagn í reksturinn áður en flugvélunum yrði hleypt aftur í loftið aðfaranótt fimmtudags. „Þeir vildu fá að sjá eitthvað fast í hendi,“ segir Guðmundur. Þegar það fékkst ekki voru flugvélarnar kyrrsettar. Á meðal leigusala WOW Air er Air Lease Corporation en greint var frá því á vef Fréttablaðsins í gær að WOW air hefði ekki staðið í skilum á 300 milljóna greiðslu til leigusalans fyrir miðnætti á fimmtudag.Hefðu kröfuhafar komið mánuði fyrr að rekstri félagsins hefði verið mögulegt að tryggja framtíð þess, að mati lögmanns skuldabréfaeigenda.Vísir/GettyGuðmundur segist ekki hafa upplýsingar um að þrjú hundruð milljóna króna greiðsla til Air Lease Corporation hefði verið að falla á gjalddaga.Sumir stressaðri en aðrir Leigusalar flugvéla WOW air voru nokkrir og voru eigendur WOW air í viðræðum við alla forsvarsmenn þeirra félaga. „Sumir voru meira stressaðir en aðrir,“ segir Guðmundur en vildi þó ekki gera upp á milli þeirra þegar hann er spurður hverjir það voru. Hann segir miður að kröfuhafar félagsins hafi ekki komið fyrr að rekstri félagsins. „Ég hefði verið vongóður um að tryggja framtíð félagsins ef við hefðum komið mánuði fyrr að borðinu. Það er miður því að umbjóðendur mínir tapa verulegum fjárhæðum. Við vorum búin að búa til plan sem hefði gert það að verkum að við hefðum getað bjargað verðmætum. En því miður tókst það ekki,“ segir Guðmundur.Fyrirsögn fréttarinnar var uppfærð klukkan 15:12
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Önnur flugvél WOW af tveimur á Keflavíkurflugvelli kyrrsett Tvær flugvélar WOW air eru á Keflavíkurflugvelli og hefur Isavia kyrrsett aðra þeirra vegna skulda WOW við félagið. 29. mars 2019 13:02 Skúli hafi „brennt peninga“ Önnur lággjaldaflugfélög ættu að reyna að læra af falli WOW air. 29. mars 2019 08:00 Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Sjá meira
Önnur flugvél WOW af tveimur á Keflavíkurflugvelli kyrrsett Tvær flugvélar WOW air eru á Keflavíkurflugvelli og hefur Isavia kyrrsett aðra þeirra vegna skulda WOW við félagið. 29. mars 2019 13:02
Skúli hafi „brennt peninga“ Önnur lággjaldaflugfélög ættu að reyna að læra af falli WOW air. 29. mars 2019 08:00