Körfubolti

Arnar: Skemmtilegt að geta unnið þetta fyrir fólkið okkar

Axel Örn Sæmundsson skrifar
Arnar var glaður í kvöld.
Arnar var glaður í kvöld. vísir/bára
„Það er mjög skemmtilegt að geta unnið þetta fyrir fólkið okkar, það var vel mætt úr Garðabænum og augljóst að þetta skiptir fólkið okkar miklu máli“ sagði Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar.

Stjarnan tryggði sér deildarmeistaratitilinn með sigrinum á Haukum í kvöld og er því búið að vinna tvo titla það sem af er tímabilinu.

Það var einungis eitt stig sem skildi liðin að í hálfleik í kvöld og var leikurinn mjög jafn í alla staði.

„Fyrri hálfleikur var mjög lélegur, við hentum boltanum út um allt íþróttahús og þeir opnuðu okkur trekk í trekk Haukarnir en við náðum aðeins að stoppa í einhver göt hérna í síðari hálfleik en við þurfum að vera mikið einbeittari þegar kemur að úrslitakeppnini“

Aðspurður hvort Arnar hefði látið menn heyra það í hálfleiksræðunni sinni svaraði hann:

„Ég geri það eiginlega aldrei en við töluðum um það að það væri fólk mætt úr Garðabænum til að horfa á okkur lyfta þessum bikar og þeir ættu að nota það sem mótiveringu.“

Stjörnumenn fá Grindavík í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar og er ljóst að það verður hörkuverkefni. Grindvíkingar töpuðu í kvöld gegn ÍR.

„Þeir eru hörkulið. Mjög seigir spilarar sem geta skotið vel og þetta verður bara mjög verðugt verkefni.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×