Sverrir Þór: Maður velur sér ekkert andstæðinga Smári Jökull Jónsson skrifar 10. mars 2019 21:49 Sverrir Þór var ánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld. Vísir „Við vorum með yfirhöndina nánast allan tímann og einhverjum fimmtán stigum yfir í hálfleik, en varnarlega ekki nógu góðir. Þriðji leikhluti var algjörlega frábær, vörnin frábær og við fengum mikið af auðveldum körfum og það var góð stemmning í liðinu,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn á Val í Dominos-deildinni í kvöld. „Þeir voru held ég komnir með einhver 7 stig eftir níu mínútur í þriðja leikhluta. Ég get ekki verið annað en ánægður með það og við töluðum um í hálfleik að við þyrftum að leggja meira á okkur varnarlega. Við gerðum það og ég er kátur með það.“ Keflvíkingar fengu framlag frá mörgum í kvöld og sjö leikmenn sem skoruðu yfir 10 stig í leiknum. „Það er gott að það séu að koma stig úti um allt. Við þurfum að fá stig frá okkar aðalmönnum og þeir sem eru að spila eitthvað minna þurfa að skila sínu líka.“ Með sigrinum í kvöld tryggðu Keflvíkingar sér heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og þeir eiga úrslitaleik við Tindastól á Króknum í næstu umferð um þriðja sæti deildarinnar. „Við þurfum að vinna þar en það er ansi erfitt að vinna þarna fyrir norðan, þeir eru með hörkulið. Við förum þangað og gefum allt í þetta og ætlum þangað til að sækja sigur og reyna að komast í 3.sætið. Nú höfum við nokkra daga til að undirbúa það og við þurfum að spila hörkuvel. Við þurfum hörkuframlag frá öllum hópnum þar.“ Eins og staðan er núna munu þeir sem lenda í 3.sæti deildarinnar mæta Þór frá Þorlákshöfn í úrslitakeppninni en 4.sætið fær fimmfalda Íslandsmeistara KR. Sverrir sagði Keflvíkinga ekki hugsa stöðuna út frá því hverjum þeir munu hugsanlega mæta. „Við viljum enda sem hæst og við eigum möguleika á 3.sætinu og eftir leikinn á Króknum þá sér maður hverjum maður mun mæta. Maður velur sér ekkert andstæðinga, þetta er allt erfitt. Við erum búnir að tryggja topp fjóra og það er einn leikur eftir sem við ætlum að vinna.“ Dominos-deild karla Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira
„Við vorum með yfirhöndina nánast allan tímann og einhverjum fimmtán stigum yfir í hálfleik, en varnarlega ekki nógu góðir. Þriðji leikhluti var algjörlega frábær, vörnin frábær og við fengum mikið af auðveldum körfum og það var góð stemmning í liðinu,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn á Val í Dominos-deildinni í kvöld. „Þeir voru held ég komnir með einhver 7 stig eftir níu mínútur í þriðja leikhluta. Ég get ekki verið annað en ánægður með það og við töluðum um í hálfleik að við þyrftum að leggja meira á okkur varnarlega. Við gerðum það og ég er kátur með það.“ Keflvíkingar fengu framlag frá mörgum í kvöld og sjö leikmenn sem skoruðu yfir 10 stig í leiknum. „Það er gott að það séu að koma stig úti um allt. Við þurfum að fá stig frá okkar aðalmönnum og þeir sem eru að spila eitthvað minna þurfa að skila sínu líka.“ Með sigrinum í kvöld tryggðu Keflvíkingar sér heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og þeir eiga úrslitaleik við Tindastól á Króknum í næstu umferð um þriðja sæti deildarinnar. „Við þurfum að vinna þar en það er ansi erfitt að vinna þarna fyrir norðan, þeir eru með hörkulið. Við förum þangað og gefum allt í þetta og ætlum þangað til að sækja sigur og reyna að komast í 3.sætið. Nú höfum við nokkra daga til að undirbúa það og við þurfum að spila hörkuvel. Við þurfum hörkuframlag frá öllum hópnum þar.“ Eins og staðan er núna munu þeir sem lenda í 3.sæti deildarinnar mæta Þór frá Þorlákshöfn í úrslitakeppninni en 4.sætið fær fimmfalda Íslandsmeistara KR. Sverrir sagði Keflvíkinga ekki hugsa stöðuna út frá því hverjum þeir munu hugsanlega mæta. „Við viljum enda sem hæst og við eigum möguleika á 3.sætinu og eftir leikinn á Króknum þá sér maður hverjum maður mun mæta. Maður velur sér ekkert andstæðinga, þetta er allt erfitt. Við erum búnir að tryggja topp fjóra og það er einn leikur eftir sem við ætlum að vinna.“
Dominos-deild karla Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira