Sigríður ætlar ekki að segja af sér Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. mars 2019 12:04 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/stefán Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Sigríður segist áfram njóta trausts hjá ríkisstjórninni allri og hefur ekki í hyggju að segja af sér. Hún sitji áfram. „Ég geri það en það er alveg rétt sem þú nefnir að það er verið að finna að málsmeðferð allri, þar á meðal á Alþingi. Það var ekki við mig að saka þar á sínum tíma. Niðurstaðan er að málsmeðferð hafi verið gölluð, það hef ég alltaf sagt. Frá upphafi. Það þarf að skoða þetta ferli, hvernig skipan dómara er háttað.“ Ráðherra segir dóminn bæði vera óvæntan og fordæmalausan og þá komi líka á óvart að dómurinn hafi klofnað í afstöðu sinni til málsins. Sigríður segir að verið sé að greina málið en bendir á að dómurinn sé afar yfirgripsmikill. Sigríður segir að dómurinn kunni að hafa áhrif um alla Evrópu. Hún segir að það sé mat bæði sérfræðinga í dómsmálaráðuneytinu og hjá ríkislögmanni að það sé tilefni til að skoða vandlega og alvarlega hvort ekki sé hægt að skjóta niðurstöðunni til yfirdómsins en slíkt þarf ríkið að gera innan þriggja mánaða. „Landsréttur er lögmætt skipaður. Dómarar eru skipaðir ævilangt, það verður ekki hróflað við þeim. Dómurinn hefur ekki þannig afleiðingar að dómar rakni upp. Menn geta óskað eftir endurupptöku ef þeir telja það þjóna hagsmunum sínum. Menn geta ekki fríað sig réttarhöldum út af þessu.“ Innt eftir viðbrögðum við því að fólk sé farið að krefjast afsagnar segir Sigríður: „Það kemur svo sem auðvitað ekki á óvart. Menn hafa haldið því á lofti eins og þeir mögulega geta. En nei, ég tel nú ekki að þessi dómur gefi tilefni til þess og ég minni á og bendi á og árétta að afstaða íslenskra dómstóla til lögmætis skipunar dómaranna í Landsrétti liggur alveg skýr fyrir. Það voru nú allar þrjár greinar ríkisvaldsins sem einmitt komu að þeirri skipun og endaði núna síðast með Hæstarétti sem dæmdi þessa skipun lögmæta.“ Sigríður segir að sér hafi fundist sláandi að lesa niðurstöðu minnihluta dómsins. „Ég hef svo sem axlað ábyrgð á þessu máli frá upphafi og það er ekki, auðvitað, gert með því að hlaupast frá verkum. Þessi dómur hann gefur ekki tilefni til þess og sérstaklega ef ég má nefna það að það vekur athygli í ummælum í niðurstöðu minnihluta dómsins, þar sem situr eins og ég sagði forseti dómsins, að meirihlutinn hafi látið opinbera umfjöllun pólitíska um málið bera sig af leið og vikið frá fyrri fordæmum. Það finnst mér alvarlegt að lesa og við þurfum að greina þetta og leita álits.“ Sigríður braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem kveður á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi með skipan dómara í Landsrétti, nýju dómsstigi. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstólsins sem kvað upp dóm sinn í morgun. Ráðherra fór ekki að tillögu hæfisnefndar við skipanina heldur skipti fjórum sem voru efst á blaði hæfisnefndar út fyrir aðra fjóra umsækjendur.Áfram verður fylgst með gangi mála á vaktinni á Vísi í dag. Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Sigríði í heild sinni.
Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Sigríður segist áfram njóta trausts hjá ríkisstjórninni allri og hefur ekki í hyggju að segja af sér. Hún sitji áfram. „Ég geri það en það er alveg rétt sem þú nefnir að það er verið að finna að málsmeðferð allri, þar á meðal á Alþingi. Það var ekki við mig að saka þar á sínum tíma. Niðurstaðan er að málsmeðferð hafi verið gölluð, það hef ég alltaf sagt. Frá upphafi. Það þarf að skoða þetta ferli, hvernig skipan dómara er háttað.“ Ráðherra segir dóminn bæði vera óvæntan og fordæmalausan og þá komi líka á óvart að dómurinn hafi klofnað í afstöðu sinni til málsins. Sigríður segir að verið sé að greina málið en bendir á að dómurinn sé afar yfirgripsmikill. Sigríður segir að dómurinn kunni að hafa áhrif um alla Evrópu. Hún segir að það sé mat bæði sérfræðinga í dómsmálaráðuneytinu og hjá ríkislögmanni að það sé tilefni til að skoða vandlega og alvarlega hvort ekki sé hægt að skjóta niðurstöðunni til yfirdómsins en slíkt þarf ríkið að gera innan þriggja mánaða. „Landsréttur er lögmætt skipaður. Dómarar eru skipaðir ævilangt, það verður ekki hróflað við þeim. Dómurinn hefur ekki þannig afleiðingar að dómar rakni upp. Menn geta óskað eftir endurupptöku ef þeir telja það þjóna hagsmunum sínum. Menn geta ekki fríað sig réttarhöldum út af þessu.“ Innt eftir viðbrögðum við því að fólk sé farið að krefjast afsagnar segir Sigríður: „Það kemur svo sem auðvitað ekki á óvart. Menn hafa haldið því á lofti eins og þeir mögulega geta. En nei, ég tel nú ekki að þessi dómur gefi tilefni til þess og ég minni á og bendi á og árétta að afstaða íslenskra dómstóla til lögmætis skipunar dómaranna í Landsrétti liggur alveg skýr fyrir. Það voru nú allar þrjár greinar ríkisvaldsins sem einmitt komu að þeirri skipun og endaði núna síðast með Hæstarétti sem dæmdi þessa skipun lögmæta.“ Sigríður segir að sér hafi fundist sláandi að lesa niðurstöðu minnihluta dómsins. „Ég hef svo sem axlað ábyrgð á þessu máli frá upphafi og það er ekki, auðvitað, gert með því að hlaupast frá verkum. Þessi dómur hann gefur ekki tilefni til þess og sérstaklega ef ég má nefna það að það vekur athygli í ummælum í niðurstöðu minnihluta dómsins, þar sem situr eins og ég sagði forseti dómsins, að meirihlutinn hafi látið opinbera umfjöllun pólitíska um málið bera sig af leið og vikið frá fyrri fordæmum. Það finnst mér alvarlegt að lesa og við þurfum að greina þetta og leita álits.“ Sigríður braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem kveður á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi með skipan dómara í Landsrétti, nýju dómsstigi. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstólsins sem kvað upp dóm sinn í morgun. Ráðherra fór ekki að tillögu hæfisnefndar við skipanina heldur skipti fjórum sem voru efst á blaði hæfisnefndar út fyrir aðra fjóra umsækjendur.Áfram verður fylgst með gangi mála á vaktinni á Vísi í dag. Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Sigríði í heild sinni.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28 Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03 Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23 Sannfærð um að dómsmálaráðherra segi af sér í dag: „Við erum að tala um algjöra réttaróvissu í landinu“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ekki sé annað í boði en að Sigríður Andersen segi af sér. 12. mars 2019 10:17 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28
Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03
Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23
Sannfærð um að dómsmálaráðherra segi af sér í dag: „Við erum að tala um algjöra réttaróvissu í landinu“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ekki sé annað í boði en að Sigríður Andersen segi af sér. 12. mars 2019 10:17