Stöðva markaðssetningu á ólöglegum sæfivörum Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. mars 2019 09:53 Sæfivörur er stór hópur efnavara, sem skiptist í fjóra aðalflokka; sótthreinsiefni, rotvarnarefni, varnir gegn meindýrum og aðrar sæfivörur. Vísir/Getty Umhverfisstofnun hefur lokið fyrri hluta eftirlitsverkefnis um sæfivörur á markaði þar sem farið var í eftirlit hjá fyrirtækjum sem markaðssetja slíkar vörur hér á landi. Markmiðið var að skoða hvort sæfivörur uppfylltu skilyrði um markaðsleyfi og hvort merkingar þeirra væru í samræmi við gildandi reglur. Fjórar vörur uppfylltu ekki skilyrði um markaðsleyfi og frávik vegna ófullnægjandi merkinga fundust á 40 vörum. Þetta kemur fram í frétt á vef Umhverfisstofnunar. Sæfivörur er stór hópur efnavara, sem skiptist í fjóra aðalflokka; sótthreinsiefni, rotvarnarefni, varnir gegn meindýrum og aðrar sæfivörur. Þessir aðalflokkar skiptast síðan í 22 vöruflokka og var lögð sérstök áhersla á fjóra þeirra í þessu verkefni, þ.e. viðarvarnarefni; gróðurhindrandi vörur; nagdýraeitur og skordýraeitur, mítlasæfar og vörur til að verjast öðrum liðdýrum. Farið var í eftirlit hjá sex fyrirtækjum og skoðaðar alls 63 sæfivörur, sem féllu undir umfang verkefnisins. Eitt eða fleiri frávik fundust við 41 vöru, sem þýðir að tíðni frávika er 65%. Fjórar vörur uppfylltu ekki skilyrði um markaðsleyfi. Þar af er beðið staðfestingar hvort sótt hafi verið um markaðsleyfi í einu tilviki, önnur vara var tekin úr sölu að frumkvæði birgis og hefur hann sent Umhverfisstofnun staðfestingu á förgun hennar. Markaðssetning hinna tveggja varanna var stöðvuð tímabundið og fyrirtækjunum veittur frestur til að sækja um markaðsleyfi fyrir þeim. Þar sem ekki var sótt um markaðsleyfi innan tiltekins frests hefur stofnunin áformað að stöðva markaðssetningu þeirra varanlega. Frávik vegna ófullnægjandi merkinga fundust á 40 vörum, sem skiptust þannig að 4 vörur með markaðsleyfi uppfylltu ekki kröfur um merkingu og 36 vörur sem bjóða má fram á markaði án markaðsleyfis uppfylltu ekki kröfur um merkingar. Veitti stofnunin eftirlitsþegum tiltekinn frest til að bregðast við framkomnum frávikum og er ennþá unnið að eftirfylgni í nokkrum málum. Neytendur Umhverfismál Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur lokið fyrri hluta eftirlitsverkefnis um sæfivörur á markaði þar sem farið var í eftirlit hjá fyrirtækjum sem markaðssetja slíkar vörur hér á landi. Markmiðið var að skoða hvort sæfivörur uppfylltu skilyrði um markaðsleyfi og hvort merkingar þeirra væru í samræmi við gildandi reglur. Fjórar vörur uppfylltu ekki skilyrði um markaðsleyfi og frávik vegna ófullnægjandi merkinga fundust á 40 vörum. Þetta kemur fram í frétt á vef Umhverfisstofnunar. Sæfivörur er stór hópur efnavara, sem skiptist í fjóra aðalflokka; sótthreinsiefni, rotvarnarefni, varnir gegn meindýrum og aðrar sæfivörur. Þessir aðalflokkar skiptast síðan í 22 vöruflokka og var lögð sérstök áhersla á fjóra þeirra í þessu verkefni, þ.e. viðarvarnarefni; gróðurhindrandi vörur; nagdýraeitur og skordýraeitur, mítlasæfar og vörur til að verjast öðrum liðdýrum. Farið var í eftirlit hjá sex fyrirtækjum og skoðaðar alls 63 sæfivörur, sem féllu undir umfang verkefnisins. Eitt eða fleiri frávik fundust við 41 vöru, sem þýðir að tíðni frávika er 65%. Fjórar vörur uppfylltu ekki skilyrði um markaðsleyfi. Þar af er beðið staðfestingar hvort sótt hafi verið um markaðsleyfi í einu tilviki, önnur vara var tekin úr sölu að frumkvæði birgis og hefur hann sent Umhverfisstofnun staðfestingu á förgun hennar. Markaðssetning hinna tveggja varanna var stöðvuð tímabundið og fyrirtækjunum veittur frestur til að sækja um markaðsleyfi fyrir þeim. Þar sem ekki var sótt um markaðsleyfi innan tiltekins frests hefur stofnunin áformað að stöðva markaðssetningu þeirra varanlega. Frávik vegna ófullnægjandi merkinga fundust á 40 vörum, sem skiptust þannig að 4 vörur með markaðsleyfi uppfylltu ekki kröfur um merkingu og 36 vörur sem bjóða má fram á markaði án markaðsleyfis uppfylltu ekki kröfur um merkingar. Veitti stofnunin eftirlitsþegum tiltekinn frest til að bregðast við framkomnum frávikum og er ennþá unnið að eftirfylgni í nokkrum málum.
Neytendur Umhverfismál Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira