Fyrirbyggjandi ráðstafanir eðlilegar þegar kemur að flugöryggi Elín Margrét Böðvarsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 14. mars 2019 20:00 Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir eðlilegt að gripið sé til fyrirbyggjandi ráðstafanna þegar kemur að flugöryggi. Hann telur að mjög fljótlega muni liggja fyrir hvað nákvæmlega orsakaði tvö alvarleg flugslys í Eþíópíu og Indónesíu.Boeing flugvélaframleiðandinn hefur ákveðið að kyrrsetja allar 737 Max vélar sem framleiddar hafa verið eftir að rannsakendur flugslyssins í Eþíópíu komust að því að mikil líkindi eru með því slysi og fyrra slysi Lion Air sem fórst undan ströndum Jövu í október. Icelandair hafði tekið ákvörðun fyrr í vikunni um að kyrrsetja sínar þrjár Boeng 737 Max 8 flugvélar, í framhaldi af ákvörðun flugmálayfirvalda í Bretlandi og öðrum ríkjum, um að banna vélarnar í sinni lofthelgi. Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir um fyrirbyggjandi ráðstöfun að ræða. „Icelandair taka þarna mjög pro-active ákvörðun. Með öryggið í fyrirrúmi og sýna í raun farþegum sínum mjög mikla tillitssemi að þurfa ekkert að vera að velta vöngum yfir þessu. Það má líkja þessu kannski við veitingastað þar sem óvissa ríkir um einn rétt og þá er hann bara tekinn af matseðlinum og innihaldið kannað,“ segir Ingvar. Hugsanlega sé tilviljun að í tilfellum beggja flugslysanna hafi verið um flugvél sömu gerðar verið að ræða. „Í slysinu í Indónesíu þá var vélinni flogið af stað með bilaðan skynjara sem átti ekki að gera.“ Hvað gerðist nákvæmlega muni liggja ljóst fyrir á allra næstu dögum. „Flugritarnir fundust til allrar hamingju og göngin, að því er virðist ósködduð, og svona innan iðnaðarins mun mjög fljótt skýrast þessi atburðarás og menn fá mynd af því hvað gerðist þarna,“ segir Ingvar. Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Óvíst með áformað útboð Icelandair Forstjóri Icelandair Group segir að eins og staðan sé núna líti tilboðin í Icelandair Hotels ágætlega út. 13. mars 2019 06:15 Bandaríkjamenn segja líkindi með flugslysum Ný gögn sem bárust flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, sýna líkindi á milli flugslyssins í Eþíópíu á sunnudaginn og flugslysi í Indónesíu í fyrra. 13. mars 2019 23:00 Flugvélar kyrrsettar í Bandaríkjunum: Átti í vandræðum með að stýra flugvélinni Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni 13. mars 2019 18:30 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir eðlilegt að gripið sé til fyrirbyggjandi ráðstafanna þegar kemur að flugöryggi. Hann telur að mjög fljótlega muni liggja fyrir hvað nákvæmlega orsakaði tvö alvarleg flugslys í Eþíópíu og Indónesíu.Boeing flugvélaframleiðandinn hefur ákveðið að kyrrsetja allar 737 Max vélar sem framleiddar hafa verið eftir að rannsakendur flugslyssins í Eþíópíu komust að því að mikil líkindi eru með því slysi og fyrra slysi Lion Air sem fórst undan ströndum Jövu í október. Icelandair hafði tekið ákvörðun fyrr í vikunni um að kyrrsetja sínar þrjár Boeng 737 Max 8 flugvélar, í framhaldi af ákvörðun flugmálayfirvalda í Bretlandi og öðrum ríkjum, um að banna vélarnar í sinni lofthelgi. Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir um fyrirbyggjandi ráðstöfun að ræða. „Icelandair taka þarna mjög pro-active ákvörðun. Með öryggið í fyrirrúmi og sýna í raun farþegum sínum mjög mikla tillitssemi að þurfa ekkert að vera að velta vöngum yfir þessu. Það má líkja þessu kannski við veitingastað þar sem óvissa ríkir um einn rétt og þá er hann bara tekinn af matseðlinum og innihaldið kannað,“ segir Ingvar. Hugsanlega sé tilviljun að í tilfellum beggja flugslysanna hafi verið um flugvél sömu gerðar verið að ræða. „Í slysinu í Indónesíu þá var vélinni flogið af stað með bilaðan skynjara sem átti ekki að gera.“ Hvað gerðist nákvæmlega muni liggja ljóst fyrir á allra næstu dögum. „Flugritarnir fundust til allrar hamingju og göngin, að því er virðist ósködduð, og svona innan iðnaðarins mun mjög fljótt skýrast þessi atburðarás og menn fá mynd af því hvað gerðist þarna,“ segir Ingvar.
Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Óvíst með áformað útboð Icelandair Forstjóri Icelandair Group segir að eins og staðan sé núna líti tilboðin í Icelandair Hotels ágætlega út. 13. mars 2019 06:15 Bandaríkjamenn segja líkindi með flugslysum Ný gögn sem bárust flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, sýna líkindi á milli flugslyssins í Eþíópíu á sunnudaginn og flugslysi í Indónesíu í fyrra. 13. mars 2019 23:00 Flugvélar kyrrsettar í Bandaríkjunum: Átti í vandræðum með að stýra flugvélinni Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni 13. mars 2019 18:30 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Óvíst með áformað útboð Icelandair Forstjóri Icelandair Group segir að eins og staðan sé núna líti tilboðin í Icelandair Hotels ágætlega út. 13. mars 2019 06:15
Bandaríkjamenn segja líkindi með flugslysum Ný gögn sem bárust flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, sýna líkindi á milli flugslyssins í Eþíópíu á sunnudaginn og flugslysi í Indónesíu í fyrra. 13. mars 2019 23:00
Flugvélar kyrrsettar í Bandaríkjunum: Átti í vandræðum með að stýra flugvélinni Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni 13. mars 2019 18:30