Hviður allt að 40 metrum á sekúndu: Mikil hætta á foktjóni í óvenju mikilli veðurhæð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. mars 2019 07:04 Vindaspáin fyrir klukkan níu í kvöld er ekki frýnileg. veðurstofa íslands Veðurstofan varar við austan og norðaustan stormi og hríð um nánast allt land síðdegis í dag, í kvöld og nótt. Búast má við vegalokunum á Suður- og Suðausturlandi vegna veðurofsans. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi fyrir Suðurland, Suðausturland og miðhálendið þar sem spár gera ráð fyrir meðalvindi sem fer yfir 30 metra á sekúndu í Vestmannaeyjum og undir Eyjafjöllum. Þá gætu snarpar vindhviður farið yfir 40 metra á sekúndu á stöku stað, til að mynda í Öræfum og þar austur af og undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli. Á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Austfjörðum eru svo gular viðvaranir í gildi vegna óveðursins.Nánar um viðvaranir Veðurstofunnar hér. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands segir að veðurhæðin sé óvenju mikil og því sé mikil hætta á foktjóni og skemmdum. Vegagerðin hefur gefið það út að síðdegis megi búast við lokunum vega á milli Hvolsvallar og Víkur, á Skeiðarársandi og í Öræfasveit. Ef til lokana kemur má búast við að þær muni standa fram undir hádegi á morgun. Óveðrið er tilkomið vegna krapprar lægðar sem nú nálgast landið úr suðri. Fólk er beðið um að fara með ýtrustu gát, festa vel niður allt sem getur fokið og forðast að vera á bersvæði á þeim slóðum þar sem veðrið gengur yfir. Þá mun veðrið hafa áhrif á eftirfarandi akstursleiðir Strætó á landsbyggðinni.Leið 51 (Reykjavík-Höfn) – Ferðin kl. 11:55 frá Höfn til Reykjavík fellur niður. Ferðin kl. 13:00 frá Reykjavík til Hafnar ekur aðeins til Hvolsvallar.Leið 52 (Reykjavík-Landeyjarhöfn) – Herjólfur siglir til og frá Þorlákshöfn í stað Landeyjarhafnar. Leið 52 ekur því aðeins til og frá Hvolsvelli. Aukaferðir frá Mjódd og til Þorlákshafnar verða farnar kl. 10:00 og 17:30.Leið 56 (Akureyri-Egilsstaðir) – Ferðin kl. 15:50 frá Akureyri til Egilsstaða verður flýtt vegna veðurs. Ferðin fer kl. 13:30 í dag. Veðurhorfur á landinu:Vaxandi austlæg átt með morgninum og slydda eða snjókoma S-lands, en síðar rigningu. Dálítil él A-ast, en annars yfirleitt þurrt. Austan hvassviðri S-lands seinni partinn, en stormur eða rok þar í kvöld og nótt. Lengst af hægari vindur fyrir norðan, en einnig útlit fyrir norðaustanstorm þar í nótt. Hiti 0 til 5 stig S- og V-til yfir daginn, annars víða 0 til 6 stiga frost.Dregur smám saman úr vindi á morgun, norðan hvassviðri upp úr hádegi með snjókomu N-lands, slyddu með A-ströndinni og léttir til um landið SV-vert. Hlýnar heldur. Mun hægari vindur annað kvöld.Á þriðjudag:Norðaustan 15-23 m/s. Él um N-vert landið og rigning með A-ströndinni, annars að mestu þurrt. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn. Hiti 2 til 7 stig S-til, en annars nálægt frostmarki. Á miðvikudag:Hægt vaxandi suðaustanátt og úrkomulítið, 8-15 m/s seinni partinn og byrjar að rigna eða slydda um S- og V-vert landið. Hiti um og undir frostmarki, en upp í 4 stig með S-ströndinni. Á fimmtudag:Stíf austlæg átt með slyddu eða snjókomu víða, en rigningu syðst. Hiti breytist lítið. Á föstudag:Allhvöss norðaustanátt með snjókomu eða éljum, en úrkomulítið um landið V-vert. Hiti um frostmark. Veður Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Fleiri fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Sjá meira
Veðurstofan varar við austan og norðaustan stormi og hríð um nánast allt land síðdegis í dag, í kvöld og nótt. Búast má við vegalokunum á Suður- og Suðausturlandi vegna veðurofsans. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi fyrir Suðurland, Suðausturland og miðhálendið þar sem spár gera ráð fyrir meðalvindi sem fer yfir 30 metra á sekúndu í Vestmannaeyjum og undir Eyjafjöllum. Þá gætu snarpar vindhviður farið yfir 40 metra á sekúndu á stöku stað, til að mynda í Öræfum og þar austur af og undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli. Á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Austfjörðum eru svo gular viðvaranir í gildi vegna óveðursins.Nánar um viðvaranir Veðurstofunnar hér. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands segir að veðurhæðin sé óvenju mikil og því sé mikil hætta á foktjóni og skemmdum. Vegagerðin hefur gefið það út að síðdegis megi búast við lokunum vega á milli Hvolsvallar og Víkur, á Skeiðarársandi og í Öræfasveit. Ef til lokana kemur má búast við að þær muni standa fram undir hádegi á morgun. Óveðrið er tilkomið vegna krapprar lægðar sem nú nálgast landið úr suðri. Fólk er beðið um að fara með ýtrustu gát, festa vel niður allt sem getur fokið og forðast að vera á bersvæði á þeim slóðum þar sem veðrið gengur yfir. Þá mun veðrið hafa áhrif á eftirfarandi akstursleiðir Strætó á landsbyggðinni.Leið 51 (Reykjavík-Höfn) – Ferðin kl. 11:55 frá Höfn til Reykjavík fellur niður. Ferðin kl. 13:00 frá Reykjavík til Hafnar ekur aðeins til Hvolsvallar.Leið 52 (Reykjavík-Landeyjarhöfn) – Herjólfur siglir til og frá Þorlákshöfn í stað Landeyjarhafnar. Leið 52 ekur því aðeins til og frá Hvolsvelli. Aukaferðir frá Mjódd og til Þorlákshafnar verða farnar kl. 10:00 og 17:30.Leið 56 (Akureyri-Egilsstaðir) – Ferðin kl. 15:50 frá Akureyri til Egilsstaða verður flýtt vegna veðurs. Ferðin fer kl. 13:30 í dag. Veðurhorfur á landinu:Vaxandi austlæg átt með morgninum og slydda eða snjókoma S-lands, en síðar rigningu. Dálítil él A-ast, en annars yfirleitt þurrt. Austan hvassviðri S-lands seinni partinn, en stormur eða rok þar í kvöld og nótt. Lengst af hægari vindur fyrir norðan, en einnig útlit fyrir norðaustanstorm þar í nótt. Hiti 0 til 5 stig S- og V-til yfir daginn, annars víða 0 til 6 stiga frost.Dregur smám saman úr vindi á morgun, norðan hvassviðri upp úr hádegi með snjókomu N-lands, slyddu með A-ströndinni og léttir til um landið SV-vert. Hlýnar heldur. Mun hægari vindur annað kvöld.Á þriðjudag:Norðaustan 15-23 m/s. Él um N-vert landið og rigning með A-ströndinni, annars að mestu þurrt. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn. Hiti 2 til 7 stig S-til, en annars nálægt frostmarki. Á miðvikudag:Hægt vaxandi suðaustanátt og úrkomulítið, 8-15 m/s seinni partinn og byrjar að rigna eða slydda um S- og V-vert landið. Hiti um og undir frostmarki, en upp í 4 stig með S-ströndinni. Á fimmtudag:Stíf austlæg átt með slyddu eða snjókomu víða, en rigningu syðst. Hiti breytist lítið. Á föstudag:Allhvöss norðaustanátt með snjókomu eða éljum, en úrkomulítið um landið V-vert. Hiti um frostmark.
Veður Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Fleiri fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Sjá meira