Varaþingmaður VG vill að dómsmálaráðherra segi af sér Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. mars 2019 13:33 Varaþingmanni Vinstri grænna finnst að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. Þetta hefur verið hans afstaða frá árinu 2017 en Gísli segir að ekkert hafi breyst síðan. Skjáskot: Myndband uvg „Mér finnst ekki forsvaranlegt að dómsmálaráðherra í ríkisstjórninni sé með dóm frá Mannréttindadómstól Evrópu á bakinu. Það bara gengur ekki.“ Þetta segir Gísli Garðarsson, varaþingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, sem tók sæti á Alþingi í gær í fjarveru Andrésar Inga Jónssonar, um niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu um að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hefði brotið gegn 6. grein mannréttindasáttmálans sem kveður á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar. Gísli segir að það hafi verið skoðun hans að Sigríður hefði átt að segja af sér síðan árið 2017 og að ekkert hafi breyst síðan þá. Gísli tilkynnti að hann hyggðist segja sig úr flokknum eftir að flokksráð VG samþykkti að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum í lok nóvember 2017. Landsréttarmálið og Panamaskjölin á meðal ástæðna „Ég náttúrulega, eins og liggur fyrir og kom fram á sínum tíma, sagði mig úr VG vegna ríkisstjórnarsamstarfsins og þar á meðal vegna dómsmálaráðherra og þessarar ólöglegu skipunar og fjármálaráðherra og Panamaskjalanna og sú afstaða hefur ekkert breyst og ég held að þessi dómur staðfesti bara það sem kom svo sem fram á fyrri stigum,“ sagði Gísli. Blaðamaður náði tali af Gísla rétt áður en hann fór á nefndarfund en hann sagðist ekki hafa náð að tala við neinn innan þingflokks VG um málið en gerir ráð fyrir því að Landsréttarmálið verði á dagskrá á þingflokksfundi VG á morgun. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Katrín og Svandís harðorðar í garð Sigríðar þegar skipað hafði verið í Landsrétt Þær Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og núverandi forsætisráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, nú heilbrigðisráðherra fyrir VG, eru harðorðar í garð Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í grein sem þær skrifuðu á vef VG í byrjun sumars 2017. 12. mars 2019 13:15 Málum frestað í Landsrétti vegna dóms MDE Ákveðið hefur verið að fresta dómsmálum í Landsrétti vegna nýfallins dóms Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) þess efnis að ekki hafi verið staðið löglega að skipan dómara við réttinn. 12. mars 2019 10:57 Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Sjá meira
„Mér finnst ekki forsvaranlegt að dómsmálaráðherra í ríkisstjórninni sé með dóm frá Mannréttindadómstól Evrópu á bakinu. Það bara gengur ekki.“ Þetta segir Gísli Garðarsson, varaþingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, sem tók sæti á Alþingi í gær í fjarveru Andrésar Inga Jónssonar, um niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu um að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hefði brotið gegn 6. grein mannréttindasáttmálans sem kveður á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar. Gísli segir að það hafi verið skoðun hans að Sigríður hefði átt að segja af sér síðan árið 2017 og að ekkert hafi breyst síðan þá. Gísli tilkynnti að hann hyggðist segja sig úr flokknum eftir að flokksráð VG samþykkti að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum í lok nóvember 2017. Landsréttarmálið og Panamaskjölin á meðal ástæðna „Ég náttúrulega, eins og liggur fyrir og kom fram á sínum tíma, sagði mig úr VG vegna ríkisstjórnarsamstarfsins og þar á meðal vegna dómsmálaráðherra og þessarar ólöglegu skipunar og fjármálaráðherra og Panamaskjalanna og sú afstaða hefur ekkert breyst og ég held að þessi dómur staðfesti bara það sem kom svo sem fram á fyrri stigum,“ sagði Gísli. Blaðamaður náði tali af Gísla rétt áður en hann fór á nefndarfund en hann sagðist ekki hafa náð að tala við neinn innan þingflokks VG um málið en gerir ráð fyrir því að Landsréttarmálið verði á dagskrá á þingflokksfundi VG á morgun.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Katrín og Svandís harðorðar í garð Sigríðar þegar skipað hafði verið í Landsrétt Þær Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og núverandi forsætisráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, nú heilbrigðisráðherra fyrir VG, eru harðorðar í garð Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í grein sem þær skrifuðu á vef VG í byrjun sumars 2017. 12. mars 2019 13:15 Málum frestað í Landsrétti vegna dóms MDE Ákveðið hefur verið að fresta dómsmálum í Landsrétti vegna nýfallins dóms Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) þess efnis að ekki hafi verið staðið löglega að skipan dómara við réttinn. 12. mars 2019 10:57 Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Sjá meira
Katrín og Svandís harðorðar í garð Sigríðar þegar skipað hafði verið í Landsrétt Þær Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og núverandi forsætisráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, nú heilbrigðisráðherra fyrir VG, eru harðorðar í garð Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í grein sem þær skrifuðu á vef VG í byrjun sumars 2017. 12. mars 2019 13:15
Málum frestað í Landsrétti vegna dóms MDE Ákveðið hefur verið að fresta dómsmálum í Landsrétti vegna nýfallins dóms Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) þess efnis að ekki hafi verið staðið löglega að skipan dómara við réttinn. 12. mars 2019 10:57
Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04