Umdeild samtök vilja banna Hatara að koma til Ísrael Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. mars 2019 18:52 Hataramenn hafa vakið mikla athygli fyrir framkomu sína, jafnt á sviðinu sem utan þess. Hér eru þeir eftir að hafa sigrað Söngvakeppni Sjónvarpsins síðastliðna helgi. Mynd/RÚV Shurat HaDin, umdeild ísraelsk samtök sem sjálf segjast berjast fyrir réttindum fórnarlamba hryðjuverkaárása í Ísrael hafa kallað eftir því að innanríkisráðherra Ísrael, Aryeh Deri, komi í veg fyrir að hljómsveitin Hatari fái að koma fram í Eurovision í Ísrael í maí. Ráðgert er að Hatari muni flytja lag sitt „Hatrið mun sigra,“ á fyrra undanúrslitakvöldi keppninnar sem fram fer þriðjudagskvöldið 14. maí. Úrslitakvöldið verður síðan laugardaginn 18. maí. Samtökin halda því fram að fái Hatari að koma fram, sé næsta víst að þeir mun nýta sér dagskrárvald sitt með því að mótmæla Ísraelsríki. Í umfjöllun ísraelska miðilsins Ynet News um mál sveitarinnar eru meðlimir Hatara sagðir hafa gagnrýnt Ríkisútvarpið fyrir að hafa ekki sniðgengið keppnina í ár vegna þess hvar hún er haldin. Þá eru Hataramenn sagðir hafa opinberað fyrirætlanir sínar um að notfæra sér sviðsljósið sem fyglir Eurovision með því að lýsa yfir samstöðu sinni með Palestínu og mótmæla mannréttindabrotum Ísraela á þeim.Málið mögulega tekið fyrir af innanríkisráðherranum Nitsana Darshan-Leitner, formaður Shurat HaDin, segir samtökin hafa fengið veður af stuðningsyfirlýsingu Hatara við sniðgöngu á keppninni. „Síðasta sumar skrifaði hljómsveitin undir ákall um sniðgöngu Íslands á Eurovision. Eftir að hafa sigrað lýsti Hatari því yfir að sveitin myndi mótmæla Ísrael á sviði keppninnar, þrátt fyrir að það brjóti í bága við reglur keppninnar.“Nitsana Darshan-Leitner, formaður Shurat HaDin.Mike Cohen/WikipediaDarshan-Leitner segir að samkvæmt lögum um inngöngu í Ísraelsríki sé einstaklingum sem ekki séu ísraelskir ríkisborgarar eða hafi dvalarleyfi í landinu, fái ekki inngöngu inn í landið hafi einstaklingurinn eða samtök sem hann er í forsvari fyrir stutt formlega við sniðgöngu á Ísrael. Talsmaður innanríkisráðherra Ísraels hefur sagt að beiðni samtakanna um að meina Hatara að koma inn í landið verði tekin fyrir þegar formleg beiðni berst innanríkisráðuneytinu. Hún verði síðan tekin fyrir í samvinnu við viðeigandi yfirvöld.Umdeild samtök Shurat HaDin lýsa sjálfum sér sem mannréttindasamtökum sem ætlað er að tala máli fórnarlamba hryðjuverkaárása, gyðinga og Ísraela. Starf Shurat HaDin gengur að miklu leyti út á að notfæra sér réttarkerfið til þess að sækja til saka þá sem samtökin telja styðja málstað hryðjuverkamanna, eða aðra sem samtökin sjá sem óvini gyðinga og Ísraelsmanna. Margir hafa sakað samtökin um að stunda beinlínis „lagalegan skæruhernað,“ þar sem þeir sem hugnast ekki samtökunum eru dregnir fyrir dómstóla og mannorð þeirra skaddað í nafni þess að „sigrast“ á þeim sem ekki þóknast Shurat HaDin. Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Pólitíkin í Eurovision gömul saga og ný Val Íslendinga á fulltrúa í Eurovision hefur aldrei vakið jafn mikla athygli utan landsteinanna og í ár. 10. mars 2019 13:30 Hatari í viðtali við ísraelska sjónvarpsstöð: Fáni Palestínumanna líklega ekki á sviðinu í Tel Aviv Hljómsveitin Hatari vann Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöldið en sveitin hafði betur gegn Friðriki Ómari í einvígi í úrslitum Söngvakeppninnar. Hatari verður því fulltrúi Íslands í Ísrael í maí og er nú þegar byrjað að fjalla um sveitina í miðlum í Ísrael. 5. mars 2019 15:15 Dagskrárstjóri um Hatara: „Það er engin ástæða til að örvænta“ Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, segir að engin ástæða sé til að hafa miklar áhyggjur af því að framlag Íslands til Eurovision verði dæmt úr keppni fyrir að brjóta í bága við lög Eurovision. 5. mars 2019 18:32 Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Sjá meira
Shurat HaDin, umdeild ísraelsk samtök sem sjálf segjast berjast fyrir réttindum fórnarlamba hryðjuverkaárása í Ísrael hafa kallað eftir því að innanríkisráðherra Ísrael, Aryeh Deri, komi í veg fyrir að hljómsveitin Hatari fái að koma fram í Eurovision í Ísrael í maí. Ráðgert er að Hatari muni flytja lag sitt „Hatrið mun sigra,“ á fyrra undanúrslitakvöldi keppninnar sem fram fer þriðjudagskvöldið 14. maí. Úrslitakvöldið verður síðan laugardaginn 18. maí. Samtökin halda því fram að fái Hatari að koma fram, sé næsta víst að þeir mun nýta sér dagskrárvald sitt með því að mótmæla Ísraelsríki. Í umfjöllun ísraelska miðilsins Ynet News um mál sveitarinnar eru meðlimir Hatara sagðir hafa gagnrýnt Ríkisútvarpið fyrir að hafa ekki sniðgengið keppnina í ár vegna þess hvar hún er haldin. Þá eru Hataramenn sagðir hafa opinberað fyrirætlanir sínar um að notfæra sér sviðsljósið sem fyglir Eurovision með því að lýsa yfir samstöðu sinni með Palestínu og mótmæla mannréttindabrotum Ísraela á þeim.Málið mögulega tekið fyrir af innanríkisráðherranum Nitsana Darshan-Leitner, formaður Shurat HaDin, segir samtökin hafa fengið veður af stuðningsyfirlýsingu Hatara við sniðgöngu á keppninni. „Síðasta sumar skrifaði hljómsveitin undir ákall um sniðgöngu Íslands á Eurovision. Eftir að hafa sigrað lýsti Hatari því yfir að sveitin myndi mótmæla Ísrael á sviði keppninnar, þrátt fyrir að það brjóti í bága við reglur keppninnar.“Nitsana Darshan-Leitner, formaður Shurat HaDin.Mike Cohen/WikipediaDarshan-Leitner segir að samkvæmt lögum um inngöngu í Ísraelsríki sé einstaklingum sem ekki séu ísraelskir ríkisborgarar eða hafi dvalarleyfi í landinu, fái ekki inngöngu inn í landið hafi einstaklingurinn eða samtök sem hann er í forsvari fyrir stutt formlega við sniðgöngu á Ísrael. Talsmaður innanríkisráðherra Ísraels hefur sagt að beiðni samtakanna um að meina Hatara að koma inn í landið verði tekin fyrir þegar formleg beiðni berst innanríkisráðuneytinu. Hún verði síðan tekin fyrir í samvinnu við viðeigandi yfirvöld.Umdeild samtök Shurat HaDin lýsa sjálfum sér sem mannréttindasamtökum sem ætlað er að tala máli fórnarlamba hryðjuverkaárása, gyðinga og Ísraela. Starf Shurat HaDin gengur að miklu leyti út á að notfæra sér réttarkerfið til þess að sækja til saka þá sem samtökin telja styðja málstað hryðjuverkamanna, eða aðra sem samtökin sjá sem óvini gyðinga og Ísraelsmanna. Margir hafa sakað samtökin um að stunda beinlínis „lagalegan skæruhernað,“ þar sem þeir sem hugnast ekki samtökunum eru dregnir fyrir dómstóla og mannorð þeirra skaddað í nafni þess að „sigrast“ á þeim sem ekki þóknast Shurat HaDin.
Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Pólitíkin í Eurovision gömul saga og ný Val Íslendinga á fulltrúa í Eurovision hefur aldrei vakið jafn mikla athygli utan landsteinanna og í ár. 10. mars 2019 13:30 Hatari í viðtali við ísraelska sjónvarpsstöð: Fáni Palestínumanna líklega ekki á sviðinu í Tel Aviv Hljómsveitin Hatari vann Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöldið en sveitin hafði betur gegn Friðriki Ómari í einvígi í úrslitum Söngvakeppninnar. Hatari verður því fulltrúi Íslands í Ísrael í maí og er nú þegar byrjað að fjalla um sveitina í miðlum í Ísrael. 5. mars 2019 15:15 Dagskrárstjóri um Hatara: „Það er engin ástæða til að örvænta“ Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, segir að engin ástæða sé til að hafa miklar áhyggjur af því að framlag Íslands til Eurovision verði dæmt úr keppni fyrir að brjóta í bága við lög Eurovision. 5. mars 2019 18:32 Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Sjá meira
Pólitíkin í Eurovision gömul saga og ný Val Íslendinga á fulltrúa í Eurovision hefur aldrei vakið jafn mikla athygli utan landsteinanna og í ár. 10. mars 2019 13:30
Hatari í viðtali við ísraelska sjónvarpsstöð: Fáni Palestínumanna líklega ekki á sviðinu í Tel Aviv Hljómsveitin Hatari vann Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöldið en sveitin hafði betur gegn Friðriki Ómari í einvígi í úrslitum Söngvakeppninnar. Hatari verður því fulltrúi Íslands í Ísrael í maí og er nú þegar byrjað að fjalla um sveitina í miðlum í Ísrael. 5. mars 2019 15:15
Dagskrárstjóri um Hatara: „Það er engin ástæða til að örvænta“ Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, segir að engin ástæða sé til að hafa miklar áhyggjur af því að framlag Íslands til Eurovision verði dæmt úr keppni fyrir að brjóta í bága við lög Eurovision. 5. mars 2019 18:32