Einu skrefi nær því að höfða mál gegn Remington vegna Sandy Hook Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2019 23:50 Adam Lanza skaut 27 manns til bana í NewTown með AR-15 Bushmaster. AP/Jessica Hill Hæstiréttur Connecticut hefur komist að þeirri niðurstöður að fjölskyldur fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook mega höfða mál gegn byssuframleiðendanum Remington. Tuttugu skólabörn og sex kennarar og starfsmenn skólans voru skotin til bana í Newtown árið 2012. Árásarmaðurinn, Adam Lanza, notaðist við AR-15 Bushmaster sem framleiddur var af Remington. Áður hafði hann myrt móður sína og hann skaut sig einnig til bana. Fjórir af sjö dómurum Hæstaréttar komust að áðurnefndri niðurstöðu og fer málið aftur fyrir lægra dómstig. Verði það ekki fellt niður þar, er búist við því að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Fjölskyldur níu fórnarlamba hafa staðið í málaferlum með því markmiði að geta höfðað mál gegn Remington. Úrskurðurinn fer gegn alríkislögum sem studd eru af samtökum vopnaeigenda í Bandaríkjunum, NRA, og er ætlað að vernda skotvopnaframleiðendur gegn lögsóknum vegna glæpa viðskiptavina þeirra. Ákvörðun meirihluta Hæstaréttar Connecticut snýr þó að auglýsingum skotvopnaframleiðenda. Að það að auglýsa hálfsjálfvirka riffla sem þessa sem tól til að vana óvinum fólks brjóti gegn lögum ríkisins. Þannig eigi alríkislögin ekki við í þessu tilfelli. Þó nokkrar sambærilegar lögsóknir hafa verið felldar niður víða um Bandaríkin vegna þessara alríkislaga, samkvæmt AP fréttaveitunni. Meðal þess sem fjölskyldurnar hafa bent á, samkvæmt Washington Post, er að í bæklingi Bushmaster-línunnar séu vopnin auglýst með myndum af hermönnum og textanum: „Þegar þú þarft að standa þig undir álagi, getur þú treyst á Bushmaster,“ gróflega þýtt. Þar að auki séu vopnin auglýst sem frábær skotvopn í átökum. Forsvarsmenn Remington sóttu um gjaldþrotaskipti í fyrra. Meðal annars vegna dræmrar sölu undanfarin ár. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Hæstiréttur Connecticut hefur komist að þeirri niðurstöður að fjölskyldur fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook mega höfða mál gegn byssuframleiðendanum Remington. Tuttugu skólabörn og sex kennarar og starfsmenn skólans voru skotin til bana í Newtown árið 2012. Árásarmaðurinn, Adam Lanza, notaðist við AR-15 Bushmaster sem framleiddur var af Remington. Áður hafði hann myrt móður sína og hann skaut sig einnig til bana. Fjórir af sjö dómurum Hæstaréttar komust að áðurnefndri niðurstöðu og fer málið aftur fyrir lægra dómstig. Verði það ekki fellt niður þar, er búist við því að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Fjölskyldur níu fórnarlamba hafa staðið í málaferlum með því markmiði að geta höfðað mál gegn Remington. Úrskurðurinn fer gegn alríkislögum sem studd eru af samtökum vopnaeigenda í Bandaríkjunum, NRA, og er ætlað að vernda skotvopnaframleiðendur gegn lögsóknum vegna glæpa viðskiptavina þeirra. Ákvörðun meirihluta Hæstaréttar Connecticut snýr þó að auglýsingum skotvopnaframleiðenda. Að það að auglýsa hálfsjálfvirka riffla sem þessa sem tól til að vana óvinum fólks brjóti gegn lögum ríkisins. Þannig eigi alríkislögin ekki við í þessu tilfelli. Þó nokkrar sambærilegar lögsóknir hafa verið felldar niður víða um Bandaríkin vegna þessara alríkislaga, samkvæmt AP fréttaveitunni. Meðal þess sem fjölskyldurnar hafa bent á, samkvæmt Washington Post, er að í bæklingi Bushmaster-línunnar séu vopnin auglýst með myndum af hermönnum og textanum: „Þegar þú þarft að standa þig undir álagi, getur þú treyst á Bushmaster,“ gróflega þýtt. Þar að auki séu vopnin auglýst sem frábær skotvopn í átökum. Forsvarsmenn Remington sóttu um gjaldþrotaskipti í fyrra. Meðal annars vegna dræmrar sölu undanfarin ár.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira