Framkvæmdastjóri Kadeco verið á framlengingu í tvö ár Sigurður Mikael Jónsson skrifar 15. mars 2019 07:15 Eitt meginhlutverk Kadeco var að koma eignum varnarliðsins í borgaraleg not. Fréttablaðið/Heiða Tímabundin ráðning framkvæmdastjóra Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar (Kadeco) frá því í ágúst 2017 hefur nokkrum sinnum verið framlengd af stjórn félagsins. Starfið var aldrei auglýst og ráðningin tímabundin enda hafði staðið til að leggja Kadeco niður. Tæpum tveimur árum síðar ríkir enn ákveðin óvissa um framtíðarstarfsemi félagsins og engin ákvörðun verið tekin um stöðu framkvæmdastjórans. Marta Jónsdóttir var ráðin tímabundið framkvæmdastjóri Kadeco í ágúst 2017 án auglýsingar þegar fyrirrennari hennar, Kjartan Þór Eiríksson, neyddist til að segja starfinu lausu eftir að fjallað var um kaup viðskiptafélaga hans á fasteignum á Ásbrú. Meginverkefni félagsins var að koma eignum varnarliðsins í borgaraleg not. Félagið er í eigu ríkisins. Stjórn þess er pólitískt skipuð. Í júní 2017 hafði Benedikt Jóhannesson, þáverandi fjármálaráðherra, boðað að Kadeco yrði lagt niður í núverandi mynd þegar ný stjórn tók við. Nokkrum vikum síðar sagði Kjartan af sér og Marta, sem var lögfræðingur félagsins, tók tímabundið við framkvæmdastjórastöðunni . Í svari við fyrirspurn blaðsins segir fjármálaráðuneytið að kaflaskil hafi orðið í starfsemi félagsins 2017 þegar þessu meginverkefni þess var að ljúka. Síðan hefur stjórn unnið að endurskipulagningu, einföldun reksturs og efnahags félagsins auk þess að ganga frá fjárhagslegu uppgjöri við ríkissjóð. Þá hefur stjórn verið falið að vinna tillögur að næstu skrefum. Óljóst er hver þau verða. „Ríkið vinnur nú að mótun framtíðarfyrirkomulags í samvinnu við sveitarfélögin og Isavia. Ef aðilar ná saman, kemur til greina að Kadedco verði vettvangur fyrir samstarfið.” Í svarinu er vísað til þess að stjórn beri ábyrgð á ráðningu framkvæmdastjóra sem starfi í umboði stjórnar. „Ráðningin hefur verið framlengd nokkrum sinnum og lýkur núverandi tímabili í júní nk. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um stöðu framkvæmdastjóra eftir það.“ Birtist í Fréttablaðinu Keflavíkurflugvöllur Stjórnsýsla Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Tímabundin ráðning framkvæmdastjóra Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar (Kadeco) frá því í ágúst 2017 hefur nokkrum sinnum verið framlengd af stjórn félagsins. Starfið var aldrei auglýst og ráðningin tímabundin enda hafði staðið til að leggja Kadeco niður. Tæpum tveimur árum síðar ríkir enn ákveðin óvissa um framtíðarstarfsemi félagsins og engin ákvörðun verið tekin um stöðu framkvæmdastjórans. Marta Jónsdóttir var ráðin tímabundið framkvæmdastjóri Kadeco í ágúst 2017 án auglýsingar þegar fyrirrennari hennar, Kjartan Þór Eiríksson, neyddist til að segja starfinu lausu eftir að fjallað var um kaup viðskiptafélaga hans á fasteignum á Ásbrú. Meginverkefni félagsins var að koma eignum varnarliðsins í borgaraleg not. Félagið er í eigu ríkisins. Stjórn þess er pólitískt skipuð. Í júní 2017 hafði Benedikt Jóhannesson, þáverandi fjármálaráðherra, boðað að Kadeco yrði lagt niður í núverandi mynd þegar ný stjórn tók við. Nokkrum vikum síðar sagði Kjartan af sér og Marta, sem var lögfræðingur félagsins, tók tímabundið við framkvæmdastjórastöðunni . Í svari við fyrirspurn blaðsins segir fjármálaráðuneytið að kaflaskil hafi orðið í starfsemi félagsins 2017 þegar þessu meginverkefni þess var að ljúka. Síðan hefur stjórn unnið að endurskipulagningu, einföldun reksturs og efnahags félagsins auk þess að ganga frá fjárhagslegu uppgjöri við ríkissjóð. Þá hefur stjórn verið falið að vinna tillögur að næstu skrefum. Óljóst er hver þau verða. „Ríkið vinnur nú að mótun framtíðarfyrirkomulags í samvinnu við sveitarfélögin og Isavia. Ef aðilar ná saman, kemur til greina að Kadedco verði vettvangur fyrir samstarfið.” Í svarinu er vísað til þess að stjórn beri ábyrgð á ráðningu framkvæmdastjóra sem starfi í umboði stjórnar. „Ráðningin hefur verið framlengd nokkrum sinnum og lýkur núverandi tímabili í júní nk. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um stöðu framkvæmdastjóra eftir það.“
Birtist í Fréttablaðinu Keflavíkurflugvöllur Stjórnsýsla Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?