Körfubolti

Svona líta átta liða úrslitin út: KR og Keflavík mætast

Anton Ingi Leifsson skrifar
Helgi Már og Magnús Már verða í eldlínunni í úrslitakeppninni er stórveldin mætast.
Helgi Már og Magnús Már verða í eldlínunni í úrslitakeppninni er stórveldin mætast. vísir/bára
Síðasta umferðin í Dominos-deild karla fór fram í kvöld og því er ljóst hvaða lið mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem hefst í næstu viku.

Fyrsti leikurinn í átta liða úrslitunum fer fram á fimmtudagskvöldið en Stjarnan varð í kvöld deildarmeistari í fyrsta sinn er þeir kláruðu Hauka í síðasta leik deildarkeppninar á Ásvöllum.

Það verður stórleikur á öllum vígstöðvum í átta liða úrslitunum. Einn þeirra er rosalegur slagur milli Keflavíkur og KR.

Allar viðureignirnar sem og lokaniðurstöðuna í deildinni má sjá hér að neðan. Umferðin sem og deildarkeppnin í heild verður gerð upp í Domino's Körfuboltakvöldi annað kvöld.

Átta liða úrslitin:

Stjarnan - Grindavík

Njarðvík - ÍR

Tindastóll - Þór Þorlákshöfn

Keflavík - KR

Lokaniðurstaðan í deildinni:

1. Stjarnan - 34 stig

2. Njarðvík - 34 stig

3. Tindastóll - 32 stig

4. Keflavík - 30 stig

5. KR - 30 stig

6. Þór Þorlákshöfn - 24 stig

7. ÍR - 20 stig

8. Grindavík - 18 stig

9. Haukar - 16 stig

10. Valur - 16 stig

11. Skallagrímur - 8 stig

12. Breiðablik - 2 stig


Tengdar fréttir

Leik lokið: Grindavík - ÍR 81-85 | ÍR náði 7.sætinu

ÍR-ingar tryggðu sér 7.sæti Dominos-deildarinnar með sigri á Grindavík í baráttuleik suður með sjó. ÍR mætir því Njarðvík í 8-liða úrslitunum en Grindvíkingar spila við deildarmeistara Stjörnunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×