Klinki var hent inn á völlinn í leik Grindavíkur og Stjörnunnar er liðin mættust í fjórða leik átta liða úrslitanna í Dominos-deild karla.
Stjarnan hafði betur í leiknum og tryggði sér sæti í undanúrslitunum en undir lok leiksins henti einn stuðningsmaður Grindavíkur klinki í Antti Kanervo.
Eftir að peningurinn hafði haft viðkomu í Antti, sem lá eftir, skoppuðu þeir til Arnars Guðjónssonar, sem tók þá upp og labbaði inn á völlinn. Leikurinn var þó stopp.
Arnar sýndi dómurum leiksins peningana og klappai svo kaldhæðnislega fyrir stuðningsmönnum Grindavíkur. Mönnum heitt í hamsi. Eftir leikinn bað svo Arnar dómara leiksins afsökunar.
Hiti í Grindavík: Klinki kastað inn á völlinn
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn




„Bæði svekktur en líka stoltur“
Íslenski boltinn

„Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“
Körfubolti

„Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“
Körfubolti

„Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“
Körfubolti


„Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
