Sex íslensk skip bíða af sér óveður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. mars 2019 01:08 Venus NS. HB Grandi Sex íslensk uppsjávarveiðiskip leituðu í gær vars inni á Donegalflóa en óveður geisar nú á kolmunnamiðunum vestur af Írlandi. Að sögn Theódórs Þórðarsonar, skipstjóra á Venusi NS, er veðurútlit slæmt og ekki horfur á að óveðrið gangi niður fyrr en á föstudag. Þetta kemur fram á vef HB Granda. „Það er búið að vera leiðindaveður og það var bræla á miðunum þegar við komum. Þrátt fyrir það náðum við einu góðu holi, 440 tonnum, en það var mun minni afli í næsta holli á eftir. Eftir að veðrið versnaði var ekki um annað að ræða en leita vars og við komum inn á flóann í gær. Upphaflega ætlum við til hafnar í Killybegs en þar var allt fullt og því leituðum við var inni á Donegalflóa. Í raun var ekki um annað að ræða því auk brælunnar er sjólag mjög slæmt þarna úti og tvö íslensku skipanna höfðu fengið slæm brot á sig,“ segir Theódór. Að þessu sinni var Venus að veiðum töluvert norðar en kolmunnaveiðarnar byrjuðu á. Fiskurinn hrygnir suður og suðvestur af Írlandi og gengur svo norður í ætisleit. „Við þekkjum lítið til veiða á kolmunna á þessum tíma enda höfum við verið á loðnuveiðum í febrúar og fram í mars. Við höfum svo farið til kolmunnaveiða og undanfarin tvö ár hefur botninn dottið úr veiðunum vestur af Írlandi 18. til 20. mars. Vonandi verður breyting á í ár og við ættum að komast aftur á miðin á fimmtudagskvöld eða á föstudag,“ sagði Theódór Þórðarson á vef HB Granda. Írland Sjávarútvegur Veður Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Sex íslensk uppsjávarveiðiskip leituðu í gær vars inni á Donegalflóa en óveður geisar nú á kolmunnamiðunum vestur af Írlandi. Að sögn Theódórs Þórðarsonar, skipstjóra á Venusi NS, er veðurútlit slæmt og ekki horfur á að óveðrið gangi niður fyrr en á föstudag. Þetta kemur fram á vef HB Granda. „Það er búið að vera leiðindaveður og það var bræla á miðunum þegar við komum. Þrátt fyrir það náðum við einu góðu holi, 440 tonnum, en það var mun minni afli í næsta holli á eftir. Eftir að veðrið versnaði var ekki um annað að ræða en leita vars og við komum inn á flóann í gær. Upphaflega ætlum við til hafnar í Killybegs en þar var allt fullt og því leituðum við var inni á Donegalflóa. Í raun var ekki um annað að ræða því auk brælunnar er sjólag mjög slæmt þarna úti og tvö íslensku skipanna höfðu fengið slæm brot á sig,“ segir Theódór. Að þessu sinni var Venus að veiðum töluvert norðar en kolmunnaveiðarnar byrjuðu á. Fiskurinn hrygnir suður og suðvestur af Írlandi og gengur svo norður í ætisleit. „Við þekkjum lítið til veiða á kolmunna á þessum tíma enda höfum við verið á loðnuveiðum í febrúar og fram í mars. Við höfum svo farið til kolmunnaveiða og undanfarin tvö ár hefur botninn dottið úr veiðunum vestur af Írlandi 18. til 20. mars. Vonandi verður breyting á í ár og við ættum að komast aftur á miðin á fimmtudagskvöld eða á föstudag,“ sagði Theódór Þórðarson á vef HB Granda.
Írland Sjávarútvegur Veður Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira