Farþegaflugvél Ethiopian Airlines hrapaði á leið til Naíróbí Atli Ísleifsson skrifar 10. mars 2019 08:38 Vélin var á leið frá Addis Ababa til Naíróbí. Getty Allir 157 um borð í flugvél eþíópíska flugfélagsins Ethiopian Airlines, ET302, fórust þegar hún hrapaði á leið sinni frá Addis Ababa til kenísku höfuðborgarinnar Naíróbí í morgun. Þetta staðfestir skrifstofa forsætisráðherra Eþíópíu. Vélin var af gerðinni Boeing 737-800MAX. Alls voru 149 farþegar um borð og átta í áhöfn. BBC segir frá því að hinir látnu hafi komið frá 33 ríkjum. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu klukkan 11 höfðu engar tilkynningar borist ráðuneytinu að íslenskir ríkisborgarar hafi verið um borð. Vélin tók á loft klukkan 8:38 og missti samband við flugturn sex mínútum síðar, klukkan 8:44. Vélin hrapaði við borgina Bishoftu, suðaustur af Addis Ababa.The Office of the PM, on behalf of the Government and people of Ethiopia, would like to express it’s deepest condolences to the families of those that have lost their loved ones on Ethiopian Airlines Boeing 737 on regular scheduled flight to Nairobi, Kenya this morning. — Office of the Prime Minister - Ethiopia (@PMEthiopia) March 10, 2019Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem farþegavél af gerðinni Boeing 737-800MAX hrapar, en síðasta haust hrapaði vél Lion Air fyrir utan Jakarta í Indónesíu. Vélarnar eru tiltölulegar nýjar og komu fyrst á markað árið 2016. Eþíópíska ríkisflugfélagið bætti vélunum við flotann á síðasta ári. Ethopian Airlines er stærsta flugfélag Afríku og er að fullu í eigu eþíópíska ríkisins. Þetta er ekki fyrsta mannskæða flugslysið í sögu Ethiopian Airlines. Árið 2010 fórust níutíu manns þegar vél félagsins hrapaði í Miðjarðarhaf eftir að hafa tekið á loft í líbönsku höfuðborginni Beirút. Mannskæðasta slysið í sögu flugfélagsins varð hins vegar í nóvember 1996 eftir að hópur manna hafði rænt vél, og flugmenn reyndu að nauðlenda á vatni eftir að eldneytið hafði klárast. Rakst vélin á kóralrif og fórust 123 af 175 um borð.Fréttin hefur verið uppfærð. Boeing Eþíópía Fréttir af flugi Kenía Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Titringur á Alþingi Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira
Allir 157 um borð í flugvél eþíópíska flugfélagsins Ethiopian Airlines, ET302, fórust þegar hún hrapaði á leið sinni frá Addis Ababa til kenísku höfuðborgarinnar Naíróbí í morgun. Þetta staðfestir skrifstofa forsætisráðherra Eþíópíu. Vélin var af gerðinni Boeing 737-800MAX. Alls voru 149 farþegar um borð og átta í áhöfn. BBC segir frá því að hinir látnu hafi komið frá 33 ríkjum. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu klukkan 11 höfðu engar tilkynningar borist ráðuneytinu að íslenskir ríkisborgarar hafi verið um borð. Vélin tók á loft klukkan 8:38 og missti samband við flugturn sex mínútum síðar, klukkan 8:44. Vélin hrapaði við borgina Bishoftu, suðaustur af Addis Ababa.The Office of the PM, on behalf of the Government and people of Ethiopia, would like to express it’s deepest condolences to the families of those that have lost their loved ones on Ethiopian Airlines Boeing 737 on regular scheduled flight to Nairobi, Kenya this morning. — Office of the Prime Minister - Ethiopia (@PMEthiopia) March 10, 2019Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem farþegavél af gerðinni Boeing 737-800MAX hrapar, en síðasta haust hrapaði vél Lion Air fyrir utan Jakarta í Indónesíu. Vélarnar eru tiltölulegar nýjar og komu fyrst á markað árið 2016. Eþíópíska ríkisflugfélagið bætti vélunum við flotann á síðasta ári. Ethopian Airlines er stærsta flugfélag Afríku og er að fullu í eigu eþíópíska ríkisins. Þetta er ekki fyrsta mannskæða flugslysið í sögu Ethiopian Airlines. Árið 2010 fórust níutíu manns þegar vél félagsins hrapaði í Miðjarðarhaf eftir að hafa tekið á loft í líbönsku höfuðborginni Beirút. Mannskæðasta slysið í sögu flugfélagsins varð hins vegar í nóvember 1996 eftir að hópur manna hafði rænt vél, og flugmenn reyndu að nauðlenda á vatni eftir að eldneytið hafði klárast. Rakst vélin á kóralrif og fórust 123 af 175 um borð.Fréttin hefur verið uppfærð.
Boeing Eþíópía Fréttir af flugi Kenía Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Titringur á Alþingi Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira