Innlent

Blaða­manna­fundur Sig­ríðar og við­brögð þing­manna við á­kvörðun hennar

Ritstjórn skrifar
Sigríður Á. Andersen á blaðamannafundi fyrr í dag.
Sigríður Á. Andersen á blaðamannafundi fyrr í dag. Vísir/Vilhelm

Bæði forsætisráðherra og dómsmálaráðherra boðuðu til funda í dag þar sem rætt var við blaðamenn vegna niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. Vísir var í beinni útsendingu frá báðum fundum, klukkan 14:30 og 15:00.

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra boðaði til fyrri fundarins, blaðamannafundar í dómsmálaráðuneytinu klukkan 14:30 þar sem hún tilkynnti ákvörðun sína um að stíga til hliðar.

Þá tjáði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, sig við fjölmiðla eftir þingflokksfund Vinstri grænna sem hófst klukkan eitt í dag.

Katrín tjáði sig um ákvörðun Sigríðar og var einnig í fyrsta skipti að tjá sig um niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu sem úrskurðaði að skipun dómara í Landsrétt hefði brotið gegn Mannréttindasáttmála Evrópu.

Vísir náði einnig tali af formönnum annarra flokka á Alþingi og sjá má upptökur af því í vaktinni hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira
×