Segir erlend hópferðabifreiðafyrirtæki undirbjóða þau íslensku Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. mars 2019 20:30 Boðaðar verkfallsaðgerðir hafa þegar valdið hópferðafyrirtækjum tjóni og fyrirtæki misst viðskipti til erlendra rútufyrirtækja að sögn formanns Félags hópferðaleyfishafa. Þau séu með starfsmenn á mun lægri kjörum en tíðkast hér á landi. Framkvæmdastjóri Eflingar segir um klár brot að ræða á íslenskri löggjöf. Mörg íslensk hópferðafyrirtæki hafa verið að missa viðskipti yfir til erlendra rútufyrirtækja sem greiða starfsmönnum sínum mun lægri laun en þau íslensku hafa verið að gera. Framkvæmdastjóri eins rútufyrirtækis segir fyrirtækið hafa misst viðskipti upp á allt að sextán ferðir í sumar fyrir á annan tug milljóna. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sagði í samtali við fréttastofu að ástæðan fyrir þessu væru boðaðar verkfallsaðgerðir og að laun erlendra rútubílstjóra væru mun lægri en þeirra íslensku. Formaður Félags Hópferðaleyfishafa segir þetta hafa viðgengist í allt að fimm ár og hafi valdið miklu tjóni þar á meðal hjá sér. „Þessi fyrirtæki eru ekki að borga nein laun. Mennirnir eru með fimm þúsund krónur á dag. Ekki á tímann, heldur á dag fyrir tíu til tólf tíma vinnu,“ segir Haraldur Teitsson, formaður Félags hópferðaleyfishafa, og sagðist hann hafa þetta staðfest eftir áreiðanlegum heimildum. „Við getum ekkert keppt við þetta.“ Framkvæmdastjóri Eflingar segist hafa fengið fjölmargar ábendingar um þessi fyrirtæki brjóta lög. „Við fáum heilmikið af tilkynningum um allskonar brotastarfsemi og við erum bara í því dagana langa að framfylgja kjarasamningi fyrir hönd fólks starfar á okkar félagssvæði og stendur ekki til að hætta því,“ segir Viðar Þorteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Haraldur segir hins vegar að ekkert hafi verið gert. „Við létum strax vita af þessu og erum búin að nefna þetta bæði við Eflingu og ASÍ. Við erum líka búnir að tala við Velferðarráðuneytið. Við erum búnir að tala við allt og það hafa komið út ýmsar skýrslur en það er ekkert gert,“ segir Haraldur. Hann nefnir nokkur þeirra erlendu fyrirtækja sem stunda undirboð á markaði eins og European Coach Service og fleiri. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni þegar það var lokað inni í einveruherbergi í Mýrarhúsaskóla Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
Boðaðar verkfallsaðgerðir hafa þegar valdið hópferðafyrirtækjum tjóni og fyrirtæki misst viðskipti til erlendra rútufyrirtækja að sögn formanns Félags hópferðaleyfishafa. Þau séu með starfsmenn á mun lægri kjörum en tíðkast hér á landi. Framkvæmdastjóri Eflingar segir um klár brot að ræða á íslenskri löggjöf. Mörg íslensk hópferðafyrirtæki hafa verið að missa viðskipti yfir til erlendra rútufyrirtækja sem greiða starfsmönnum sínum mun lægri laun en þau íslensku hafa verið að gera. Framkvæmdastjóri eins rútufyrirtækis segir fyrirtækið hafa misst viðskipti upp á allt að sextán ferðir í sumar fyrir á annan tug milljóna. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sagði í samtali við fréttastofu að ástæðan fyrir þessu væru boðaðar verkfallsaðgerðir og að laun erlendra rútubílstjóra væru mun lægri en þeirra íslensku. Formaður Félags Hópferðaleyfishafa segir þetta hafa viðgengist í allt að fimm ár og hafi valdið miklu tjóni þar á meðal hjá sér. „Þessi fyrirtæki eru ekki að borga nein laun. Mennirnir eru með fimm þúsund krónur á dag. Ekki á tímann, heldur á dag fyrir tíu til tólf tíma vinnu,“ segir Haraldur Teitsson, formaður Félags hópferðaleyfishafa, og sagðist hann hafa þetta staðfest eftir áreiðanlegum heimildum. „Við getum ekkert keppt við þetta.“ Framkvæmdastjóri Eflingar segist hafa fengið fjölmargar ábendingar um þessi fyrirtæki brjóta lög. „Við fáum heilmikið af tilkynningum um allskonar brotastarfsemi og við erum bara í því dagana langa að framfylgja kjarasamningi fyrir hönd fólks starfar á okkar félagssvæði og stendur ekki til að hætta því,“ segir Viðar Þorteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Haraldur segir hins vegar að ekkert hafi verið gert. „Við létum strax vita af þessu og erum búin að nefna þetta bæði við Eflingu og ASÍ. Við erum líka búnir að tala við Velferðarráðuneytið. Við erum búnir að tala við allt og það hafa komið út ýmsar skýrslur en það er ekkert gert,“ segir Haraldur. Hann nefnir nokkur þeirra erlendu fyrirtækja sem stunda undirboð á markaði eins og European Coach Service og fleiri.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni þegar það var lokað inni í einveruherbergi í Mýrarhúsaskóla Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira