Stöðva markaðssetningu á ólöglegum sæfivörum Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. mars 2019 09:53 Sæfivörur er stór hópur efnavara, sem skiptist í fjóra aðalflokka; sótthreinsiefni, rotvarnarefni, varnir gegn meindýrum og aðrar sæfivörur. Vísir/Getty Umhverfisstofnun hefur lokið fyrri hluta eftirlitsverkefnis um sæfivörur á markaði þar sem farið var í eftirlit hjá fyrirtækjum sem markaðssetja slíkar vörur hér á landi. Markmiðið var að skoða hvort sæfivörur uppfylltu skilyrði um markaðsleyfi og hvort merkingar þeirra væru í samræmi við gildandi reglur. Fjórar vörur uppfylltu ekki skilyrði um markaðsleyfi og frávik vegna ófullnægjandi merkinga fundust á 40 vörum. Þetta kemur fram í frétt á vef Umhverfisstofnunar. Sæfivörur er stór hópur efnavara, sem skiptist í fjóra aðalflokka; sótthreinsiefni, rotvarnarefni, varnir gegn meindýrum og aðrar sæfivörur. Þessir aðalflokkar skiptast síðan í 22 vöruflokka og var lögð sérstök áhersla á fjóra þeirra í þessu verkefni, þ.e. viðarvarnarefni; gróðurhindrandi vörur; nagdýraeitur og skordýraeitur, mítlasæfar og vörur til að verjast öðrum liðdýrum. Farið var í eftirlit hjá sex fyrirtækjum og skoðaðar alls 63 sæfivörur, sem féllu undir umfang verkefnisins. Eitt eða fleiri frávik fundust við 41 vöru, sem þýðir að tíðni frávika er 65%. Fjórar vörur uppfylltu ekki skilyrði um markaðsleyfi. Þar af er beðið staðfestingar hvort sótt hafi verið um markaðsleyfi í einu tilviki, önnur vara var tekin úr sölu að frumkvæði birgis og hefur hann sent Umhverfisstofnun staðfestingu á förgun hennar. Markaðssetning hinna tveggja varanna var stöðvuð tímabundið og fyrirtækjunum veittur frestur til að sækja um markaðsleyfi fyrir þeim. Þar sem ekki var sótt um markaðsleyfi innan tiltekins frests hefur stofnunin áformað að stöðva markaðssetningu þeirra varanlega. Frávik vegna ófullnægjandi merkinga fundust á 40 vörum, sem skiptust þannig að 4 vörur með markaðsleyfi uppfylltu ekki kröfur um merkingu og 36 vörur sem bjóða má fram á markaði án markaðsleyfis uppfylltu ekki kröfur um merkingar. Veitti stofnunin eftirlitsþegum tiltekinn frest til að bregðast við framkomnum frávikum og er ennþá unnið að eftirfylgni í nokkrum málum. Neytendur Umhverfismál Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur lokið fyrri hluta eftirlitsverkefnis um sæfivörur á markaði þar sem farið var í eftirlit hjá fyrirtækjum sem markaðssetja slíkar vörur hér á landi. Markmiðið var að skoða hvort sæfivörur uppfylltu skilyrði um markaðsleyfi og hvort merkingar þeirra væru í samræmi við gildandi reglur. Fjórar vörur uppfylltu ekki skilyrði um markaðsleyfi og frávik vegna ófullnægjandi merkinga fundust á 40 vörum. Þetta kemur fram í frétt á vef Umhverfisstofnunar. Sæfivörur er stór hópur efnavara, sem skiptist í fjóra aðalflokka; sótthreinsiefni, rotvarnarefni, varnir gegn meindýrum og aðrar sæfivörur. Þessir aðalflokkar skiptast síðan í 22 vöruflokka og var lögð sérstök áhersla á fjóra þeirra í þessu verkefni, þ.e. viðarvarnarefni; gróðurhindrandi vörur; nagdýraeitur og skordýraeitur, mítlasæfar og vörur til að verjast öðrum liðdýrum. Farið var í eftirlit hjá sex fyrirtækjum og skoðaðar alls 63 sæfivörur, sem féllu undir umfang verkefnisins. Eitt eða fleiri frávik fundust við 41 vöru, sem þýðir að tíðni frávika er 65%. Fjórar vörur uppfylltu ekki skilyrði um markaðsleyfi. Þar af er beðið staðfestingar hvort sótt hafi verið um markaðsleyfi í einu tilviki, önnur vara var tekin úr sölu að frumkvæði birgis og hefur hann sent Umhverfisstofnun staðfestingu á förgun hennar. Markaðssetning hinna tveggja varanna var stöðvuð tímabundið og fyrirtækjunum veittur frestur til að sækja um markaðsleyfi fyrir þeim. Þar sem ekki var sótt um markaðsleyfi innan tiltekins frests hefur stofnunin áformað að stöðva markaðssetningu þeirra varanlega. Frávik vegna ófullnægjandi merkinga fundust á 40 vörum, sem skiptust þannig að 4 vörur með markaðsleyfi uppfylltu ekki kröfur um merkingu og 36 vörur sem bjóða má fram á markaði án markaðsleyfis uppfylltu ekki kröfur um merkingar. Veitti stofnunin eftirlitsþegum tiltekinn frest til að bregðast við framkomnum frávikum og er ennþá unnið að eftirfylgni í nokkrum málum.
Neytendur Umhverfismál Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira