Ellefu samskonar mál á borði Mannréttindadómstólsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. mars 2019 11:28 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson segir dóm Mannréttindadómstólsins tala sínu máli. Fréttablaðið/Anton Brink Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður hefur skotið ellefu málum til Mannréttindadómstóls Evrópu til viðbótar við málið sem dæmt var í í gær. Þar komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að Landsréttur hefði verið ólöglega skipaður í málinu þegar maðurinn var sakfelldur fyrir umferðarlagabrot. Vilhjálmur krafðist þess við meðferð málsins að Arnfríður Einarsdóttir, einn dómaranna fjögurra sem Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra þvert á mat hæfisnefndar, viki sæti. Landsréttur hafnaði þeirri kröfu svo Vilhjálmur áfrýjaði til Hæstaréttar sem staðfesti dóminn í Landsrétti. Vilhjálmur fór í framhaldinu með málið til Mannréttindadómstólsins sem kvað upp dóm sinn í gær innan við ári síðar. Vilhjálmur lagði fram bókun í öllum málum sem hann flutti í Landsrétti, þar sem einn dómaranna fjögurra, var í dómarasætinu. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í fyrra þar sem skipan dómara við Landsrétt var til umfjöllunar.fréttablaðið/eyþór Krafðist hann sýknu í málunum á grundvelli þess að dómurinn væri ólöglega skipaður og lýsti því yfir að hann áskildi sér rétt til að gera skaðabótakröfu fyrir hönd umbjóðenda sinna. Landsréttur hafnaði öllum kröfum Vilhjálms og vísaði til fyrrnefnds dóms Hæstaréttar. Af málunum ellefu sem nú eru á borði Mannréttindadómstólsins eru tíu sakamál og eitt einkamál. Málin eru komin með málsnúmer og má ætla að dómurinn í gær verði fordæmisgefandi í þeim öllum, enda samskonar mál. Koma verður í ljós hvernig íslenska ríkið bregst við þegar Mannréttindadómstóllinn sendir ríkinu málin til umsagnar. Sigríður Á. Andersen hefur líst því yfir að til skoðunar sé að áfrýja dómnum til Yfirdóms Mannréttindadómstólsins. Aðeins brot af málum sem áfrýjað er þangað eru tekin fyrir og getur tekið sinn tíma að fá niðurstöðu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur enn sem komið er ekki tjá sig um dóminn í gær. Hún vildi ekki tjá sig við fréttamann Stöðvar 2 á Keflavíkurflugvelli í morgun við komuna til landsins.Katrín var á sínum tíma harðorð á sínum tíma við skipun dómara í Landsrétt. Þá hefur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ekki tjáð sig um málið. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Vilhjálmur segir dóm MDE tala sínu máli Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hyggst ekki tjá sig nánar um niðurstöðu MDE að svo stöddu því hann segir dóminn tala sínu máli. 12. mars 2019 14:33 Vantraust á dómsmálaráðherra óumflýjanlegt Formaður Samfylkingarinnar telur eðlilegt að dómsmálaráðherra segi af sér vegna Landsréttardóms Mannréttindadómstóls Evrópu. Hann segir óumflýjanlegt að lýsa yfir vantrausti á ráðherra. Formaður Viðreisnar segir réttarríkið í óvissu vegna dómsins og viðbragða dómsmálaráðherra við honum. 12. mars 2019 17:30 Neitaði að tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins við komuna til Keflavíkur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. 13. mars 2019 07:18 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður hefur skotið ellefu málum til Mannréttindadómstóls Evrópu til viðbótar við málið sem dæmt var í í gær. Þar komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að Landsréttur hefði verið ólöglega skipaður í málinu þegar maðurinn var sakfelldur fyrir umferðarlagabrot. Vilhjálmur krafðist þess við meðferð málsins að Arnfríður Einarsdóttir, einn dómaranna fjögurra sem Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra þvert á mat hæfisnefndar, viki sæti. Landsréttur hafnaði þeirri kröfu svo Vilhjálmur áfrýjaði til Hæstaréttar sem staðfesti dóminn í Landsrétti. Vilhjálmur fór í framhaldinu með málið til Mannréttindadómstólsins sem kvað upp dóm sinn í gær innan við ári síðar. Vilhjálmur lagði fram bókun í öllum málum sem hann flutti í Landsrétti, þar sem einn dómaranna fjögurra, var í dómarasætinu. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í fyrra þar sem skipan dómara við Landsrétt var til umfjöllunar.fréttablaðið/eyþór Krafðist hann sýknu í málunum á grundvelli þess að dómurinn væri ólöglega skipaður og lýsti því yfir að hann áskildi sér rétt til að gera skaðabótakröfu fyrir hönd umbjóðenda sinna. Landsréttur hafnaði öllum kröfum Vilhjálms og vísaði til fyrrnefnds dóms Hæstaréttar. Af málunum ellefu sem nú eru á borði Mannréttindadómstólsins eru tíu sakamál og eitt einkamál. Málin eru komin með málsnúmer og má ætla að dómurinn í gær verði fordæmisgefandi í þeim öllum, enda samskonar mál. Koma verður í ljós hvernig íslenska ríkið bregst við þegar Mannréttindadómstóllinn sendir ríkinu málin til umsagnar. Sigríður Á. Andersen hefur líst því yfir að til skoðunar sé að áfrýja dómnum til Yfirdóms Mannréttindadómstólsins. Aðeins brot af málum sem áfrýjað er þangað eru tekin fyrir og getur tekið sinn tíma að fá niðurstöðu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur enn sem komið er ekki tjá sig um dóminn í gær. Hún vildi ekki tjá sig við fréttamann Stöðvar 2 á Keflavíkurflugvelli í morgun við komuna til landsins.Katrín var á sínum tíma harðorð á sínum tíma við skipun dómara í Landsrétt. Þá hefur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ekki tjáð sig um málið.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Vilhjálmur segir dóm MDE tala sínu máli Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hyggst ekki tjá sig nánar um niðurstöðu MDE að svo stöddu því hann segir dóminn tala sínu máli. 12. mars 2019 14:33 Vantraust á dómsmálaráðherra óumflýjanlegt Formaður Samfylkingarinnar telur eðlilegt að dómsmálaráðherra segi af sér vegna Landsréttardóms Mannréttindadómstóls Evrópu. Hann segir óumflýjanlegt að lýsa yfir vantrausti á ráðherra. Formaður Viðreisnar segir réttarríkið í óvissu vegna dómsins og viðbragða dómsmálaráðherra við honum. 12. mars 2019 17:30 Neitaði að tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins við komuna til Keflavíkur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. 13. mars 2019 07:18 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Vilhjálmur segir dóm MDE tala sínu máli Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hyggst ekki tjá sig nánar um niðurstöðu MDE að svo stöddu því hann segir dóminn tala sínu máli. 12. mars 2019 14:33
Vantraust á dómsmálaráðherra óumflýjanlegt Formaður Samfylkingarinnar telur eðlilegt að dómsmálaráðherra segi af sér vegna Landsréttardóms Mannréttindadómstóls Evrópu. Hann segir óumflýjanlegt að lýsa yfir vantrausti á ráðherra. Formaður Viðreisnar segir réttarríkið í óvissu vegna dómsins og viðbragða dómsmálaráðherra við honum. 12. mars 2019 17:30
Neitaði að tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins við komuna til Keflavíkur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. 13. mars 2019 07:18