Erlendir sjóðir bæta við sig í Marel fyrir meira en þrjá milljarða Hörður Ægisson skrifar 13. mars 2019 08:30 Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, en félagið stefnir að skráningu í kauphöllina í Amsterdam. Fjárfestingasjóður í stýringu evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital, sem kom fyrst inn í hluthafahóp Marels í janúar, hefur bætt við sig rúmlega 3,4 milljónum hluta, jafnvirði um 1.650 milljóna króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, það sem af er marsmánuði og fer núna með 2,45 prósenta eignarhlut. Teleios Capital er áttundi stærsti hluthafi félagsins og er hlutur sjóðsins metinn á um átta milljarða króna. Þá hefur bandaríski fjárfestingasjóðurinn Smallcap World Fund, sem er í stýringu American Funds, á sama tíma einnig bætt við sig um hálfs prósents hlut í Marel. Samanlagt á sjóðurinn í dag tæplega 2,7 prósenta hlut í Marel. Erlendir sjóðir hafa orðið mun umsvifameiri í hluthafahópi Marels á undanförnum mánuðum og misserum. Þann 13. febrúar síðastliðinn áttu alþjóðlegir fjárfestar samanlagt 9,9 prósenta hlut í félaginu, borið saman við aðeins 4,6 prósenta hlut á sama tíma árið 2018, en frá þeim tíma hafa sjóðir Smallcap og Teleios bætt við sig jafnvirði um tveggja prósenta hlutar. Alþjóðlegir fjárfestar eiga því núna orðið um tólf prósenta hlut í Marel. Hlutabréfasjóðir í stýringu Stefnis og íslenskir lífeyrissjóðir hafa á síðustu vikum einkum verið í hópi þeirra hluthafa sem hafa minnkað við hlut sinn í Marel. Samanlagður eignarhlutur lífeyrissjóða nemur hins vegar enn um 40 prósentum. Á aðalfundi í liðinni viku var greint frá því að stjórn Marels hefði ákveðið að stefna að skráningu hlutabréfa félagsins í Euronext-kauphöllina í Amsterdam samhliða skráningu á Íslandi. Fram kom í máli Árna Odds Þórðarsonar, forstjóra Marels, að tvíhliða skráning á alþjóðlegum markaði í erlendum gjaldmiðli gerði hlutabréf félagsins að áhugaverðum kosti sem hluta af kaupverði í mögulegum yfirtökum. Fimm alþjóðlegir bankar hefðu verið fengnir til ráðgjafar við skráninguna og sem umsjónaraðilar útboðs. Hlutabréfaverð Marels hefur hækkað um nærri 30 prósent frá áramótum. Félagið er langsamlega verðmætasta fyrirtækið í Kauphöllinni með markaðsvirði upp á 328 milljarða króna. Hlutabréfaverð Marels stóð í 480 krónum á hlut við lokun markaða í gær en gengi bréfa félagsins fór hæst í 505 krónur á miðvikudaginn í síðustu viku. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Fjárfestingasjóður í stýringu evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital, sem kom fyrst inn í hluthafahóp Marels í janúar, hefur bætt við sig rúmlega 3,4 milljónum hluta, jafnvirði um 1.650 milljóna króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, það sem af er marsmánuði og fer núna með 2,45 prósenta eignarhlut. Teleios Capital er áttundi stærsti hluthafi félagsins og er hlutur sjóðsins metinn á um átta milljarða króna. Þá hefur bandaríski fjárfestingasjóðurinn Smallcap World Fund, sem er í stýringu American Funds, á sama tíma einnig bætt við sig um hálfs prósents hlut í Marel. Samanlagt á sjóðurinn í dag tæplega 2,7 prósenta hlut í Marel. Erlendir sjóðir hafa orðið mun umsvifameiri í hluthafahópi Marels á undanförnum mánuðum og misserum. Þann 13. febrúar síðastliðinn áttu alþjóðlegir fjárfestar samanlagt 9,9 prósenta hlut í félaginu, borið saman við aðeins 4,6 prósenta hlut á sama tíma árið 2018, en frá þeim tíma hafa sjóðir Smallcap og Teleios bætt við sig jafnvirði um tveggja prósenta hlutar. Alþjóðlegir fjárfestar eiga því núna orðið um tólf prósenta hlut í Marel. Hlutabréfasjóðir í stýringu Stefnis og íslenskir lífeyrissjóðir hafa á síðustu vikum einkum verið í hópi þeirra hluthafa sem hafa minnkað við hlut sinn í Marel. Samanlagður eignarhlutur lífeyrissjóða nemur hins vegar enn um 40 prósentum. Á aðalfundi í liðinni viku var greint frá því að stjórn Marels hefði ákveðið að stefna að skráningu hlutabréfa félagsins í Euronext-kauphöllina í Amsterdam samhliða skráningu á Íslandi. Fram kom í máli Árna Odds Þórðarsonar, forstjóra Marels, að tvíhliða skráning á alþjóðlegum markaði í erlendum gjaldmiðli gerði hlutabréf félagsins að áhugaverðum kosti sem hluta af kaupverði í mögulegum yfirtökum. Fimm alþjóðlegir bankar hefðu verið fengnir til ráðgjafar við skráninguna og sem umsjónaraðilar útboðs. Hlutabréfaverð Marels hefur hækkað um nærri 30 prósent frá áramótum. Félagið er langsamlega verðmætasta fyrirtækið í Kauphöllinni með markaðsvirði upp á 328 milljarða króna. Hlutabréfaverð Marels stóð í 480 krónum á hlut við lokun markaða í gær en gengi bréfa félagsins fór hæst í 505 krónur á miðvikudaginn í síðustu viku.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent