Umdeild samtök vilja banna Hatara að koma til Ísrael Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. mars 2019 18:52 Hataramenn hafa vakið mikla athygli fyrir framkomu sína, jafnt á sviðinu sem utan þess. Hér eru þeir eftir að hafa sigrað Söngvakeppni Sjónvarpsins síðastliðna helgi. Mynd/RÚV Shurat HaDin, umdeild ísraelsk samtök sem sjálf segjast berjast fyrir réttindum fórnarlamba hryðjuverkaárása í Ísrael hafa kallað eftir því að innanríkisráðherra Ísrael, Aryeh Deri, komi í veg fyrir að hljómsveitin Hatari fái að koma fram í Eurovision í Ísrael í maí. Ráðgert er að Hatari muni flytja lag sitt „Hatrið mun sigra,“ á fyrra undanúrslitakvöldi keppninnar sem fram fer þriðjudagskvöldið 14. maí. Úrslitakvöldið verður síðan laugardaginn 18. maí. Samtökin halda því fram að fái Hatari að koma fram, sé næsta víst að þeir mun nýta sér dagskrárvald sitt með því að mótmæla Ísraelsríki. Í umfjöllun ísraelska miðilsins Ynet News um mál sveitarinnar eru meðlimir Hatara sagðir hafa gagnrýnt Ríkisútvarpið fyrir að hafa ekki sniðgengið keppnina í ár vegna þess hvar hún er haldin. Þá eru Hataramenn sagðir hafa opinberað fyrirætlanir sínar um að notfæra sér sviðsljósið sem fyglir Eurovision með því að lýsa yfir samstöðu sinni með Palestínu og mótmæla mannréttindabrotum Ísraela á þeim.Málið mögulega tekið fyrir af innanríkisráðherranum Nitsana Darshan-Leitner, formaður Shurat HaDin, segir samtökin hafa fengið veður af stuðningsyfirlýsingu Hatara við sniðgöngu á keppninni. „Síðasta sumar skrifaði hljómsveitin undir ákall um sniðgöngu Íslands á Eurovision. Eftir að hafa sigrað lýsti Hatari því yfir að sveitin myndi mótmæla Ísrael á sviði keppninnar, þrátt fyrir að það brjóti í bága við reglur keppninnar.“Nitsana Darshan-Leitner, formaður Shurat HaDin.Mike Cohen/WikipediaDarshan-Leitner segir að samkvæmt lögum um inngöngu í Ísraelsríki sé einstaklingum sem ekki séu ísraelskir ríkisborgarar eða hafi dvalarleyfi í landinu, fái ekki inngöngu inn í landið hafi einstaklingurinn eða samtök sem hann er í forsvari fyrir stutt formlega við sniðgöngu á Ísrael. Talsmaður innanríkisráðherra Ísraels hefur sagt að beiðni samtakanna um að meina Hatara að koma inn í landið verði tekin fyrir þegar formleg beiðni berst innanríkisráðuneytinu. Hún verði síðan tekin fyrir í samvinnu við viðeigandi yfirvöld.Umdeild samtök Shurat HaDin lýsa sjálfum sér sem mannréttindasamtökum sem ætlað er að tala máli fórnarlamba hryðjuverkaárása, gyðinga og Ísraela. Starf Shurat HaDin gengur að miklu leyti út á að notfæra sér réttarkerfið til þess að sækja til saka þá sem samtökin telja styðja málstað hryðjuverkamanna, eða aðra sem samtökin sjá sem óvini gyðinga og Ísraelsmanna. Margir hafa sakað samtökin um að stunda beinlínis „lagalegan skæruhernað,“ þar sem þeir sem hugnast ekki samtökunum eru dregnir fyrir dómstóla og mannorð þeirra skaddað í nafni þess að „sigrast“ á þeim sem ekki þóknast Shurat HaDin. Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Pólitíkin í Eurovision gömul saga og ný Val Íslendinga á fulltrúa í Eurovision hefur aldrei vakið jafn mikla athygli utan landsteinanna og í ár. 10. mars 2019 13:30 Hatari í viðtali við ísraelska sjónvarpsstöð: Fáni Palestínumanna líklega ekki á sviðinu í Tel Aviv Hljómsveitin Hatari vann Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöldið en sveitin hafði betur gegn Friðriki Ómari í einvígi í úrslitum Söngvakeppninnar. Hatari verður því fulltrúi Íslands í Ísrael í maí og er nú þegar byrjað að fjalla um sveitina í miðlum í Ísrael. 5. mars 2019 15:15 Dagskrárstjóri um Hatara: „Það er engin ástæða til að örvænta“ Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, segir að engin ástæða sé til að hafa miklar áhyggjur af því að framlag Íslands til Eurovision verði dæmt úr keppni fyrir að brjóta í bága við lög Eurovision. 5. mars 2019 18:32 Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Shurat HaDin, umdeild ísraelsk samtök sem sjálf segjast berjast fyrir réttindum fórnarlamba hryðjuverkaárása í Ísrael hafa kallað eftir því að innanríkisráðherra Ísrael, Aryeh Deri, komi í veg fyrir að hljómsveitin Hatari fái að koma fram í Eurovision í Ísrael í maí. Ráðgert er að Hatari muni flytja lag sitt „Hatrið mun sigra,“ á fyrra undanúrslitakvöldi keppninnar sem fram fer þriðjudagskvöldið 14. maí. Úrslitakvöldið verður síðan laugardaginn 18. maí. Samtökin halda því fram að fái Hatari að koma fram, sé næsta víst að þeir mun nýta sér dagskrárvald sitt með því að mótmæla Ísraelsríki. Í umfjöllun ísraelska miðilsins Ynet News um mál sveitarinnar eru meðlimir Hatara sagðir hafa gagnrýnt Ríkisútvarpið fyrir að hafa ekki sniðgengið keppnina í ár vegna þess hvar hún er haldin. Þá eru Hataramenn sagðir hafa opinberað fyrirætlanir sínar um að notfæra sér sviðsljósið sem fyglir Eurovision með því að lýsa yfir samstöðu sinni með Palestínu og mótmæla mannréttindabrotum Ísraela á þeim.Málið mögulega tekið fyrir af innanríkisráðherranum Nitsana Darshan-Leitner, formaður Shurat HaDin, segir samtökin hafa fengið veður af stuðningsyfirlýsingu Hatara við sniðgöngu á keppninni. „Síðasta sumar skrifaði hljómsveitin undir ákall um sniðgöngu Íslands á Eurovision. Eftir að hafa sigrað lýsti Hatari því yfir að sveitin myndi mótmæla Ísrael á sviði keppninnar, þrátt fyrir að það brjóti í bága við reglur keppninnar.“Nitsana Darshan-Leitner, formaður Shurat HaDin.Mike Cohen/WikipediaDarshan-Leitner segir að samkvæmt lögum um inngöngu í Ísraelsríki sé einstaklingum sem ekki séu ísraelskir ríkisborgarar eða hafi dvalarleyfi í landinu, fái ekki inngöngu inn í landið hafi einstaklingurinn eða samtök sem hann er í forsvari fyrir stutt formlega við sniðgöngu á Ísrael. Talsmaður innanríkisráðherra Ísraels hefur sagt að beiðni samtakanna um að meina Hatara að koma inn í landið verði tekin fyrir þegar formleg beiðni berst innanríkisráðuneytinu. Hún verði síðan tekin fyrir í samvinnu við viðeigandi yfirvöld.Umdeild samtök Shurat HaDin lýsa sjálfum sér sem mannréttindasamtökum sem ætlað er að tala máli fórnarlamba hryðjuverkaárása, gyðinga og Ísraela. Starf Shurat HaDin gengur að miklu leyti út á að notfæra sér réttarkerfið til þess að sækja til saka þá sem samtökin telja styðja málstað hryðjuverkamanna, eða aðra sem samtökin sjá sem óvini gyðinga og Ísraelsmanna. Margir hafa sakað samtökin um að stunda beinlínis „lagalegan skæruhernað,“ þar sem þeir sem hugnast ekki samtökunum eru dregnir fyrir dómstóla og mannorð þeirra skaddað í nafni þess að „sigrast“ á þeim sem ekki þóknast Shurat HaDin.
Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Pólitíkin í Eurovision gömul saga og ný Val Íslendinga á fulltrúa í Eurovision hefur aldrei vakið jafn mikla athygli utan landsteinanna og í ár. 10. mars 2019 13:30 Hatari í viðtali við ísraelska sjónvarpsstöð: Fáni Palestínumanna líklega ekki á sviðinu í Tel Aviv Hljómsveitin Hatari vann Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöldið en sveitin hafði betur gegn Friðriki Ómari í einvígi í úrslitum Söngvakeppninnar. Hatari verður því fulltrúi Íslands í Ísrael í maí og er nú þegar byrjað að fjalla um sveitina í miðlum í Ísrael. 5. mars 2019 15:15 Dagskrárstjóri um Hatara: „Það er engin ástæða til að örvænta“ Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, segir að engin ástæða sé til að hafa miklar áhyggjur af því að framlag Íslands til Eurovision verði dæmt úr keppni fyrir að brjóta í bága við lög Eurovision. 5. mars 2019 18:32 Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Pólitíkin í Eurovision gömul saga og ný Val Íslendinga á fulltrúa í Eurovision hefur aldrei vakið jafn mikla athygli utan landsteinanna og í ár. 10. mars 2019 13:30
Hatari í viðtali við ísraelska sjónvarpsstöð: Fáni Palestínumanna líklega ekki á sviðinu í Tel Aviv Hljómsveitin Hatari vann Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöldið en sveitin hafði betur gegn Friðriki Ómari í einvígi í úrslitum Söngvakeppninnar. Hatari verður því fulltrúi Íslands í Ísrael í maí og er nú þegar byrjað að fjalla um sveitina í miðlum í Ísrael. 5. mars 2019 15:15
Dagskrárstjóri um Hatara: „Það er engin ástæða til að örvænta“ Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, segir að engin ástæða sé til að hafa miklar áhyggjur af því að framlag Íslands til Eurovision verði dæmt úr keppni fyrir að brjóta í bága við lög Eurovision. 5. mars 2019 18:32
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“