Facebook horfir til íslensks auglýsingamarkaðar Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. mars 2019 10:04 Guðmundur Pálsson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Pipar\TBWA Aðsend Íslensk fyrirtæki sem hyggjast verja auglýsingafé sínu á Facebook geta nú fengið faglega aðstoð frá samfélagsmiðlinum sjálfum. Facebook hefur ákveðið að horfa til Íslands sem markaðssvæðis og leggja þannig aukna áherslu á íslenskan auglýsingamarkað. Guðmundur Pálsson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Pipar\TBWA, segir í samtali við Vísi að þetta svipi til þess sem Google hefur gert á undanförnum árum. Íslensk fyrirtæki hafa getað leitað til fulltrúa leitarvélarinnar hafi þau spurningar um hvernig best sé að nýta Google Ads-herferðir til að ná til viðskiptavina. Facebook hafi hins vegar hunsað Ísland til þessa en nú verði breyting þar á, 2019 verði prufuár fyrir hið íslenska markaðssvæði Facebook. Íslenskir fjölmiðlar, rétt eins og þeir útlensku, hafa á undanförnum árum misst umtalsverðan hluta auglýsingatekna sinna til Facebook og Google. Aðspurður um hvort að íslenskir fjölmiðar þurfi því ekki að hafa áhyggjur, í ljósi þess að Facebook ætli sér að sækja enn meira auglýsingafé á Íslandi segir Guðmundur að þetta sé einfaldlega þróunin. Fjölmiðlar þurfi að bregðast við þessu breytta umhverfi eins og aðrir.Fréttin var uppfærð klukkan 11:40 eftir að ábendingar bárust um að íslensk fyrirtæki hafi áður getað leitað til Facebook með fyrirspurnir um markaðsherferðir. Helsta breytingin sem hefur átt sér stað er að Ísland er nú talið markaðssvæði í bókum samfélagsmiðilsins, ólíkt því sem áður var. Facebook Fjölmiðlar Tengdar fréttir Auglýsingafé til prentmiðla fer enn minnkandi Hlutur prentmiðla af auglýsingafé sem auglýsendur verja með milligöngu birtingarhúsa fór enn minnkandi á síðasta ári. 25. júlí 2018 06:00 Mest lesið Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu Sjá meira
Íslensk fyrirtæki sem hyggjast verja auglýsingafé sínu á Facebook geta nú fengið faglega aðstoð frá samfélagsmiðlinum sjálfum. Facebook hefur ákveðið að horfa til Íslands sem markaðssvæðis og leggja þannig aukna áherslu á íslenskan auglýsingamarkað. Guðmundur Pálsson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Pipar\TBWA, segir í samtali við Vísi að þetta svipi til þess sem Google hefur gert á undanförnum árum. Íslensk fyrirtæki hafa getað leitað til fulltrúa leitarvélarinnar hafi þau spurningar um hvernig best sé að nýta Google Ads-herferðir til að ná til viðskiptavina. Facebook hafi hins vegar hunsað Ísland til þessa en nú verði breyting þar á, 2019 verði prufuár fyrir hið íslenska markaðssvæði Facebook. Íslenskir fjölmiðlar, rétt eins og þeir útlensku, hafa á undanförnum árum misst umtalsverðan hluta auglýsingatekna sinna til Facebook og Google. Aðspurður um hvort að íslenskir fjölmiðar þurfi því ekki að hafa áhyggjur, í ljósi þess að Facebook ætli sér að sækja enn meira auglýsingafé á Íslandi segir Guðmundur að þetta sé einfaldlega þróunin. Fjölmiðlar þurfi að bregðast við þessu breytta umhverfi eins og aðrir.Fréttin var uppfærð klukkan 11:40 eftir að ábendingar bárust um að íslensk fyrirtæki hafi áður getað leitað til Facebook með fyrirspurnir um markaðsherferðir. Helsta breytingin sem hefur átt sér stað er að Ísland er nú talið markaðssvæði í bókum samfélagsmiðilsins, ólíkt því sem áður var.
Facebook Fjölmiðlar Tengdar fréttir Auglýsingafé til prentmiðla fer enn minnkandi Hlutur prentmiðla af auglýsingafé sem auglýsendur verja með milligöngu birtingarhúsa fór enn minnkandi á síðasta ári. 25. júlí 2018 06:00 Mest lesið Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu Sjá meira
Auglýsingafé til prentmiðla fer enn minnkandi Hlutur prentmiðla af auglýsingafé sem auglýsendur verja með milligöngu birtingarhúsa fór enn minnkandi á síðasta ári. 25. júlí 2018 06:00