Körfubolti

Borce: Okkur vantaði leiðtoga í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Borce Ilievski.
Borce Ilievski. vísir/daníel
„Við hittum ekki úr opnu skotunum okkar, það er rétt. En þetta leit út eins og gömlu leikirnir okkar - við náðum engum takti og allt sem við reyndum að gera var mjög erfitt,“ sagði þjálfarinn.

„Á svona stundum þurfum við einhvern sem getur togað okkur upp úr þessu og komið okkur á rétta braut. Þetta var jafn leikur en þegar maður klikkar á svona mörgum skotum þá mun lið eins og KR refsa þér.“

Borce segir að stærsta vandamál ÍR í kvöld hafi þó verið frákastabaráttan í vörn. KR náði sextán sóknarfráköstum í kvöld, þar af var Kristófer Acox með átta.

„Stóru mennirnir okkar náðu ekki að verja körfuna eins og við viljum að þeir geri. Við gáfum þeim alltof marga aðra sénsa og Kristófer nýtti sér það óspart til að refsa okkur. Þetta er eitthvað sem við verðum að passa betur.“

ÍR vann frábæran útisigur á Njarðvík í síðustu umferð og Borce segir að hans menn hafi verið hungraðir fyrir þennan leik og sýna að þeir geti spilað við þá bestu í deildinni.

„En það vantaði leiðtogann, einhvern sem dregur liðið áfram þegar mest þarf á að halda. Flestir af mínum leikmönnum höfðu hægt um sig í kvöld. Það var allt erfitt.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×